Sjúklingurinn þurfi að vera með í allri ákvörðunartöku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. september 2024 14:03 Marta Jóns Hjördísardóttir, talskona sjúklinga á Landspítala. Vísir/Sigurjón Talskona sjúklinga á Landspítala segir of algengt að umkvörtunum og ábendingum sjúklinga sé ekki nógu vel tekið í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisstarfsfólk þurfi að venja sig á að hlusta á skjólstæðinga sína og leyfa þeim að taka þátt í allri ákvörðunartöku um meðferð. Málþing um öryggi sjúklinga var haldið í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær. Meðal þeirra sem fluttu þar erindi var Marta Jóns Hjördísardóttir, talskona sjúklinga á Landspítala. Hún tók við embættinu í júní eftir ákall um að slíkt embætti væri full staða við spítalann. Þyrftum að vera fleiri „Ég vona að þetta sé vísir að einhverju stærra. Við myndum helst vilja hafa þjónustumiðstöð á Landspítala sem sinnti ábendingum og kvörtunum sjúklinga. Þá er mikilvægt að hafa í huga að mitt hlutverk er að vera talskona sjúklinga á Landspítala og ég starfa sem slík. Til framtíðar er væntanlega gott að það sé til staðar einhvers konar umboðsmaður sjúklinga sem starfar ekki inn á stofnuninni og er algjörleg hlutlaus gagnvart henni,“ segir Marta. Heilbrigðisstarfsfólk verði að hlusta Hún segist þegar hafa fengið talsvert af erindum til sín frá sjúklingum. „Það er alltaf verið að tala um það sama. Það er mikið álag, mikil bið. Fólk er oft orðið mjög þreytt og það er oft erfitt að vera sjúklingur þegar þú ert mjög lasin og það er mikið í gangi. Þá er erfitt að vera sífellt að berjast fyrir máli sínu,“ segir hún. Marta segir að hlutverk hennar sé að koma ábendingum og umkvörtunum sjúklinga á framfæri við heilbrigðisstarfsfólk. „Oft þegar sjúklingar segja eitthvað eða eru að tala um lyfin sín þá er þeim ekki tekið nægilega vel. Það er stór áskorun hjá öllu heilbrigðisstarfsfólki. Við verðum að fara úr þessu valdahlutverki sem við erum þjálfuð að vera í. Þar sem starfsmaðurinn er er að segja fólki til og hvað það eigi að gera. Heilbrigðisstarfsfólk á fyrst og fremst að hlusta opinskátt á sjúklinginn og hafa hann með í allri ákvörðunartöku og meðferð,“ segir hún. Marta telur að ábendingum sínum um bætt vinnubrögð á spítalanum verði vel tekið. „Ég vona að mér verði tekið vel. Mér hefur verið tekið vel hingað til. Við erum öll á leið í sömu átt. Á Landspítala stefnum við öll í sömu átt. Við ætlum að hlusta meira á sjúklinga og það er stefnan sem er verið að fara í og við fylgjum þeirri stefnu,“ segir Marta að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. 28. mars 2024 13:32 Sjúklingasamtök fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga Sjúklingasamtök og samtök heilbrigðisstarfsmanna fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga. Þau segja ekki vanþörf á því að sjúklingar á Íslandi geti leitað til utanaðkomandi aðila þegar þeir lenda á vegg í kerfinu og lýsa dæmum í umsögnum. 7. mars 2024 05:45 Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. 27. mars 2024 18:34 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Málþing um öryggi sjúklinga var haldið í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær. Meðal þeirra sem fluttu þar erindi var Marta Jóns Hjördísardóttir, talskona sjúklinga á Landspítala. Hún tók við embættinu í júní eftir ákall um að slíkt embætti væri full staða við spítalann. Þyrftum að vera fleiri „Ég vona að þetta sé vísir að einhverju stærra. Við myndum helst vilja hafa þjónustumiðstöð á Landspítala sem sinnti ábendingum og kvörtunum sjúklinga. Þá er mikilvægt að hafa í huga að mitt hlutverk er að vera talskona sjúklinga á Landspítala og ég starfa sem slík. Til framtíðar er væntanlega gott að það sé til staðar einhvers konar umboðsmaður sjúklinga sem starfar ekki inn á stofnuninni og er algjörleg hlutlaus gagnvart henni,“ segir Marta. Heilbrigðisstarfsfólk verði að hlusta Hún segist þegar hafa fengið talsvert af erindum til sín frá sjúklingum. „Það er alltaf verið að tala um það sama. Það er mikið álag, mikil bið. Fólk er oft orðið mjög þreytt og það er oft erfitt að vera sjúklingur þegar þú ert mjög lasin og það er mikið í gangi. Þá er erfitt að vera sífellt að berjast fyrir máli sínu,“ segir hún. Marta segir að hlutverk hennar sé að koma ábendingum og umkvörtunum sjúklinga á framfæri við heilbrigðisstarfsfólk. „Oft þegar sjúklingar segja eitthvað eða eru að tala um lyfin sín þá er þeim ekki tekið nægilega vel. Það er stór áskorun hjá öllu heilbrigðisstarfsfólki. Við verðum að fara úr þessu valdahlutverki sem við erum þjálfuð að vera í. Þar sem starfsmaðurinn er er að segja fólki til og hvað það eigi að gera. Heilbrigðisstarfsfólk á fyrst og fremst að hlusta opinskátt á sjúklinginn og hafa hann með í allri ákvörðunartöku og meðferð,“ segir hún. Marta telur að ábendingum sínum um bætt vinnubrögð á spítalanum verði vel tekið. „Ég vona að mér verði tekið vel. Mér hefur verið tekið vel hingað til. Við erum öll á leið í sömu átt. Á Landspítala stefnum við öll í sömu átt. Við ætlum að hlusta meira á sjúklinga og það er stefnan sem er verið að fara í og við fylgjum þeirri stefnu,“ segir Marta að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. 28. mars 2024 13:32 Sjúklingasamtök fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga Sjúklingasamtök og samtök heilbrigðisstarfsmanna fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga. Þau segja ekki vanþörf á því að sjúklingar á Íslandi geti leitað til utanaðkomandi aðila þegar þeir lenda á vegg í kerfinu og lýsa dæmum í umsögnum. 7. mars 2024 05:45 Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. 27. mars 2024 18:34 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. 28. mars 2024 13:32
Sjúklingasamtök fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga Sjúklingasamtök og samtök heilbrigðisstarfsmanna fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga. Þau segja ekki vanþörf á því að sjúklingar á Íslandi geti leitað til utanaðkomandi aðila þegar þeir lenda á vegg í kerfinu og lýsa dæmum í umsögnum. 7. mars 2024 05:45
Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. 27. mars 2024 18:34