Markmiðið er að sögn Jóns að setja mikinn kraft í leitina til að byrja með og margar sveitir á leiðinni.
Það er meðal annars gert vegna þess að veðurskilyrði eru ekki góð. Það er komið myrkur og þá er þokusúld á vettvangi.
Rúv greindi fyrst frá leitinni. Þar segir að maðurinn, sem leitað er að, búi í Vík en hann hafi ekki skilað sér heim.