Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2024 07:19 Vance hefur viðurkennt að gæludýraátið sé aðeins orðrómur en Trump heldur áfram að halda því fram að hælisleitendur séu að éta hunda og ketti nágranna sinna. AP/Yuki Iwamura Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. Springfield komst í fréttirnar þegar bæði Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance héldu því fram að hælisleitendur frá Haítí væru að buga innviði borgarinnar og drepa og borða gæludýr íbúa. Staðhæfing Vance þess efnis hafði raunar þegar verið afsönnuð þegar Trump endurtók hana í kappræðum sínum við Kamölu Harris, varaforseta og forsetaefni Demókrataflokksins. Hið rétta er að stór meirihluti umræddra íbúa frá Haítí eru löglegir innflytjendur en þeir hafa sætt áreiti og ofsóknum frá því að orðrómurinn um gæludýraátið fór af stað í netheimum. Ríkisstjórinn Mike DeWine og borgarstjórinn Rob Rue segja undirbúning hafinn fyrir heimsókn Trump, jafnvel þótt teymi forsetaframbjóðandans hafi ekki staðfest að það sé sannarlega von á honum í heimsókn. Trump er þekktur fyrir yfirlýsingar sem virðast svo gleymast, þannig að óvíst þykir hvort hann muni raunverulega heimsækja borgina, ekki síst með tilliti til þess hversu mikil spenna hefur skapast þar. DeWine hefur sjálfur ítrekað að hann muni halda áfram að leiðrétta rangar staðhæfingar Trump og Rue hefur tekið sér vald til að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi íbúa. „Mér finnst þetta ekki góð hugmynd,“ segir Sue Call, 75 ára, í samtali við New York Times. Fyrir manneskju af þessu kalíberi að vera að endurtaka orðróm? Þetta særði marga,“ bætir hún við. „Ég tel það væri gott ef verðandi forseti kæmi hingað að sjá hvaða áhrif fólkið frá Haítí og er að hafa og hvernig þarf að laga þetta,“ segir Dave Ryan, 46 ára. „Haítibúarnir hafa áhrif á alla. Fólk er hrætt. Lífsmáti þeirra er ólíkur okkar.“ Presturinn Silencieux, innflytjandi frá Haítí, segir athyglina vegna ummæla Trump og Vance hafa verið erfiða. „Við erum hrædd við að fara út. Okkur hafa borist mikið af hótunum, líkamlegum og munnlegum.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Sjá meira
Springfield komst í fréttirnar þegar bæði Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance héldu því fram að hælisleitendur frá Haítí væru að buga innviði borgarinnar og drepa og borða gæludýr íbúa. Staðhæfing Vance þess efnis hafði raunar þegar verið afsönnuð þegar Trump endurtók hana í kappræðum sínum við Kamölu Harris, varaforseta og forsetaefni Demókrataflokksins. Hið rétta er að stór meirihluti umræddra íbúa frá Haítí eru löglegir innflytjendur en þeir hafa sætt áreiti og ofsóknum frá því að orðrómurinn um gæludýraátið fór af stað í netheimum. Ríkisstjórinn Mike DeWine og borgarstjórinn Rob Rue segja undirbúning hafinn fyrir heimsókn Trump, jafnvel þótt teymi forsetaframbjóðandans hafi ekki staðfest að það sé sannarlega von á honum í heimsókn. Trump er þekktur fyrir yfirlýsingar sem virðast svo gleymast, þannig að óvíst þykir hvort hann muni raunverulega heimsækja borgina, ekki síst með tilliti til þess hversu mikil spenna hefur skapast þar. DeWine hefur sjálfur ítrekað að hann muni halda áfram að leiðrétta rangar staðhæfingar Trump og Rue hefur tekið sér vald til að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi íbúa. „Mér finnst þetta ekki góð hugmynd,“ segir Sue Call, 75 ára, í samtali við New York Times. Fyrir manneskju af þessu kalíberi að vera að endurtaka orðróm? Þetta særði marga,“ bætir hún við. „Ég tel það væri gott ef verðandi forseti kæmi hingað að sjá hvaða áhrif fólkið frá Haítí og er að hafa og hvernig þarf að laga þetta,“ segir Dave Ryan, 46 ára. „Haítibúarnir hafa áhrif á alla. Fólk er hrætt. Lífsmáti þeirra er ólíkur okkar.“ Presturinn Silencieux, innflytjandi frá Haítí, segir athyglina vegna ummæla Trump og Vance hafa verið erfiða. „Við erum hrædd við að fara út. Okkur hafa borist mikið af hótunum, líkamlegum og munnlegum.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila