Senda svifsprengjur fyrir F-16 Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2024 14:55 Úkraínumenn hafa fengið nokkrar F-16 orrustuþotur frá bakhjörlum sínum og eiga nú von á svifsprengjum sem hægt er að varpa úr slíkum þotum. Getty/Jakub Porzycki Yfirvöld í Bandaríkjunum íhuga að senda Úkraínumönnum nýjar svifsprengjur sem hægt er að varpa með F-16 orrustuþotum, sem Úkraínumenn hafa þegar fengið. Enn er verið að leggja lokahönd á næsta hergagnapakka sem Bandaríkjamenn ætla að senda en hann á að vera metinn á um 375 milljónir dala. Samkvæmt heimildum Politico mun pakkinn einnig innihalda skotfæri fyrir stórskotaliðsvopn og loftvarnarkerfi. Svifsprengjurnar sem um ræðir kallast AGM-154 og geta drifið allt að 113 kílómetra, eftir því úr hvaða hæð þeim er varpað. Þannig er hægt að varpa þeim það langt í burtu að flest loftvarnarkerfi Rússa drífa ekki að orrustuþotunum og geta sprengjurnar fundið skotmörk sín með mikilli nákvæmni. Rússar hafa um nokkuð skeið notað svipaðar sprengjur gegn Úkraínumönnum með miklum árangri. Sprengjurnar eru ekki jafn öflugar og stýriflaugar eins og Storm Shadow/Scalp sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bretum og Frökkum eða Taurus, sem Úkraínumenn hafa lengi beðið um frá Þýskalandi. Úkraínumenn hafa eining falast eftir AGM-158 JASSM stýriflaugum frá Bandaríkjunum, sem einnig eru hannaðar með F-16 í huga. Hér að neðan má sjá flugmann á ástralskri F-16 varpa AGM-154 svifsprengju. Biðja enn um leyfi til árása í Rússlandi Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið beðið Bandaríkjamenn og aðra bakhjarla sína um leyfi til að nota vopn frá þeim, eins og HIMARS- og ATACMS-eldflaugar og Storm Shadow stýriflaugar til að gera árásir innan landamæri Rússlands. Það hefur hingað til ekki borði mikinn árangur. Meðal þess sem Úkraínumenn hafa sagt er að slíkar árásir myndu reynast vel við að granda rússneskum vopnum, áður en þeim er skotið að Úkraínu. Í þessari viku hefur Úkraínumönnum tekist að gera árásir á tvær mismunandi stórar vopnageymslur í Rússlandi þar sem talið er að eldflaugar frá Norður-Kóreu hafi verið geymdar. Í báðum tilfellum er talið að Úkraínumenn hafi notað heimagerða dróna en það hefur þó ekki verið staðfest. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, mun ferðast til Bandaríkjanna á fimmtudaginn og er fastlega búist við því að hann muni færa rök fyrir því að Úkraínumönnum verði leyft að beita vestrænum vopnum í Rússlandi. Selenskí er sagður ætla að kynna nýja ætlun sína fyrir sigur gegn Rússum en hún er að einhverju leyti sögð byggja á því að Úkraínumenn fái leyfi til árása í Rússlandi. Þá segir AP fréttaveitan að hann muni nota vel heppnaðar árásir vikunnar sem sýnidæmi um það hverju Úkraínumenn gætu áorkað með vestrænum vopnum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum af því að slíkt myndi hafa takmarkaðan árangur fyrir Úkraínumenn og að því myndi fylgja hætta á stigmögnun. Þau orð hafa einnig verið látin falla að eldflaugarnar sem um ræðir séu til í takmörkuðum fjölda og að Úkraínumenn séu þegar að framkvæma þessar árásir með sínum eigin langdrægu drónum. Úkraína Bandaríkin Joe Biden Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. 18. september 2024 09:45 Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07 Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. 13. september 2024 20:20 Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir heimild til handa Úkraínumönnum til að nota langdræg vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á Rússland myndu jafngilda þátttöku og stríðsyfirlýsingu af hálfu Atlantshafsbandalagsins. 13. september 2024 08:46 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Samkvæmt heimildum Politico mun pakkinn einnig innihalda skotfæri fyrir stórskotaliðsvopn og loftvarnarkerfi. Svifsprengjurnar sem um ræðir kallast AGM-154 og geta drifið allt að 113 kílómetra, eftir því úr hvaða hæð þeim er varpað. Þannig er hægt að varpa þeim það langt í burtu að flest loftvarnarkerfi Rússa drífa ekki að orrustuþotunum og geta sprengjurnar fundið skotmörk sín með mikilli nákvæmni. Rússar hafa um nokkuð skeið notað svipaðar sprengjur gegn Úkraínumönnum með miklum árangri. Sprengjurnar eru ekki jafn öflugar og stýriflaugar eins og Storm Shadow/Scalp sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bretum og Frökkum eða Taurus, sem Úkraínumenn hafa lengi beðið um frá Þýskalandi. Úkraínumenn hafa eining falast eftir AGM-158 JASSM stýriflaugum frá Bandaríkjunum, sem einnig eru hannaðar með F-16 í huga. Hér að neðan má sjá flugmann á ástralskri F-16 varpa AGM-154 svifsprengju. Biðja enn um leyfi til árása í Rússlandi Úkraínumenn hafa um nokkuð skeið beðið Bandaríkjamenn og aðra bakhjarla sína um leyfi til að nota vopn frá þeim, eins og HIMARS- og ATACMS-eldflaugar og Storm Shadow stýriflaugar til að gera árásir innan landamæri Rússlands. Það hefur hingað til ekki borði mikinn árangur. Meðal þess sem Úkraínumenn hafa sagt er að slíkar árásir myndu reynast vel við að granda rússneskum vopnum, áður en þeim er skotið að Úkraínu. Í þessari viku hefur Úkraínumönnum tekist að gera árásir á tvær mismunandi stórar vopnageymslur í Rússlandi þar sem talið er að eldflaugar frá Norður-Kóreu hafi verið geymdar. Í báðum tilfellum er talið að Úkraínumenn hafi notað heimagerða dróna en það hefur þó ekki verið staðfest. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, mun ferðast til Bandaríkjanna á fimmtudaginn og er fastlega búist við því að hann muni færa rök fyrir því að Úkraínumönnum verði leyft að beita vestrænum vopnum í Rússlandi. Selenskí er sagður ætla að kynna nýja ætlun sína fyrir sigur gegn Rússum en hún er að einhverju leyti sögð byggja á því að Úkraínumenn fái leyfi til árása í Rússlandi. Þá segir AP fréttaveitan að hann muni nota vel heppnaðar árásir vikunnar sem sýnidæmi um það hverju Úkraínumenn gætu áorkað með vestrænum vopnum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum af því að slíkt myndi hafa takmarkaðan árangur fyrir Úkraínumenn og að því myndi fylgja hætta á stigmögnun. Þau orð hafa einnig verið látin falla að eldflaugarnar sem um ræðir séu til í takmörkuðum fjölda og að Úkraínumenn séu þegar að framkvæma þessar árásir með sínum eigin langdrægu drónum.
Úkraína Bandaríkin Joe Biden Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. 18. september 2024 09:45 Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07 Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. 13. september 2024 20:20 Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir heimild til handa Úkraínumönnum til að nota langdræg vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á Rússland myndu jafngilda þátttöku og stríðsyfirlýsingu af hálfu Atlantshafsbandalagsins. 13. september 2024 08:46 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Stærðarinnar sprengingar í vopnageymslu í Rússlandi Íbúar í grennd við stóra vopnageymslu í Tver-héraði í Rússlandi, skammt frá Belarús, vöknuðu í nótt við kröftugar sprengingar og stendur vopnageymslan í ljósum logum. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmikla drónaárás á vopnageymsluna, sem þeir telja að hafi hýst eldflaugar og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. 18. september 2024 09:45
Stækkar herinn í þriðja sinn Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í gær út þá skipun að her ríkisins yrði stækkaður. Atvinnuhermönnum yrði fjölgað um 180 þúsund og yrðu því alls ein og hálf milljón. Skipunin á að taka gildi þann 1. desember en þetta er í þriðja sinn frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 sem Pútín gefur út skipun sem þessa. 17. september 2024 13:07
Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. 13. september 2024 20:20
Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir heimild til handa Úkraínumönnum til að nota langdræg vopn frá Vesturlöndum til að gera árásir á Rússland myndu jafngilda þátttöku og stríðsyfirlýsingu af hálfu Atlantshafsbandalagsins. 13. september 2024 08:46