De Rossi hafði gert fína hluti með Roma eftir að hann tók við af José Mourinho. Eftir slaka byrjun á leiktíðinni var hann hins vegar látinn taka poka sinn og virðist sem leik félagsins að nýjum þjálfara hafi þegar verið hafin miðað við hversu stuttan tíma hún tók.
Ivan Juric è il nuovo responsabile tecnico dell'#ASRoma
— AS Roma (@OfficialASRoma) September 18, 2024
📄 https://t.co/pNTrbkqsmz pic.twitter.com/2yXIGsy2JM
Hin 49 ára gamli Juric kemur frá Króatíu en hefur lengi vel þjálfað á Ítalíu. Hann hefur í þrígang verið þjálfari Genoa en stýrði Torino síðast. Hann hefur einnig þjálfað Hellas Verona og verið aðstoðarþjálfari hjá Inter og Palermo.
Samningur Juric gildir aðeins út yfirstandandi tímabil.