Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 08:02 Frá sjónvarpsfundinum sem sýnt var frá á ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Skandinavíu. Skjáskot/Dr.dk Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þátturinn, sem var sýndur þann 12. september, var upprunalega skipulagður af starfsmönnum danska ríkisútvarpsins (DR) en að honum komu einnig starfsmenn NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finnlandi. Ríkisútvarpi og utanríkisráðherra Íslands var ekki boðið að taka þátt. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra, hefur látið mikið til sín taka þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Þátturinn fjallaði um öryggismál á Norðurlöndum og stuðning ríkjanna fjögurra við Úkraínumenn. Á vef DR segir að markmiðið með umræðunni hafi meðal annars verið að svara spurningum um það hvort Norðurlönd væru örugg og var þess vegna haldinn þessi sameiginlega norræna umræða. Áhugasamir geta horft á þáttinn hér á vef DR. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Metta-Line Thorup, aðalritstjóri menningarumræðna hjá danska ríkisútvarpinu, DR, að þátttaka Íslands hefði verið til umræðu innan hópsins sem skipulagði umræðuna. „Málefni öryggis hefur orðið jafnvel enn erfiðara að takmarka við landamæri ríkja, og þá sérstaklega eftir að Norðurlöndin [Svíþjóð og Finnland] gengu í NATO. Þess vegna, hafði DR og „Debatten“ samband við systur-ritstjórnir okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, sem við höfum unnið með að þessu sameiginlega norræna verkefni „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns". Í því samhengi var þátttaka Íslands auðvitað til umræðu.“ Hins vegar hefði verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á öryggisástandið við Eystrasalt og breyttar aðstæður þar vegna innrásarinnar í Úkraínu og inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið. „Allar hliðar öryggis í Evrópu og á norðurslóðum eru mikilvægt umræðuefni þessa dagana og ég er viss um að áframhaldandi umræðu muni Ísland vera með, eins og svo oft áður,“ sagði Metta-Line Thorup. Norðurslóðir Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Vladimír Pútín Rússland Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þátturinn, sem var sýndur þann 12. september, var upprunalega skipulagður af starfsmönnum danska ríkisútvarpsins (DR) en að honum komu einnig starfsmenn NRK í Noregi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finnlandi. Ríkisútvarpi og utanríkisráðherra Íslands var ekki boðið að taka þátt. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra, hefur látið mikið til sín taka þegar kemur að innrás Rússa í Úkraínu. Þátturinn fjallaði um öryggismál á Norðurlöndum og stuðning ríkjanna fjögurra við Úkraínumenn. Á vef DR segir að markmiðið með umræðunni hafi meðal annars verið að svara spurningum um það hvort Norðurlönd væru örugg og var þess vegna haldinn þessi sameiginlega norræna umræða. Áhugasamir geta horft á þáttinn hér á vef DR. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Metta-Line Thorup, aðalritstjóri menningarumræðna hjá danska ríkisútvarpinu, DR, að þátttaka Íslands hefði verið til umræðu innan hópsins sem skipulagði umræðuna. „Málefni öryggis hefur orðið jafnvel enn erfiðara að takmarka við landamæri ríkja, og þá sérstaklega eftir að Norðurlöndin [Svíþjóð og Finnland] gengu í NATO. Þess vegna, hafði DR og „Debatten“ samband við systur-ritstjórnir okkar í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, sem við höfum unnið með að þessu sameiginlega norræna verkefni „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns". Í því samhengi var þátttaka Íslands auðvitað til umræðu.“ Hins vegar hefði verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á öryggisástandið við Eystrasalt og breyttar aðstæður þar vegna innrásarinnar í Úkraínu og inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið. „Allar hliðar öryggis í Evrópu og á norðurslóðum eru mikilvægt umræðuefni þessa dagana og ég er viss um að áframhaldandi umræðu muni Ísland vera með, eins og svo oft áður,“ sagði Metta-Line Thorup.
Norðurslóðir Danmörk Noregur Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Vladimír Pútín Rússland Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira