Gætum við verið betri hvert við annað? Jakob Frímann Magnússon skrifar 22. september 2024 16:30 Fyrir 30 árum, 1994, kom fyrsti snjallsíminn á markað. Áratugi síðar, 2004 hóf svo Facebook innreið sína og 2007 fengum við í hendur það fjölnota tæki sem snjallsíminn iPhone er. Allt eru þetta stórkostlegar uppfinningar – rétt eins og gufuvélin, skriðdrekinn og atómsprengjan. Ekki ber okkur að amast við nýsköpun og tækniframförum, en í þeim efnum veldur sannarlega hver á heldur. Gervigreinda snjallmennið hefur haslað sér völl til frambúðar. Snjallmennska eða hrakmennska? Firringin, illskan og örvæntingin í samfélagi okkar virðist hafa stigmagnast að undanförnu. Öll erum við agndofa yfir hörkunni og ofbeldinu hryllilega sem æ tíðari fregnir berast af í okkar fámenna og friðsæla samfélagi.Börnunum okkar er brugðið, þau eru óöruggari og kvíðafyllri en nokkru sinni í umhverfi stafræns tilfinningadoða. Eðlilega er spurt: Hvað kann hér að valda? Við bendum hvatvíslega í ólíkar áttir, sem í fljótu bragði kunna að virðast uppsprettur hins illa. Vert er þá að muna að þegar vísifingri er bent í tiltekna átt, snúa þrír fingur fingur jafnan að okkur sjálfum. Skyldum við rísa með sæmd undir þeirri ábyrgð, hvert og eitt, að stýra okkar eigin fjölmiðli, hvort sem sá heitir Facebook, Instagram, X, Tik Tok eða Snapchat? Misnotum við það áróðursvald? Hrósyrði í hrakyrða stað Vert væri að ígrunda betur það hugarþel og þau orð sem við beinum jafnan og allt of oft í kæruleysi hvert að öðru í „beinni útsendingu“ þessara miðla, dag hvern. Sameiginlegt verkefni okkar allra hlýtur að vera að bæta og fínstilla það samfélag og þann heim sem við búum í. Skyldi okkur farnast betur í þeim efnum ef við einsettum okkur að feta oftar stigu kærleikans og beina frekar uppbyggilegum hrósyrðum hvert að öðru í stað hrakyrða? Innleiðum nýjan samfélagssáttmála Kynni sú vaxandi illska sem nú skekur samfélagið með ofbeldi, rányrkju og morðum hreinlega að spegla hugarþel okkar sjálfra, eitthvað sem við sjálf höfum í hugsunarleysi leyft okkur að beina hvert að öðru úr því „launsátri“ sem okkar eigin persónulegu samfélagsmiðlar hafa gert okkur mögulegt? Færi e.t.v. betur á því að láta þau orð ein falla um náunga sinn – hver sem sá kynni að vera - sem maður mundi sjálfur treysta sér til að segja við þann hinn sama, augliti til auglitis? Við, hin eldri sáum fræjunum. Fóðrið sem af sprettur nærir hina yngri. Kynni illskan og ofbeldið sem við okkur blasir nú vera bein afleiðing hinna eitruðu fræja? Vel færi á því að rifja oftar upp orð Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar um að við hefðum vissulega „getað verið betri hvort við annað“. Við þurfum að sammælast um nýjan samfélagssáttmála sem hverfist einmitt um þetta lykilatriði, í orði sem á borði: Að vera betri hvort við annað. Þá mun okkur vel farnast. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Flokkur fólksins Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Fyrir 30 árum, 1994, kom fyrsti snjallsíminn á markað. Áratugi síðar, 2004 hóf svo Facebook innreið sína og 2007 fengum við í hendur það fjölnota tæki sem snjallsíminn iPhone er. Allt eru þetta stórkostlegar uppfinningar – rétt eins og gufuvélin, skriðdrekinn og atómsprengjan. Ekki ber okkur að amast við nýsköpun og tækniframförum, en í þeim efnum veldur sannarlega hver á heldur. Gervigreinda snjallmennið hefur haslað sér völl til frambúðar. Snjallmennska eða hrakmennska? Firringin, illskan og örvæntingin í samfélagi okkar virðist hafa stigmagnast að undanförnu. Öll erum við agndofa yfir hörkunni og ofbeldinu hryllilega sem æ tíðari fregnir berast af í okkar fámenna og friðsæla samfélagi.Börnunum okkar er brugðið, þau eru óöruggari og kvíðafyllri en nokkru sinni í umhverfi stafræns tilfinningadoða. Eðlilega er spurt: Hvað kann hér að valda? Við bendum hvatvíslega í ólíkar áttir, sem í fljótu bragði kunna að virðast uppsprettur hins illa. Vert er þá að muna að þegar vísifingri er bent í tiltekna átt, snúa þrír fingur fingur jafnan að okkur sjálfum. Skyldum við rísa með sæmd undir þeirri ábyrgð, hvert og eitt, að stýra okkar eigin fjölmiðli, hvort sem sá heitir Facebook, Instagram, X, Tik Tok eða Snapchat? Misnotum við það áróðursvald? Hrósyrði í hrakyrða stað Vert væri að ígrunda betur það hugarþel og þau orð sem við beinum jafnan og allt of oft í kæruleysi hvert að öðru í „beinni útsendingu“ þessara miðla, dag hvern. Sameiginlegt verkefni okkar allra hlýtur að vera að bæta og fínstilla það samfélag og þann heim sem við búum í. Skyldi okkur farnast betur í þeim efnum ef við einsettum okkur að feta oftar stigu kærleikans og beina frekar uppbyggilegum hrósyrðum hvert að öðru í stað hrakyrða? Innleiðum nýjan samfélagssáttmála Kynni sú vaxandi illska sem nú skekur samfélagið með ofbeldi, rányrkju og morðum hreinlega að spegla hugarþel okkar sjálfra, eitthvað sem við sjálf höfum í hugsunarleysi leyft okkur að beina hvert að öðru úr því „launsátri“ sem okkar eigin persónulegu samfélagsmiðlar hafa gert okkur mögulegt? Færi e.t.v. betur á því að láta þau orð ein falla um náunga sinn – hver sem sá kynni að vera - sem maður mundi sjálfur treysta sér til að segja við þann hinn sama, augliti til auglitis? Við, hin eldri sáum fræjunum. Fóðrið sem af sprettur nærir hina yngri. Kynni illskan og ofbeldið sem við okkur blasir nú vera bein afleiðing hinna eitruðu fræja? Vel færi á því að rifja oftar upp orð Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar um að við hefðum vissulega „getað verið betri hvort við annað“. Við þurfum að sammælast um nýjan samfélagssáttmála sem hverfist einmitt um þetta lykilatriði, í orði sem á borði: Að vera betri hvort við annað. Þá mun okkur vel farnast. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun