Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 09:45 Myndbönd af stærðarinnar sprengingum í vopnageymslunni hafa verið í dreifingum á samfélagsmiðlum í Rússlandi í nótt og í morgun. Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. Vopnageymslan var nærri bænum Toropets í Rússlandi og hafa byggðir nærri henni verið rýmdar, að sögn ríkisstjóra héraðsins. Hann heldur því fram að allir drónar hafi verið skotnir niður og að brak frá þeim hafi kveikt elda sem ollu sprengingunum. Engar fregnir hafa borist af mannfalli, enn sem komið er. Ammunition in a major Russian storage facility in the Tver region northwest of Moscow, explodes inside Russia instead of killing Ukrainians, as a result of an overnight Ukrainian drone strike. Footage from local channels. pic.twitter.com/F5DYp3Uds4— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) September 18, 2024 Í frétt Reuters segir að ríkismiðlar Rússlands hafi greint frá því árið 2018 að umrædd vopnageymsla hafi verið stækkuð og hún útbúin fyrir eldflaugar, sprengiflaugar og sprengiefni og átti vopnageymslan að þola alls konar árásir. Upprunalega sprengingin og seinni sprengingar voru svo stórar að íbúar á svæðinu spurðu á samfélagsmiðlum hvort að kjarnorkuvopni hafi mögulega verið beitt. Additional footage of the massive secondary explosion at Russia's 107th GRAU Arsenal in Toropets after a successful Ukrainian drone attack earlier tonight. The large Russsian missile and ammunition storage facility suffered multiple explosions. pic.twitter.com/HlnaD0dqM3— OSINTtechnical (@Osinttechnical) September 18, 2024 Úkraínska fréttaveitan RBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að leyniþjónusta úkraínska hersins hafi komið að árásinni. Þá segir miðillinn að Úkraínumenn hafi notast við rúmlega hundrað sjálfsprengidróna við árásina á vopnageymsluna, sem er í um 500 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands gaf út í morgun að 54 úkraínskir drónar hefðu verið skotnir niður yfir fimm héruðum Rússlands í nótt. Bryansk, Kúrsk, Oryol, Smolensk og Belgorod, samkvæmt frétt BBC. Tver-hérað er ekki nefnt í þessari yfirlýsingu. Yfirvöld á svæðinu hafa sagt íbúum að birta ekki myndefni af vopnageymslunni. The governor of the Tver region issued an official statement following the arsenal strike in Toropets. Amid the sound of exploding shells, he reassured the public that "work is proceeding according to plan," though he conspicuously avoided directly mentioning the target of the… pic.twitter.com/7kTJpt3zsR— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) September 18, 2024 Hér að neðan má sjá kort af Toropets en við hlið bæjarins má sjá vopnageymsluna sem um ræðir. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Microsoft segir rússneskt tröllabú á bak við falsáróður um Harris Rannsóknir Microsoft hafa leitt í ljós að „tröllabúið“ Storm-1516, rússneskur hópur tölvuþrjóta hliðhollur stjórnvöldum í Moskvu, sé að baki myndskeiði þar sem Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er sökuð um að hafa ekið á stúlku og svo á brott. 18. september 2024 07:49 Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið. 13. september 2024 06:55 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Vopnageymslan var nærri bænum Toropets í Rússlandi og hafa byggðir nærri henni verið rýmdar, að sögn ríkisstjóra héraðsins. Hann heldur því fram að allir drónar hafi verið skotnir niður og að brak frá þeim hafi kveikt elda sem ollu sprengingunum. Engar fregnir hafa borist af mannfalli, enn sem komið er. Ammunition in a major Russian storage facility in the Tver region northwest of Moscow, explodes inside Russia instead of killing Ukrainians, as a result of an overnight Ukrainian drone strike. Footage from local channels. pic.twitter.com/F5DYp3Uds4— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) September 18, 2024 Í frétt Reuters segir að ríkismiðlar Rússlands hafi greint frá því árið 2018 að umrædd vopnageymsla hafi verið stækkuð og hún útbúin fyrir eldflaugar, sprengiflaugar og sprengiefni og átti vopnageymslan að þola alls konar árásir. Upprunalega sprengingin og seinni sprengingar voru svo stórar að íbúar á svæðinu spurðu á samfélagsmiðlum hvort að kjarnorkuvopni hafi mögulega verið beitt. Additional footage of the massive secondary explosion at Russia's 107th GRAU Arsenal in Toropets after a successful Ukrainian drone attack earlier tonight. The large Russsian missile and ammunition storage facility suffered multiple explosions. pic.twitter.com/HlnaD0dqM3— OSINTtechnical (@Osinttechnical) September 18, 2024 Úkraínska fréttaveitan RBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að leyniþjónusta úkraínska hersins hafi komið að árásinni. Þá segir miðillinn að Úkraínumenn hafi notast við rúmlega hundrað sjálfsprengidróna við árásina á vopnageymsluna, sem er í um 500 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands gaf út í morgun að 54 úkraínskir drónar hefðu verið skotnir niður yfir fimm héruðum Rússlands í nótt. Bryansk, Kúrsk, Oryol, Smolensk og Belgorod, samkvæmt frétt BBC. Tver-hérað er ekki nefnt í þessari yfirlýsingu. Yfirvöld á svæðinu hafa sagt íbúum að birta ekki myndefni af vopnageymslunni. The governor of the Tver region issued an official statement following the arsenal strike in Toropets. Amid the sound of exploding shells, he reassured the public that "work is proceeding according to plan," though he conspicuously avoided directly mentioning the target of the… pic.twitter.com/7kTJpt3zsR— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) September 18, 2024 Hér að neðan má sjá kort af Toropets en við hlið bæjarins má sjá vopnageymsluna sem um ræðir.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Microsoft segir rússneskt tröllabú á bak við falsáróður um Harris Rannsóknir Microsoft hafa leitt í ljós að „tröllabúið“ Storm-1516, rússneskur hópur tölvuþrjóta hliðhollur stjórnvöldum í Moskvu, sé að baki myndskeiði þar sem Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er sökuð um að hafa ekið á stúlku og svo á brott. 18. september 2024 07:49 Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið. 13. september 2024 06:55 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Microsoft segir rússneskt tröllabú á bak við falsáróður um Harris Rannsóknir Microsoft hafa leitt í ljós að „tröllabúið“ Storm-1516, rússneskur hópur tölvuþrjóta hliðhollur stjórnvöldum í Moskvu, sé að baki myndskeiði þar sem Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, er sökuð um að hafa ekið á stúlku og svo á brott. 18. september 2024 07:49
Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Á meðan Rússar sækja fram í austurhluta Úkraínu og reyna að ná tökum á öllu Donbas-svæðinu, hafa Úkraínumenn sótt fram í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Hægt hefur á sóknum Rússa í Donbas en úkraínskir hermenn eru í mjög varhugaverðri stöðu þar, vegna yfirburða Rússa varðandi mannafla og skotfæri fyrir stórskotalið. 13. september 2024 06:55