„Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2024 16:47 Diljá fór háðuglegum orðum um jafnlaunavottunina, sem hún sagði séríslenskt apparat sem gárungarnir kalli gjarnan láglaunavottun. Diljá sagði um vitagagnslaust en rándýr fyrirbæri að ræða. vísir/vilhelm Diljá Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, notaði tækifærið á alþjóðlega jafnlaunadeginum, sem er í dag, til að fara hinum háðulegustu orðum um hina séríslensku jafnlaunavottun. Hún sagði jafnlaunavottunina kostnaðarsama og vitagagnslausa. Diljá var meðal þeirra sem tók til máls undir dagskrárliðnu störf þingsins. Hún sagði að í tilefni alþjóðlega jafnlaunadagsins væri rétt að ræða „hið kostnaðarsama, áhrifalausa og séríslenska apparat jafnaunavottun. Sérstakt hugarfóstur og arfleifð Viðreisnar í íslensku atvinnulífi.“ Ódýr dyggðaskreyting Þingmaðurinn rifjaði upp að á Íslandi hafi jafnlaunavottun verið lögfest: „Við höfum lögfest hér séríslenskt apparat, sem engum öðrum í heiminum dettur í hug að gera, sem skyldar íslensk fyrirtæki, jafnvel lítil fyrirtæki, til að undirgangast vottunarferli sem á að koma í veg fyrir launamisrétti kynjanna.“ Helst var á Diljá að skilja að því sem eitt sinn hafi verið komið á verði ekki svo hæglega til baka tekið. Hún sagði að við lagasetninguna hafi ekki bólað á neinum áhugi á kostnaðinum sem þessu fylgdi fyrir íslenskt atvinnulíf, í raun hafi lítill áhugi verið á því að jafnlaunavottunin skilaði sínu heldur væri hér um ódýra dyggðaskreytingu að ræða sem fáir vilji vita af. „Ég hef hins vegar áhuga og ber umhyggju fyrir íslensku atvinnulífi og lagði því fram fyrirspurn fyrir nokkru um árangurinn af þessari vottun. Og viti menn. Enginn marktækur munur mælist á kynbundnum launamun hjá þeim aðilum sem fá jafnlaunavottun og hinum sem gera það ekki.“ Vottunin algerlega gagnslaus Diljá hélt ódeig áfram, sagði reyndar hafa dregið mjög úr kynbundnum launamuni hér á undanförnum árum og áratugum. Sem sé jákvætt, en það hafi bara ekkert með jafnlaunavottun að gera. „Vottunin hefur reyndar verið kölluð láglaunavottun af gárungunum. Við höfum líka meðal annars fylgst með baráttu íslenskra kvenlækna á Landspítalanum sem flettu ofan af launamisrétti þar. Stofnun sem er auðvitað jafnlaunavottuð af ríkinu!“ Diljá tilkynnti að Sjálfstæðismenn hafi nú aftur lagt fram þingmál þess efnis að „jafnlaunavottun verði valkvæð dyggðaskreyting, ekki lögbundin skylda. Jafnlaunavottun er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri.“ Diljá sagði að lokum þá stjórnmálamenn sem viðurkenni að þeir hafi rangt fyrir sér meiri menn fyrir vikið og vonandi gerist það við meðferð og afgreiðslu málsins. Öll séu þau sammála um markmiðið, spurningin sé um að fara réttu leiðina að því. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Jafnréttismál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Diljá var meðal þeirra sem tók til máls undir dagskrárliðnu störf þingsins. Hún sagði að í tilefni alþjóðlega jafnlaunadagsins væri rétt að ræða „hið kostnaðarsama, áhrifalausa og séríslenska apparat jafnaunavottun. Sérstakt hugarfóstur og arfleifð Viðreisnar í íslensku atvinnulífi.“ Ódýr dyggðaskreyting Þingmaðurinn rifjaði upp að á Íslandi hafi jafnlaunavottun verið lögfest: „Við höfum lögfest hér séríslenskt apparat, sem engum öðrum í heiminum dettur í hug að gera, sem skyldar íslensk fyrirtæki, jafnvel lítil fyrirtæki, til að undirgangast vottunarferli sem á að koma í veg fyrir launamisrétti kynjanna.“ Helst var á Diljá að skilja að því sem eitt sinn hafi verið komið á verði ekki svo hæglega til baka tekið. Hún sagði að við lagasetninguna hafi ekki bólað á neinum áhugi á kostnaðinum sem þessu fylgdi fyrir íslenskt atvinnulíf, í raun hafi lítill áhugi verið á því að jafnlaunavottunin skilaði sínu heldur væri hér um ódýra dyggðaskreytingu að ræða sem fáir vilji vita af. „Ég hef hins vegar áhuga og ber umhyggju fyrir íslensku atvinnulífi og lagði því fram fyrirspurn fyrir nokkru um árangurinn af þessari vottun. Og viti menn. Enginn marktækur munur mælist á kynbundnum launamun hjá þeim aðilum sem fá jafnlaunavottun og hinum sem gera það ekki.“ Vottunin algerlega gagnslaus Diljá hélt ódeig áfram, sagði reyndar hafa dregið mjög úr kynbundnum launamuni hér á undanförnum árum og áratugum. Sem sé jákvætt, en það hafi bara ekkert með jafnlaunavottun að gera. „Vottunin hefur reyndar verið kölluð láglaunavottun af gárungunum. Við höfum líka meðal annars fylgst með baráttu íslenskra kvenlækna á Landspítalanum sem flettu ofan af launamisrétti þar. Stofnun sem er auðvitað jafnlaunavottuð af ríkinu!“ Diljá tilkynnti að Sjálfstæðismenn hafi nú aftur lagt fram þingmál þess efnis að „jafnlaunavottun verði valkvæð dyggðaskreyting, ekki lögbundin skylda. Jafnlaunavottun er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri.“ Diljá sagði að lokum þá stjórnmálamenn sem viðurkenni að þeir hafi rangt fyrir sér meiri menn fyrir vikið og vonandi gerist það við meðferð og afgreiðslu málsins. Öll séu þau sammála um markmiðið, spurningin sé um að fara réttu leiðina að því.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Jafnréttismál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira