Repúblikanar áhyggjufullir vegna „svarta nasistans“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2024 13:54 Mark Robinson var ekki að vegna vel í Norður-Karólínu áður en hann var bendlaður við ýmis umdeild ummæli á spjallþræði klámsíðu. AP/Matt Rourke Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafa áhyggjur af því að þeir muni tapa öllum þeim árangri sem náðst hafi í ríkinu á undanförnum árum og að framboð hans muni koma niður á flokknum í komandi forsetakosningum. Er það vegna Mark Robinson, frambjóðenda þeirra til embættis ríkisstjóra en hann var nýverið sakaður um að hafa látið falla mjög svo umdeild ummæli á spjallborði klámsíðu. Meðal þess sem Robinson er sagður hafa sagt þar er að hann vildi endurvekja þrælahald og lýsti hann sér sem „svörtum nasista“, svo eitthvað sé nefnt. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson sem hefur ekki verið að standa sig vel í skoðanakönnunum. CNN vakti athygli á ummælunum og sagði þau koma frá Robinson en ummælin tengjast póstfangi sem Robinson hefur notað annars staðar á netinu og persónulegar upplýsingar sem hann gaf upp á klámsíðunni stemma við hann. Robinson, sem á sér langa sögu umdeildra ummæla, hefur neitað þessum ásökunum og hafa ummælin verið fjarlægð af síðunni „Nakin Afríka“. Sjá einnig: Frambjóðandi Trump lýsti sér sem „svörtum nasista“ á klámsíðu AP fréttaveitan segir frá því að forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafi hvatt Robinson til að stíga til hliðar en hann segir það ekki koma til greina. Ríkið er eitt af sjö mikilvægustu ríkjunum fyrir forsetakosningarnar í nóvember en nánast enginn munur hefur mælst á Kamölu Harris og Trump í könnunum þar. Óvinsældir Robinson gætu komið niður á Donald Trump í Norður-Karólínu, þar sem lítill sem enginn munur hefur mælst á fylgi hans og Kamölu Harris.AP/Evan Vucci Óttast um aukin meirihluta Árið 2013 náðu Repúblikanar tökum á báðum deildum ríkisþings Norður-Karólínu og embætti ríkisstjóra. Síðan þá hafa Repúblikanar gert umfangsmiklar breytingar í ríkinu og breytt leikreglunum þar sér í hag. Þeir hafa meðal annars teiknað upp kjördæmin til að herða tök sín á þingdeildunum og Hæstarétti Norður-Karólínu, sem gerði Repúblikönum kleift að gera enn frekari breytingar á kjördæmum. Demókrati var kjörinn ríkisstjóri árið 2016 en með breyttum kjördæmum náðu Repúblikanar auknum meirihluta á þingi, sem þeir notuðu til að banna þungunarrof eftir tólf vikur, sem er áður en margar konur vita að þær eru óléttar, þrátt fyrir mótmæli ríkisstjórans. Repúblikanar höfðu bundið miklar vonir við að ná ríkisstjóraembættinu aftur á þessu ári, samkvæmt frétt New York Times. Robinson hefur komið illa út úr skoðanakönnunum og eru Repúblikanar hættir að láta sig dreyma um að ná tökum á embætti ríkisstjóra aftur að þessu sinni. Þeir óttast þó að óvinsældir Robinson muni hafa áhrif á aðra frambjóðendur og að slæmt gengi gæti kostað flokkinn aukin meirihluta og þannig gæti ríkisstjóri frá Demókrataflokknum beitt neitunarvaldi sínu gegn frumvörpum frá þeim. Trump hefur ekki dregið stuðning sinn við Robinson til baka en þó er búið að tilkynna að ríkisstjóraframbjóðandinn verði ekki með Trump þegar hann heimsækir Norður-Karólínu í dag. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um aukna gæslu fyrir Trump og Harris Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag frumvarp um að Lífvarðaþjónusta Bandaríkjanna (e. Secret Service) eigi að auka gæslu með forsetaframbjóðendum til jafns við þá gæslu sem sitjandi forseti fær. 20. september 2024 16:07 Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. 20. september 2024 07:19 Harris eykur forskotið á landsvísu Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. 18. september 2024 14:16 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Meðal þess sem Robinson er sagður hafa sagt þar er að hann vildi endurvekja þrælahald og lýsti hann sér sem „svörtum nasista“, svo eitthvað sé nefnt. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson sem hefur ekki verið að standa sig vel í skoðanakönnunum. CNN vakti athygli á ummælunum og sagði þau koma frá Robinson en ummælin tengjast póstfangi sem Robinson hefur notað annars staðar á netinu og persónulegar upplýsingar sem hann gaf upp á klámsíðunni stemma við hann. Robinson, sem á sér langa sögu umdeildra ummæla, hefur neitað þessum ásökunum og hafa ummælin verið fjarlægð af síðunni „Nakin Afríka“. Sjá einnig: Frambjóðandi Trump lýsti sér sem „svörtum nasista“ á klámsíðu AP fréttaveitan segir frá því að forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafi hvatt Robinson til að stíga til hliðar en hann segir það ekki koma til greina. Ríkið er eitt af sjö mikilvægustu ríkjunum fyrir forsetakosningarnar í nóvember en nánast enginn munur hefur mælst á Kamölu Harris og Trump í könnunum þar. Óvinsældir Robinson gætu komið niður á Donald Trump í Norður-Karólínu, þar sem lítill sem enginn munur hefur mælst á fylgi hans og Kamölu Harris.AP/Evan Vucci Óttast um aukin meirihluta Árið 2013 náðu Repúblikanar tökum á báðum deildum ríkisþings Norður-Karólínu og embætti ríkisstjóra. Síðan þá hafa Repúblikanar gert umfangsmiklar breytingar í ríkinu og breytt leikreglunum þar sér í hag. Þeir hafa meðal annars teiknað upp kjördæmin til að herða tök sín á þingdeildunum og Hæstarétti Norður-Karólínu, sem gerði Repúblikönum kleift að gera enn frekari breytingar á kjördæmum. Demókrati var kjörinn ríkisstjóri árið 2016 en með breyttum kjördæmum náðu Repúblikanar auknum meirihluta á þingi, sem þeir notuðu til að banna þungunarrof eftir tólf vikur, sem er áður en margar konur vita að þær eru óléttar, þrátt fyrir mótmæli ríkisstjórans. Repúblikanar höfðu bundið miklar vonir við að ná ríkisstjóraembættinu aftur á þessu ári, samkvæmt frétt New York Times. Robinson hefur komið illa út úr skoðanakönnunum og eru Repúblikanar hættir að láta sig dreyma um að ná tökum á embætti ríkisstjóra aftur að þessu sinni. Þeir óttast þó að óvinsældir Robinson muni hafa áhrif á aðra frambjóðendur og að slæmt gengi gæti kostað flokkinn aukin meirihluta og þannig gæti ríkisstjóri frá Demókrataflokknum beitt neitunarvaldi sínu gegn frumvörpum frá þeim. Trump hefur ekki dregið stuðning sinn við Robinson til baka en þó er búið að tilkynna að ríkisstjóraframbjóðandinn verði ekki með Trump þegar hann heimsækir Norður-Karólínu í dag.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um aukna gæslu fyrir Trump og Harris Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag frumvarp um að Lífvarðaþjónusta Bandaríkjanna (e. Secret Service) eigi að auka gæslu með forsetaframbjóðendum til jafns við þá gæslu sem sitjandi forseti fær. 20. september 2024 16:07 Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. 20. september 2024 07:19 Harris eykur forskotið á landsvísu Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. 18. september 2024 14:16 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Samþykkja frumvarp um aukna gæslu fyrir Trump og Harris Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag frumvarp um að Lífvarðaþjónusta Bandaríkjanna (e. Secret Service) eigi að auka gæslu með forsetaframbjóðendum til jafns við þá gæslu sem sitjandi forseti fær. 20. september 2024 16:07
Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. 20. september 2024 07:19
Harris eykur forskotið á landsvísu Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. 18. september 2024 14:16