Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2024 23:02 Ívar Orri Kristjánsson dómari lyfti gula spjaldinu fjórum sinnum á loft í leik Breiðabliks og HK. Fékk Damir Muminovic eitt þeirra og er kominn í leikbann. Vísir/Viktor Freyr „Damir var ekki í liðinu, hvað var hann að brasa?“ spurði Gummi Ben þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason í síðasta þætti Stúkunnar en Damir kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í sigri Breiðabliks á HK í 22. umferð Bestu deildar karla. „Það er góð spurning. Ég veit ekki hvort við eigum að vera með einhverjar fullyrðingar hérna en hann er á þremur gulum spjöldum og það er alveg pottþétt að hann veit það. Þarna er hann að fagna með liðinu, þarna er hann að rífa kjaft þegar hann er að hita upp og gera sig stóran,“ sagði Lárus Orri og hélt áfram. „Svo kemur hann inn á 86. mínútu, í bakvörð. Arnór Sveinn (Aðalsteinsson) er á bekknum, hann hefði getað leyst bakvörðinn. Örfáum sekúndum seinna var hann búinn að fara í fyrstu tæklinguna, náði ekki gulu spjaldi þar en bætti þessari tæklingu við, fékk gula spjaldið og er kominn í bann.“ „Hann vildi vera í banni. Hann heldur að hann hafi verið sendur inn á því hann var ekki kominn með fjórða gula spjaldið,“ sagði Gummi áður en Lárus Orri fékk orðið að nýju. „Það voru allskonar hlutir í gangi. Hann var hlaupandi að bekknum, talandi við markmanninn, rífandi kjaft í horninu, allt í einu var hann mættur að fagna með liðinu. Ég veit ekki hvort hann sé enn meiddur, þurfi lengri tíma til að jafna sig og því náð sér í gula spjaldið.“ „Ef Blikar eru með einhverjar pælingar um að það sé best að vera í banni í einhverjum ákveðnum leikjum þá eru þeir að spila mjög hættulegan leik finnst mér.“ Klippa: Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ „Maður hefur heyrt bæði. Að hann sé enn að glíma við smá meiðsli og þá sé betra að taka leikbannið út meðan hann jafnar sig,“ sagði Albert Brynjar áður en hann átti svo lokaorðið. „Ég vil sjá dómara, þegar þeir átta sig á þessari stöðu, sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald.“ Innslag Stúkunnar má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 John Cena hættur að glíma Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Það er góð spurning. Ég veit ekki hvort við eigum að vera með einhverjar fullyrðingar hérna en hann er á þremur gulum spjöldum og það er alveg pottþétt að hann veit það. Þarna er hann að fagna með liðinu, þarna er hann að rífa kjaft þegar hann er að hita upp og gera sig stóran,“ sagði Lárus Orri og hélt áfram. „Svo kemur hann inn á 86. mínútu, í bakvörð. Arnór Sveinn (Aðalsteinsson) er á bekknum, hann hefði getað leyst bakvörðinn. Örfáum sekúndum seinna var hann búinn að fara í fyrstu tæklinguna, náði ekki gulu spjaldi þar en bætti þessari tæklingu við, fékk gula spjaldið og er kominn í bann.“ „Hann vildi vera í banni. Hann heldur að hann hafi verið sendur inn á því hann var ekki kominn með fjórða gula spjaldið,“ sagði Gummi áður en Lárus Orri fékk orðið að nýju. „Það voru allskonar hlutir í gangi. Hann var hlaupandi að bekknum, talandi við markmanninn, rífandi kjaft í horninu, allt í einu var hann mættur að fagna með liðinu. Ég veit ekki hvort hann sé enn meiddur, þurfi lengri tíma til að jafna sig og því náð sér í gula spjaldið.“ „Ef Blikar eru með einhverjar pælingar um að það sé best að vera í banni í einhverjum ákveðnum leikjum þá eru þeir að spila mjög hættulegan leik finnst mér.“ Klippa: Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ „Maður hefur heyrt bæði. Að hann sé enn að glíma við smá meiðsli og þá sé betra að taka leikbannið út meðan hann jafnar sig,“ sagði Albert Brynjar áður en hann átti svo lokaorðið. „Ég vil sjá dómara, þegar þeir átta sig á þessari stöðu, sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald.“ Innslag Stúkunnar má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 John Cena hættur að glíma Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira