Frumútboð og framhjáhöld Baldur Thorlacius skrifar 16. september 2024 12:03 Eins og margir aðrir Íslendingar sat ég límdur við skjáinn að horfa á nýju Netflix þættina um Ashley Madison. Málið þarfnast líklega ekki mikillar upprifjunar, en Ashley Madison er einhverskonar stefnumótasíða fyrir fólk í samböndum til að stunda skipulagt framhjáhald. Árið 2015 láku upplýsingar um notendur síðunnar og rekstur fyrirtækisins, með tilheyrandi fjaðrafoki. Allt er þetta rakið í áðurnefndum þáttum. Það voru ekki framhjáhöldin sjálf eða framtíð sambands myndbandsbloggaranna sem fjallað er um í þáttunum sem fönguðu athygli mína, heldur það sem fram kom um fyrirætlanir félagsins um frumútboð („IPO“). Með frumútboði yrði Ashley Madison skráð í kauphöll, þyrfti að „opna bækurnar“ og birta ítarlegar upplýsingar um reksturinn. Í kjölfar þess yrði almenningi og öðrum fjárfestum gert kleift að kaupa og selja hlutabréf í félaginu. Það er fróðleg æfing að velta því fyrir sér hvort frumútboð og skráning Ashley Madison hefði í reynd gengið í gegn, ef ekki hefði komið til lekans. Í fyrsta lagi hefði félagið þurft að finna viljuga fjárfesta. Af samtímaheimildum að dæma var það hægara sagt en gert. Félagið stefndi á frumútboð í Toronto árið 2010 en náði ekki að heilla fjárfesta, sem voru að sögn hræddir um orðspor sitt. Þegar lekinn átti sér stað, fimm árum síðar, hafði stefnan verið tekin á frumútboð í London. Erfitt er að segja hvort breskir fjárfestar hefðu reynst frjálslyndari en þeir kanadísku eða hvort mikill vöxtur frá árinu 2010 hefði dugað til að fá þá til að líta fram hjá öllu framhjáhaldinu. Orðsporsáhætta útilokar ekki endilega fjárfestingu ef vænt arðsemi er nógu góð. Í öðru lagi hefði félagið þurft að fá fjárfestana til að kaupa hlutabréf. Ekki bara einn heldur marga, helst mjög marga. Það er ákveðin samtrygging í fjöldanum, þegar margir fjárfestar og greiningaraðilar eru að sparka í dekkin aukast líkurnar á því að upp komist um skringilegheit í rekstri fyrirtækis. Og nóg virðist hafa verið um slíkt hjá Ashley Madison, ef eitthvað er að marka þættina. Í þriðja lagi hefði viðkomandi fjármálaeftirlit þurft að staðfesta lýsingu (e. prospectus) Ashley Madison, sem er afar ítarlegt plagg með öllum helstu upplýsingum fyrir fjárfesta, og félagið hefði þurft að standast skráningarskilyrði viðkomandi kauphallar. Þá hefði fjöldi ráðgjafa komið að verkefninu, sem allir hefðu viljað vanda til verka. Eins og starfsemi og ferlum Ashley Madison var lýst í Netflix þáttunum verður því að teljast ólíklegt að félagið hefði komist í gegnum frumútboð og skráningu í kauphöll, með öllu sem það hefði þurft að yfirstíga, en ekki ómögulegt. Það er ástæða fyrir því að skráningu á markað fylgir ákveðinn gæðastimpill, allir ferlar þurfa að vera í topp standi svo fjárfestar fái skýra mynd af rekstrinum. Loks má velta því fyrir sér hvort stjórnendur Ashley Madison hafi í reynd verið að stefna í kauphöll. Fyrirhugað frumútboð er yfirleitt til marks um metnað og traust á eigin fyrirtæki. Af sömu ástæðu eru alltaf einhverjir stjórnendur sem vilja skreyta sig með stolnum fjöðrum, gefa út að þeir stefni á frumútboð til að fegra ásýnd sína. Láta líta út eins og reksturinn sé blómlegur og allir ferlar í topp standi. En í þessu tilfelli stóð keisarinn nakinn, inni hjá eiginkonu nágrannans. Ári eftir lekann sendi stjórn frá sér tilkynningu um að öllum steinum hefði verið velt við og úrbætur gerðar á ferlum og starfsháttum. Það verður því fróðlegt að sjá hvort félagið láti reyna á frumútboð í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Bíó og sjónvarp Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og margir aðrir Íslendingar sat ég límdur við skjáinn að horfa á nýju Netflix þættina um Ashley Madison. Málið þarfnast líklega ekki mikillar upprifjunar, en Ashley Madison er einhverskonar stefnumótasíða fyrir fólk í samböndum til að stunda skipulagt framhjáhald. Árið 2015 láku upplýsingar um notendur síðunnar og rekstur fyrirtækisins, með tilheyrandi fjaðrafoki. Allt er þetta rakið í áðurnefndum þáttum. Það voru ekki framhjáhöldin sjálf eða framtíð sambands myndbandsbloggaranna sem fjallað er um í þáttunum sem fönguðu athygli mína, heldur það sem fram kom um fyrirætlanir félagsins um frumútboð („IPO“). Með frumútboði yrði Ashley Madison skráð í kauphöll, þyrfti að „opna bækurnar“ og birta ítarlegar upplýsingar um reksturinn. Í kjölfar þess yrði almenningi og öðrum fjárfestum gert kleift að kaupa og selja hlutabréf í félaginu. Það er fróðleg æfing að velta því fyrir sér hvort frumútboð og skráning Ashley Madison hefði í reynd gengið í gegn, ef ekki hefði komið til lekans. Í fyrsta lagi hefði félagið þurft að finna viljuga fjárfesta. Af samtímaheimildum að dæma var það hægara sagt en gert. Félagið stefndi á frumútboð í Toronto árið 2010 en náði ekki að heilla fjárfesta, sem voru að sögn hræddir um orðspor sitt. Þegar lekinn átti sér stað, fimm árum síðar, hafði stefnan verið tekin á frumútboð í London. Erfitt er að segja hvort breskir fjárfestar hefðu reynst frjálslyndari en þeir kanadísku eða hvort mikill vöxtur frá árinu 2010 hefði dugað til að fá þá til að líta fram hjá öllu framhjáhaldinu. Orðsporsáhætta útilokar ekki endilega fjárfestingu ef vænt arðsemi er nógu góð. Í öðru lagi hefði félagið þurft að fá fjárfestana til að kaupa hlutabréf. Ekki bara einn heldur marga, helst mjög marga. Það er ákveðin samtrygging í fjöldanum, þegar margir fjárfestar og greiningaraðilar eru að sparka í dekkin aukast líkurnar á því að upp komist um skringilegheit í rekstri fyrirtækis. Og nóg virðist hafa verið um slíkt hjá Ashley Madison, ef eitthvað er að marka þættina. Í þriðja lagi hefði viðkomandi fjármálaeftirlit þurft að staðfesta lýsingu (e. prospectus) Ashley Madison, sem er afar ítarlegt plagg með öllum helstu upplýsingum fyrir fjárfesta, og félagið hefði þurft að standast skráningarskilyrði viðkomandi kauphallar. Þá hefði fjöldi ráðgjafa komið að verkefninu, sem allir hefðu viljað vanda til verka. Eins og starfsemi og ferlum Ashley Madison var lýst í Netflix þáttunum verður því að teljast ólíklegt að félagið hefði komist í gegnum frumútboð og skráningu í kauphöll, með öllu sem það hefði þurft að yfirstíga, en ekki ómögulegt. Það er ástæða fyrir því að skráningu á markað fylgir ákveðinn gæðastimpill, allir ferlar þurfa að vera í topp standi svo fjárfestar fái skýra mynd af rekstrinum. Loks má velta því fyrir sér hvort stjórnendur Ashley Madison hafi í reynd verið að stefna í kauphöll. Fyrirhugað frumútboð er yfirleitt til marks um metnað og traust á eigin fyrirtæki. Af sömu ástæðu eru alltaf einhverjir stjórnendur sem vilja skreyta sig með stolnum fjöðrum, gefa út að þeir stefni á frumútboð til að fegra ásýnd sína. Láta líta út eins og reksturinn sé blómlegur og allir ferlar í topp standi. En í þessu tilfelli stóð keisarinn nakinn, inni hjá eiginkonu nágrannans. Ári eftir lekann sendi stjórn frá sér tilkynningu um að öllum steinum hefði verið velt við og úrbætur gerðar á ferlum og starfsháttum. Það verður því fróðlegt að sjá hvort félagið láti reyna á frumútboð í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun