Taugatýpísk forréttindi Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 18. september 2024 09:02 Hugmyndina um að mannrófið fúnkerar á ólíkum bylgjulengdum má taka mjög bókstaflega. Flest fólk er stillt á taugatýpíska-rás og ná fullkominni útsendingu af henni. Ef þetta fólk reynir að stilla sig á skynsegin-rás þá er sú rás mjög óskýr hjá þeim og mikill skruðningur. Til þess að skilja skynsegin-rás þyrfti að spyrja mjög margra spurninga til að reyna að fylla í allar eyðurnar. Það myndi kosta gífurlega orku að reyna að skilja hvað er í gangi á einhverri skynsegin-rás. Skiljanlega kjósa flestir taugatýpískir að halda sig bara á sínum rásum og spekúlera ekkert í skynsegin-rásunum. Prófum aðeins að ímynda okkur að meirihluti fólks fúnkeri á skynsegin-rás. Það væru gífurleg forréttindi að vera skynsegin. Ef atvinnuauglýsing óskar t.d. eftir starfsmanni með framúrskarandi félagsfærni, þá er að sjálfsögðu verið að meina skynsegin-félagsfærni. Í þessum heimi er mikið af fullorðnu taugatýpísku fólki andlega veikt. Flestir þeirra hafa ekki fengið greiningu á taugatýpísku rófi og því þurft að harka sig í gegnum lífið á skynsegin forsendum. Þeir glíma við allskyns geðræn vandamál sem eru fylgikvillar af því að reyna að passa inn í skynsegin samfélag. Þeir hafa margir lagt sig alla fram við að reyna að skilja þessar skynsegin-rásir en það er samt aldrei nógu gott. Væri það ekki hagur samfélagsins í heild bæði í raunveruleikanum og í þessum ímyndaða heimi ef fólk væri meðvitaðra um taugafjölbreytileika, fagnaði honum í stað þess að reyna að troða öllum í sama boxið? Innlögnum á geðdeild myndu fækka og það myndi spara hellings fé. Að auki væri þetta fólk að gefa af sér til samfélagsins í stað þess að vera veikt. Þau sem eru skynsegin eru alls ekkert síðri en hin taugatýpísku. Þau hafa bara ólíkar þarfir og samfélagið gæti gert svo miklu meira til að koma til móts við þær. Fögnum taugafjölbreytileika! Höfundur greinarinnar er skynsegin einhverf baráttukona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Hugmyndina um að mannrófið fúnkerar á ólíkum bylgjulengdum má taka mjög bókstaflega. Flest fólk er stillt á taugatýpíska-rás og ná fullkominni útsendingu af henni. Ef þetta fólk reynir að stilla sig á skynsegin-rás þá er sú rás mjög óskýr hjá þeim og mikill skruðningur. Til þess að skilja skynsegin-rás þyrfti að spyrja mjög margra spurninga til að reyna að fylla í allar eyðurnar. Það myndi kosta gífurlega orku að reyna að skilja hvað er í gangi á einhverri skynsegin-rás. Skiljanlega kjósa flestir taugatýpískir að halda sig bara á sínum rásum og spekúlera ekkert í skynsegin-rásunum. Prófum aðeins að ímynda okkur að meirihluti fólks fúnkeri á skynsegin-rás. Það væru gífurleg forréttindi að vera skynsegin. Ef atvinnuauglýsing óskar t.d. eftir starfsmanni með framúrskarandi félagsfærni, þá er að sjálfsögðu verið að meina skynsegin-félagsfærni. Í þessum heimi er mikið af fullorðnu taugatýpísku fólki andlega veikt. Flestir þeirra hafa ekki fengið greiningu á taugatýpísku rófi og því þurft að harka sig í gegnum lífið á skynsegin forsendum. Þeir glíma við allskyns geðræn vandamál sem eru fylgikvillar af því að reyna að passa inn í skynsegin samfélag. Þeir hafa margir lagt sig alla fram við að reyna að skilja þessar skynsegin-rásir en það er samt aldrei nógu gott. Væri það ekki hagur samfélagsins í heild bæði í raunveruleikanum og í þessum ímyndaða heimi ef fólk væri meðvitaðra um taugafjölbreytileika, fagnaði honum í stað þess að reyna að troða öllum í sama boxið? Innlögnum á geðdeild myndu fækka og það myndi spara hellings fé. Að auki væri þetta fólk að gefa af sér til samfélagsins í stað þess að vera veikt. Þau sem eru skynsegin eru alls ekkert síðri en hin taugatýpísku. Þau hafa bara ólíkar þarfir og samfélagið gæti gert svo miklu meira til að koma til móts við þær. Fögnum taugafjölbreytileika! Höfundur greinarinnar er skynsegin einhverf baráttukona
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar