Frumvarpið var samþykkt í kjölfar tveggja banatilræða gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, en það var samþykkt með 405 atkvæðum gegn engu, samkvæmt frétt CNN.
Lífvarðaþjónustan hefur setið undir mikilli gagnrýni vegna þeirra og annarra hneykslismála á undanförnum árum.
Sjá einnig: Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu
Örlög frumvarpsins í öldungadeildinni þykja óljós en þar . Demókratar eru með nauman meirihluta þar en nokkrir þingmenn flokksins hafa bent á að Trump sé þegar með aukna öryggisgæslu. Joe Biden, forseti, skipaði forsvarsmönnum Lífvarðaþjónustunnar strax í sumar að auka gæslu Repúblikanans.
Þingmenn hafa að undanförnu átt í viðræðum við forsvarsmenn Lífvarðaþjónustunnar um það hvort þörf sé á auknum fjármunum. Einhverjir eru þó þeirrar skoðunar að stofnunin hafi lengi verið illa rekin.
AP fréttaveitan hefur eftir Chris Murphy, öldungadeildarþingmanni Demókrataflokksins sem leiðir undirnefndinni sem vaktar Lífvarðaþjónustuna, sagði þingmenn þurfa að tryggja að ef frekari fjármunum yrði veitt til stofnunarinnar þyrfti að tryggja að þeir peningar myndu hjálpa stofnuninni í aðdraganda kosninganna.
Hægt væri að fjárfesta í nýrri tækni eins og drónum og í bættum samskiptaleiðum með öðrum löggæslustofnunum. Þá væri hægt að nota þá til að greiða aukna yfirvinnu starfsmanna.