Fótbolti

Lið Ísaks og Val­geirs bjargaði stigi á dramatískan hátt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Fortuna Düsseldorf eru á toppi þýsku B-deildarinnar.
Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Fortuna Düsseldorf eru á toppi þýsku B-deildarinnar. getty/Frederic Scheidemann

Fortuna Düsseldorf komst í hann krappann gegn Köln í þýsku B-deildinni í dag en náði að bjarga stigi. Lokatölur 2-2.

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Düsseldorf sem var undir, 1-2, þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá skoraði Jona Niemiec og tryggði heimamönnum jafntefli.

Valgeir Lunddal Friðriksson, sem er nýgenginn í raðir Düsseldorf, kom inn á sem varamaður þegar tuttugu mínútur voru eftir. Düsseldorf er með fjórtán stig á toppi deildarinnar.

Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar Hertha Berlin sigraði Nürnberg, 0-2, á útivelli. Þetta var þriðji leikur hans fyrir liðið eftir að hann kom frá Leuven í Belgíu.

Hertha Berlin hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og er í 7. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×