„Við verðum að fylgja lögum“ Hópur listafólks skrifar 23. september 2024 11:03 „Öll börn eru jöfn. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti.“ „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ „Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau.“ Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er skýr. Hann þarf að vera það því honum er ætlað hið mikilvæga hlutverk á heimsvísu, að vernda öll börn. Það er því óbærilegt að íslensk stjórnvöld skuli þráfalt brjóta þennan sáttmála og vísvitandi skjóta sér undan ábyrgð gagnvart börnum með því að fela sig á bak við reglugerð um vegabréfsáritanir frá Dyflinni. „Börn eiga rétt á vernd í stríði.“ Við erum hópur einstaklinga sem störfum við barnamenningu og látum okkur hana varða. Við vinnum með Barnasáttmálann að leiðarljósi og höfum kynnt okkur hann rækilega. Við leggjum okkur fram við að kynna hann fyrir börnum, foreldrum og fólki á vinnustöðum okkar. Auk þess er Barnasáttmálinn er kenndur í öllum grunnskólum landsins. Það er því þungbært að fylgjast ítrekað með því þegar Barnasáttmálinn er brotinn. Þegar löggjafar- og framkvæmdarvaldið í landinu brýtur gegn tólf ára barni í viðkvæmustu stöðu. Langveiku barni er með grófri lögregluaðgerð vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni - barni sem er á flótta undan skelfilegum stríðsátökum. Í kjölfarið koma ráðherrar ríkisstjórnarinnar fram og endurtaka hver á eftir öðrum: „það verður bara að fylgja lögum.“ Og við þessi orð: „að fylgja lögum“ þá brestur eitthvað innra með okkur. Eru alþjóðleg lög til verndar börnum bara hentistefna á tyllidögum? Eru þau einskis virði gagnvart tilfallandi reglugerðum? Nei. Það eru þau ekki og eiga aldrei að vera. Barnasáttmálinn á að vera leiðarstef í öllum aðgerðum stjórnvalda þar sem börn eiga í hlut. Til þess var hann saminn á sínum tíma og sendur af stað út í heim. Sáttmálinn var lögfestur á Alþingi árið 2013. Með þeirri lögfestu skuldbinda stjórnvöld sig til þess að gæta þess að öll börn njóti allra þeirra réttinda sem þar eru upp talin. Barnasáttmálanum var þannig ætlað að ná yfir öll önnur lög þegar taka þarf ákvarðanir sem snerta börn. Við fögnum umræðunni sem hefur átt sér stað undanfarnar vikur um mikilvægi þess að hlúa sérstaklega að börnum þessa lands. Það er og verður hlutverk okkar allra. En um leið hvetjum við stjórnvöld og öll þau sem fara með vald yfir velferð barna til að sækja sér réttindafræðslu UNICEF. Með aukinni þekkingu á réttindum barna er vernd þeirra og umönnun betur tryggð í samfélaginu. Við skorum á ráðamenn, löggæslu og öll þau sem koma að málum barna að kynna sér Barnasáttmálann og virða hann í verki sem og önnur lög sem gilda um velferð og réttindi barna. Við getum ekki breytt því sem gerðist síðastliðinn mánudag. Gert er gert. En við biðlum til ráðamanna að læra af mistökum. Það sem Yazan Tamimi gekk í gegnum þessa nótt má aldrei endurtaka sig. Aude Busson, sviðslistakona og verkefnastjóri Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri dagskrárgerðar Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri Eva Signý Berger, leikmynda- og búningahönnuður Einar Aron, töframaður og félagsráðgjafi Gunnar Helgason, rithöfundur Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona Ingibjörg Fríða Helgadóttir, tónlistar- og dagskrárgerðakona Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og dramatúrg Sigríður Sunna Reynisdóttir, sviðslistakona og hönnuður Sóley Stefánsdóttir, tónlistarkona Tinna Grétarsdóttir, dansari og danshöfundur Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leikstjóri og leikkona Ævar Þór Benediktsson, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Sjá meira
„Öll börn eru jöfn. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti.“ „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ „Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau.“ Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er skýr. Hann þarf að vera það því honum er ætlað hið mikilvæga hlutverk á heimsvísu, að vernda öll börn. Það er því óbærilegt að íslensk stjórnvöld skuli þráfalt brjóta þennan sáttmála og vísvitandi skjóta sér undan ábyrgð gagnvart börnum með því að fela sig á bak við reglugerð um vegabréfsáritanir frá Dyflinni. „Börn eiga rétt á vernd í stríði.“ Við erum hópur einstaklinga sem störfum við barnamenningu og látum okkur hana varða. Við vinnum með Barnasáttmálann að leiðarljósi og höfum kynnt okkur hann rækilega. Við leggjum okkur fram við að kynna hann fyrir börnum, foreldrum og fólki á vinnustöðum okkar. Auk þess er Barnasáttmálinn er kenndur í öllum grunnskólum landsins. Það er því þungbært að fylgjast ítrekað með því þegar Barnasáttmálinn er brotinn. Þegar löggjafar- og framkvæmdarvaldið í landinu brýtur gegn tólf ára barni í viðkvæmustu stöðu. Langveiku barni er með grófri lögregluaðgerð vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni - barni sem er á flótta undan skelfilegum stríðsátökum. Í kjölfarið koma ráðherrar ríkisstjórnarinnar fram og endurtaka hver á eftir öðrum: „það verður bara að fylgja lögum.“ Og við þessi orð: „að fylgja lögum“ þá brestur eitthvað innra með okkur. Eru alþjóðleg lög til verndar börnum bara hentistefna á tyllidögum? Eru þau einskis virði gagnvart tilfallandi reglugerðum? Nei. Það eru þau ekki og eiga aldrei að vera. Barnasáttmálinn á að vera leiðarstef í öllum aðgerðum stjórnvalda þar sem börn eiga í hlut. Til þess var hann saminn á sínum tíma og sendur af stað út í heim. Sáttmálinn var lögfestur á Alþingi árið 2013. Með þeirri lögfestu skuldbinda stjórnvöld sig til þess að gæta þess að öll börn njóti allra þeirra réttinda sem þar eru upp talin. Barnasáttmálanum var þannig ætlað að ná yfir öll önnur lög þegar taka þarf ákvarðanir sem snerta börn. Við fögnum umræðunni sem hefur átt sér stað undanfarnar vikur um mikilvægi þess að hlúa sérstaklega að börnum þessa lands. Það er og verður hlutverk okkar allra. En um leið hvetjum við stjórnvöld og öll þau sem fara með vald yfir velferð barna til að sækja sér réttindafræðslu UNICEF. Með aukinni þekkingu á réttindum barna er vernd þeirra og umönnun betur tryggð í samfélaginu. Við skorum á ráðamenn, löggæslu og öll þau sem koma að málum barna að kynna sér Barnasáttmálann og virða hann í verki sem og önnur lög sem gilda um velferð og réttindi barna. Við getum ekki breytt því sem gerðist síðastliðinn mánudag. Gert er gert. En við biðlum til ráðamanna að læra af mistökum. Það sem Yazan Tamimi gekk í gegnum þessa nótt má aldrei endurtaka sig. Aude Busson, sviðslistakona og verkefnastjóri Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri dagskrárgerðar Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri Eva Signý Berger, leikmynda- og búningahönnuður Einar Aron, töframaður og félagsráðgjafi Gunnar Helgason, rithöfundur Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona Ingibjörg Fríða Helgadóttir, tónlistar- og dagskrárgerðakona Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og dramatúrg Sigríður Sunna Reynisdóttir, sviðslistakona og hönnuður Sóley Stefánsdóttir, tónlistarkona Tinna Grétarsdóttir, dansari og danshöfundur Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leikstjóri og leikkona Ævar Þór Benediktsson, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun