Manninum er gefið að sök að nauðga konunni á meðan hún lá sofandi eða meðvitundarlítil í aftursæti bílsins og notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna áhrifa vímuefna, lyfja og svefndrunga.
Einnig er manninum gefið að sök að hafa án samþykkis eða vitneskju konunnar tekið athæfið upp og útbúið myndskeið úr því.
Konan krefst 3,5 milljón króna í skaðabætur. Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið, en þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.