Þjóðin slæst við elda: Hvar er Alþingi? Baldur Borgþórsson skrifar 17. september 2024 10:30 Eins og greinarhöfundur hefur áður fjallað um í grein sinni Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum - Vísir (visir.is), þá er eitt mesta mein íslenskra heimila og fyrirtækja háir vextir. Okurvextir sem þekkjast hvergi annarsstaðar í kringum okkur. Áðurnefnd grein lýsir því hvernig við getum með einföldum hætti breytt leikreglum þannig að landsmenn geti framvegis búið við sömu lágu vexti og stöðugleika og nágrannar okkar í Evrópu. En eitt getur Alþingi gert strax sem: Lækkar verðbólgu úr 6,2% í 3,5% ? Lækkar stýrivexti Seðlabanka um helming? Lækkar vexti/greiðslubyrði sem nú sligar 60 þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja - um nær helming? Hvers vegna Alþingi er ekki löngu búið að hrinda þessari einföldu og jafnframt mikilvægu breytingu í framkvæmd er óskiljanlegt. Hvernig má vera að þingmenn allra flokka hafi ekki séð sóma sinn í að sameinast um velferð kjósenda sinna með þessum hætti? Það er ekki eins og það þurfi að vera átök um slíkt mál. Svona sjálfsögð og einföld er framkvæmdin: Húsnæðisverð tekið úr vísitölu neysluverðs: Gjörbreytt og bætt staða heimila og fyrirtækja Á einum degi getur Alþingi tekið sig saman og samþykkt að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs og lækkað þannig verðbólgu úr 6,2% í 3,5%. Áhrifin yrðu þau sem lýst er hér að ofan og því gríðarlegur léttir fyrir þau sextíu þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja sem samkvæmt nýbirtri könnun ná ekki endum saman í dag og þurfa því að mæta vaxtaokinu með aukinni lántöku og tæma sparnað sinn. Slík tillaga er stutt og einföld: Húsnæðisverð verður ekki lengur í vísitölu neysluverðs. Tillaga þessi tekur gildi strax. Rökstuðningur með tillögunni er að sama skapi einfaldur. Húsnæðisverð er einfaldlega ekki í vísitölu neysluverðs hjá nágrannaþjóðum okkar. Svo einfalt er það. Fyrir kröfuharða sem vilja meiri lestur er hægt að vísa í skýrslu sem gerð var fyrir fjármálaráðuneytið og birt var snemma árs 2017. Skýrslan er svo ekki sé meira sagt afar fróðleg og höfundar hennar ekki síður en skýrslan heitir: FRAMTÍÐ ÍSLENSKRAR PENINGASTEFNU ENDURMAT Á RAMMA PENINGASTEFNUNNAR Höfundar eru: Ásgeir Jónsson núverandi Seðlabankastjóri Ásdís Kristjánsdóttir núverandi bæjarstjóri Kópavogs Illugi Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Tilvitnanir úr þessari skýrslu eru afgerandi þegar kemur að samsetningu vísitölu neysluverðs: „Starfshópurinn vill í þessu efni taka þá grundvallarafstöðu að húsnæðisverð eigi ekki heima í verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands og það eigi ekki að reyna að beita stýrivöxtum gegn fasteignaverði þegar vaxtamiðlunin er eins veik og raunin er. Til þess eru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Að mati starfshópsins þarf að skoða slíkar leiðir vel og vandlega.“ „Tillaga 5: Verðbólgumarkmið Seðlabanka skal áfram miða við 2,5% en sú vísitala sem markmiðið nær til skal ekki taka mið af kostnaði vegna eigin húsnæðis. Verðbólgumarkmið skal því undanskilja húsnæðisverð.“ Hér er því kominn ítarleg skýrsla, samin af sjálfum Seðlabankastjóra, núverandi bæjarstjóra Kópavogs og fyrrverandi ráðherra. Svo sjálfsagt mál væri þannig afgreitt - samdægurs. En stóra spurningin hlýtur að vera, af hverju er þetta ekki þegar orðið? Fyrir hverja eru þessir 63 þingmenn eiginlega að vinna? Hvernig má vera að ekki einn einasti þeirra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis, þrátt fyrir jafn afgerandi fyrirliggjandi skýrslu og hér liggur til grundvallar? Skipta kjósendur engu máli? HVAR ER ALÞINGI? Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Borgþórsson Alþingi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og greinarhöfundur hefur áður fjallað um í grein sinni Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um helming! Frekari lækkana að vænta á næstu mánuðum - Vísir (visir.is), þá er eitt mesta mein íslenskra heimila og fyrirtækja háir vextir. Okurvextir sem þekkjast hvergi annarsstaðar í kringum okkur. Áðurnefnd grein lýsir því hvernig við getum með einföldum hætti breytt leikreglum þannig að landsmenn geti framvegis búið við sömu lágu vexti og stöðugleika og nágrannar okkar í Evrópu. En eitt getur Alþingi gert strax sem: Lækkar verðbólgu úr 6,2% í 3,5% ? Lækkar stýrivexti Seðlabanka um helming? Lækkar vexti/greiðslubyrði sem nú sligar 60 þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja - um nær helming? Hvers vegna Alþingi er ekki löngu búið að hrinda þessari einföldu og jafnframt mikilvægu breytingu í framkvæmd er óskiljanlegt. Hvernig má vera að þingmenn allra flokka hafi ekki séð sóma sinn í að sameinast um velferð kjósenda sinna með þessum hætti? Það er ekki eins og það þurfi að vera átök um slíkt mál. Svona sjálfsögð og einföld er framkvæmdin: Húsnæðisverð tekið úr vísitölu neysluverðs: Gjörbreytt og bætt staða heimila og fyrirtækja Á einum degi getur Alþingi tekið sig saman og samþykkt að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs og lækkað þannig verðbólgu úr 6,2% í 3,5%. Áhrifin yrðu þau sem lýst er hér að ofan og því gríðarlegur léttir fyrir þau sextíu þúsund heimili og þúsundir fyrirtækja sem samkvæmt nýbirtri könnun ná ekki endum saman í dag og þurfa því að mæta vaxtaokinu með aukinni lántöku og tæma sparnað sinn. Slík tillaga er stutt og einföld: Húsnæðisverð verður ekki lengur í vísitölu neysluverðs. Tillaga þessi tekur gildi strax. Rökstuðningur með tillögunni er að sama skapi einfaldur. Húsnæðisverð er einfaldlega ekki í vísitölu neysluverðs hjá nágrannaþjóðum okkar. Svo einfalt er það. Fyrir kröfuharða sem vilja meiri lestur er hægt að vísa í skýrslu sem gerð var fyrir fjármálaráðuneytið og birt var snemma árs 2017. Skýrslan er svo ekki sé meira sagt afar fróðleg og höfundar hennar ekki síður en skýrslan heitir: FRAMTÍÐ ÍSLENSKRAR PENINGASTEFNU ENDURMAT Á RAMMA PENINGASTEFNUNNAR Höfundar eru: Ásgeir Jónsson núverandi Seðlabankastjóri Ásdís Kristjánsdóttir núverandi bæjarstjóri Kópavogs Illugi Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Tilvitnanir úr þessari skýrslu eru afgerandi þegar kemur að samsetningu vísitölu neysluverðs: „Starfshópurinn vill í þessu efni taka þá grundvallarafstöðu að húsnæðisverð eigi ekki heima í verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands og það eigi ekki að reyna að beita stýrivöxtum gegn fasteignaverði þegar vaxtamiðlunin er eins veik og raunin er. Til þess eru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Að mati starfshópsins þarf að skoða slíkar leiðir vel og vandlega.“ „Tillaga 5: Verðbólgumarkmið Seðlabanka skal áfram miða við 2,5% en sú vísitala sem markmiðið nær til skal ekki taka mið af kostnaði vegna eigin húsnæðis. Verðbólgumarkmið skal því undanskilja húsnæðisverð.“ Hér er því kominn ítarleg skýrsla, samin af sjálfum Seðlabankastjóra, núverandi bæjarstjóra Kópavogs og fyrrverandi ráðherra. Svo sjálfsagt mál væri þannig afgreitt - samdægurs. En stóra spurningin hlýtur að vera, af hverju er þetta ekki þegar orðið? Fyrir hverja eru þessir 63 þingmenn eiginlega að vinna? Hvernig má vera að ekki einn einasti þeirra hefur lagt fram frumvarp þessa efnis, þrátt fyrir jafn afgerandi fyrirliggjandi skýrslu og hér liggur til grundvallar? Skipta kjósendur engu máli? HVAR ER ALÞINGI? Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun