Hvers vegna að fella ísbirni? Bjarki Sigurðsson skrifar 20. september 2024 22:31 Þorvaldur Þór Björnsson er hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun. Vísir/Vilhelm Ísbjörninn sem kom á land á Hornströndum í gær var birna, líklegast tveggja eða þriggja vetra. Birnan var ekki í góðum holdum þegar hún kom hingað á land. Líklega hafði aðeins reynt á fituforðann síðustu daga. Kona á níræðisaldri í sumarhúsi tilkynnti lögreglu um birnuna sem var felld nokkrum tímum síðar. Koma ísbjarna á íslenska grundu vekur ávallt mikla athygli. Húnninn í gær kom upp á land við Höfðaströnd á Hornströndum. Fyrir það kom síðast hingað stálpuð birna sumarið 2016 og þar á undan björn árið 2011. Bæði dýr voru felld. Lítill björn sem gekk á land janúar 2010 á Þistilfirði var einnig felldur. Tvö dýr komu svo á land 2008 með einungis tveggja vikna millibili. Fyrri björninn var felldur í byrjun júní. Sú ákvörðun þótti afar umdeild og þegar annar björn kom á land tveimur vikum síðar var ákveðið að reyna að svæfa hann og flytja hann úr landi. Novator, félag Björgólfs Thors, bauðst til þess að greiða fyrir flutninginn og hingað til lands kom danskur sérfræðingur með ísbjarnabúr. Sá þurfti að komast í þrjátíu metra fjarlægð frá birninum til að svæfa hann en á leið sinni nær truflaðist björninn og stefndi í átt að hafi. Því var ákveðið að fella hann líka. Eftir þetta hefur ekki verið reynt að svæfa björn en í skýrslu sem starfshópur skilaði af sér eftir málin tvö segir að vænlegasti kosturinn fyrir íslensku þjóðina sé að fella dýrin. En hvers vegna er verið að fella dýrin? „Þó við myndum svæfa það, sem þarf að gerast við alveg sérstök skilyrði því ef þú skýtur deyfilyfi í dýr sem er stressað, þá virkar kannski ekki sprautan og ef hún virkar og það ofhitnar, þá drepst dýrið úr hitakrampa. En við getum hvergi komið því fyrir. Danir neita að taka við því fyrir hönd Grænlendinga, eða hafa milligöngu með það,“ segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun. Hræið er nú hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Vilhelm „Það var haft samband við grænlenskan dýralækni núna og hann sagði nei. Þeir vildu ekki fá það. Ef við erum með það og gefum því að borða í einhvern tíma, þá verður það mannvant. Ef við myndum sleppa dýrinu í Grænlandi myndi það fara beint inn í þorp. Hann myndi finna það.“ Birnirnir ættu erfitt með að lifa af hér á landi. „Ég hef hitt útlendinga og talað við marga. Ég tek símann úr sambandi yfir nóttina því það er hringt í mig endalaust og sagt hvað ég er vondur maður þó ég komi þannig ekki að þessu. En ég hef sagt við menn sem ég hef hitt á Hornströndum að birnir gætu lifað hér á landi ef við fengjum nóg af túristum,“ segir Þorvaldur kíminn. Hvítabirnir Dýr Hornstrandir Ísafjarðarbær Grænland Danmörk Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Koma ísbjarna á íslenska grundu vekur ávallt mikla athygli. Húnninn í gær kom upp á land við Höfðaströnd á Hornströndum. Fyrir það kom síðast hingað stálpuð birna sumarið 2016 og þar á undan björn árið 2011. Bæði dýr voru felld. Lítill björn sem gekk á land janúar 2010 á Þistilfirði var einnig felldur. Tvö dýr komu svo á land 2008 með einungis tveggja vikna millibili. Fyrri björninn var felldur í byrjun júní. Sú ákvörðun þótti afar umdeild og þegar annar björn kom á land tveimur vikum síðar var ákveðið að reyna að svæfa hann og flytja hann úr landi. Novator, félag Björgólfs Thors, bauðst til þess að greiða fyrir flutninginn og hingað til lands kom danskur sérfræðingur með ísbjarnabúr. Sá þurfti að komast í þrjátíu metra fjarlægð frá birninum til að svæfa hann en á leið sinni nær truflaðist björninn og stefndi í átt að hafi. Því var ákveðið að fella hann líka. Eftir þetta hefur ekki verið reynt að svæfa björn en í skýrslu sem starfshópur skilaði af sér eftir málin tvö segir að vænlegasti kosturinn fyrir íslensku þjóðina sé að fella dýrin. En hvers vegna er verið að fella dýrin? „Þó við myndum svæfa það, sem þarf að gerast við alveg sérstök skilyrði því ef þú skýtur deyfilyfi í dýr sem er stressað, þá virkar kannski ekki sprautan og ef hún virkar og það ofhitnar, þá drepst dýrið úr hitakrampa. En við getum hvergi komið því fyrir. Danir neita að taka við því fyrir hönd Grænlendinga, eða hafa milligöngu með það,“ segir Þorvaldur Þór Björnsson, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun. Hræið er nú hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Vilhelm „Það var haft samband við grænlenskan dýralækni núna og hann sagði nei. Þeir vildu ekki fá það. Ef við erum með það og gefum því að borða í einhvern tíma, þá verður það mannvant. Ef við myndum sleppa dýrinu í Grænlandi myndi það fara beint inn í þorp. Hann myndi finna það.“ Birnirnir ættu erfitt með að lifa af hér á landi. „Ég hef hitt útlendinga og talað við marga. Ég tek símann úr sambandi yfir nóttina því það er hringt í mig endalaust og sagt hvað ég er vondur maður þó ég komi þannig ekki að þessu. En ég hef sagt við menn sem ég hef hitt á Hornströndum að birnir gætu lifað hér á landi ef við fengjum nóg af túristum,“ segir Þorvaldur kíminn.
Hvítabirnir Dýr Hornstrandir Ísafjarðarbær Grænland Danmörk Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira