Erlent

Átta ára tók fjölskyldubílinn, ók í Target og fékk sér frappó

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stúlkan fannst í verslun Target, að drekka frappó úr Starbucks.
Stúlkan fannst í verslun Target, að drekka frappó úr Starbucks. Getty/Gado/Smith Collection

Lögregluyfirvöldum í Bedford í Ohio í Bandaríkjunum bárust tilkynningar á sunnudag um átta ára stúlku og fjölskyldubifreið sem var saknað og ökumann sem ók fremur furðulega.

Tilkynningarnar reyndust tengdar.

Fyrri tilkynningin barst rétt fyrir klukkan níu á sunnudagsmorgun þegar móðir hafði samband við 911 og tilkynnti að átta ára dóttir sín væri týnd. Þá sagði hún að fjölskyldubifreiðin, Nissan Rogue, væri einnig horfin.

Stúlkan sást síðast um klukkan sjö sama morgun.

Nágranni sá á öryggismyndavél sinni og gat upplýst lögreglu um að stúlkan hefði farið inn í bifreiðna og ekið á brott. Á svipuðum tíma barst tilkynning um ökumann í ökutæki sem svipaði til Rogue bifreiðarinnar en tilkynnandinn, Justin Kimery, sagðist telja að ökumaðurinn væri veikur eða undir áhrifum.

Kimery fylgdist með bifreiðinni á meðan hann ræddi við 911 og reyndi að sjá inn í Rogue bifreiðina þegar hún ók framhjá. Hann gat hins vegar varla séð ökumanninn vegna hæðar hans. Hann reyndi að gefa viðkomandi merki um að hægja sér eða stoppa en ökumaðurinn hélt bara áfram.

Það var ekki fyrr en seinna sem hann komst að því að ökumaðurinn var átta ára stúlka.

Það voru lögregluyfirvöld í nágrannabænum Bainbridge sem fundu bifreiðina að lokum, tveimur tímum síðar, fyrir utan Target. Stúlkan var inni í versluninni og hafði fengið sér frappuchino í Starbucks.

Hún játaði fyrir lögreglu að hafa ekið á póstkassa á leiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×