Hvað hefur Ísland gert? Katla Þorvaldsdóttir skrifar 18. september 2024 10:31 WHO tilkynnti í vor að 9000 slasaðir eða alvarlega veikir einstaklingar í Gaza séu í bráðri þörf á læknisþjónustu. Evrópuráðið biðlaði til samstöðu Evrópuþjóða með því að taka á móti hluta af þeim sjúklingum. Óskað var eftir að löndin tæki á móti 109 alvarlega slösuðum og veikum börnum frá Gaza sem eru í bráðri þörf á meðferð. Egyptaland hefur veitt aðstoð og hlúið að þeim 4000 sjúklingum sem hafa verið fluttir yfir landamærin við Rafah, en það er ómögulegt fyrir Egyptaland að bera allan þungann eitt og sér. Önnur miðausturlönd eins og Quatar, Jórdanía og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin hafa einnig tekið á móti sjúklingum i hundraðatali. En það er ekki nóg. Það er ekki nóg þegar 100,000 einstaklingar hafa slasast. Það er ekki nóg þegar það eru aðeins 10 spítalar eftir, sem geta einungis boðið upp á lágmarksþjónustu. Það er ekki nóg þegar um 500 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið drepnir. Það er ekki nóg þegar 70% heimila hafa verið eyðilögð og slasaðir og veikir einstaklingar þurfa að búa við óviðunnandi aðstæður. Það er ekki nóg þótt að stríðið myndi enda í dag því það mun taka marga áratugi að vinda ofan af þeim skaða sem Ísrael hefur valdið. En hvað hefur Evrópa gert? Lönd eins og Belgía, Slóvakía, Rúmenía, Ítalía, Luxembúrg, Malta, Spánn og nú síðast frændþjóð okkar Noregur hafa tekið á móti eða samþykkt að taka á móti nokkrum palestínskum sjúklingum. Þetta eru ekki margir einstaklingar sem hvert land hefur tekið, nokkrir tugir, en það er þó eitthvað. Spánn hefur tekið á móti 16 börnum og fjölskyldum þeirra. En hvað höfum við Íslendingar gert? Við tökum ekki á móti veikum palestínskum börnum heldur sendum þau burt. Það stendur til að senda Yazan, 11 ára langveikt barn frá Palestínu, úr landi! Yazan hefur búið á Íslandi í eitt ár, lært íslensku og eignast vini en mikilvægast af öllu hefur hann fengið lífsnauðsynlega meðferð gegn ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómnum Duchenne. Þann 16. september var Yazan vakin um miðja nótt og hann fluttur á Keflavíkurflugvöll þar sem senda átti hann till Spánar. Eftir átta klukkustunda frelsissviptingu, var brottvísunni afstýrt. Það kviknaði lítil von um að kanski hefði dómsmálaráðherra skyndilega fundið sína samvisku, áttað sig á að við erum ekki þjóð sem berum út langveikt barn af sjúkrastofnun í skjóli nætur. En nei, því miður var það ekki ástæðan og enn stendur til að senda Yazan og fjölskyldu úr landi. Það er þó ekki of seint að hætta við. Ísland getur gert svo miklu miklu betur. Við erum ríkt land með góða heilbriðgisþjónustu og ættum því að svara kalli Evópuráðsins, taka á móti veikum palestínskum börnum en ekki rjúfa meðferð þeirra og senda þau burt. Yazan á skilið gott líf og hann á heima hér. Höfundur er heilbrigðisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
WHO tilkynnti í vor að 9000 slasaðir eða alvarlega veikir einstaklingar í Gaza séu í bráðri þörf á læknisþjónustu. Evrópuráðið biðlaði til samstöðu Evrópuþjóða með því að taka á móti hluta af þeim sjúklingum. Óskað var eftir að löndin tæki á móti 109 alvarlega slösuðum og veikum börnum frá Gaza sem eru í bráðri þörf á meðferð. Egyptaland hefur veitt aðstoð og hlúið að þeim 4000 sjúklingum sem hafa verið fluttir yfir landamærin við Rafah, en það er ómögulegt fyrir Egyptaland að bera allan þungann eitt og sér. Önnur miðausturlönd eins og Quatar, Jórdanía og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin hafa einnig tekið á móti sjúklingum i hundraðatali. En það er ekki nóg. Það er ekki nóg þegar 100,000 einstaklingar hafa slasast. Það er ekki nóg þegar það eru aðeins 10 spítalar eftir, sem geta einungis boðið upp á lágmarksþjónustu. Það er ekki nóg þegar um 500 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið drepnir. Það er ekki nóg þegar 70% heimila hafa verið eyðilögð og slasaðir og veikir einstaklingar þurfa að búa við óviðunnandi aðstæður. Það er ekki nóg þótt að stríðið myndi enda í dag því það mun taka marga áratugi að vinda ofan af þeim skaða sem Ísrael hefur valdið. En hvað hefur Evrópa gert? Lönd eins og Belgía, Slóvakía, Rúmenía, Ítalía, Luxembúrg, Malta, Spánn og nú síðast frændþjóð okkar Noregur hafa tekið á móti eða samþykkt að taka á móti nokkrum palestínskum sjúklingum. Þetta eru ekki margir einstaklingar sem hvert land hefur tekið, nokkrir tugir, en það er þó eitthvað. Spánn hefur tekið á móti 16 börnum og fjölskyldum þeirra. En hvað höfum við Íslendingar gert? Við tökum ekki á móti veikum palestínskum börnum heldur sendum þau burt. Það stendur til að senda Yazan, 11 ára langveikt barn frá Palestínu, úr landi! Yazan hefur búið á Íslandi í eitt ár, lært íslensku og eignast vini en mikilvægast af öllu hefur hann fengið lífsnauðsynlega meðferð gegn ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómnum Duchenne. Þann 16. september var Yazan vakin um miðja nótt og hann fluttur á Keflavíkurflugvöll þar sem senda átti hann till Spánar. Eftir átta klukkustunda frelsissviptingu, var brottvísunni afstýrt. Það kviknaði lítil von um að kanski hefði dómsmálaráðherra skyndilega fundið sína samvisku, áttað sig á að við erum ekki þjóð sem berum út langveikt barn af sjúkrastofnun í skjóli nætur. En nei, því miður var það ekki ástæðan og enn stendur til að senda Yazan og fjölskyldu úr landi. Það er þó ekki of seint að hætta við. Ísland getur gert svo miklu miklu betur. Við erum ríkt land með góða heilbriðgisþjónustu og ættum því að svara kalli Evópuráðsins, taka á móti veikum palestínskum börnum en ekki rjúfa meðferð þeirra og senda þau burt. Yazan á skilið gott líf og hann á heima hér. Höfundur er heilbrigðisverkfræðingur.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun