Ísland: Landið sem unga fólkið flýr Einar Jóhannes Guðnason skrifar 23. september 2024 11:30 Að flytja heim til Íslands var versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið. Við konan fluttum heim í ársbyrjun 2023 þegar við áttum von á okkar fyrsta barni. Í Kaupmannahöfn var lífið ljúft og þægilegt, það blundar þó alltaf í manni einhver heimþrá og sáum við tækifæri að flytja heim svo sonur okkar gæti alist upp í kringum fjölskyldu. Síðan við fluttum heim er raunveruleikinn annar en við vorum vön í Danmörku. Við höfum aldrei haft minna á milli handanna, aldrei séð höfuðstól lána lækka jafn hægt, aldrei átt jafn lítið sparifé, aldrei þurft að leyfa okkur jafn lítið. Orðið „mánaðamót“ hafði aldrei dúkkað upp áður í okkar samtölum en er nú mest notaða orðið á heimilinu. Þetta er óviðunandi ástand og áhrifin sem það hefur á unga fólkið í landinu okkar eru skelfileg. Ég hef átt allt of mörg samtöl undanfarna mánuði þar sem ungt fólk á besta aldri segir mér að þau sjái enga framtíð á Íslandi, séu bara að safna sér pening til að geta flutt úr landi og ætla aldrei að koma aftur. Á örskömmum tíma hætti Ísland að vera „stórasta land í heimi“ sem allir voru stoltir af og leið vel á. Í dag er Ísland orðið landið sem unga fólkið flýr. Sem nýbakaður faðir er erfitt að horfa uppá þessa þróun. Það vill enginn að barnið sitt upplifi þennan kalda raunveruleika sem blasir við ungu fólki, þar sem vonleysi fyrir framtíðinni ræður ríkjum. Eftir að hafa upplifað þetta sjálfur í nokkra mánuði rann upp fyrir mér að ég þyrfti að taka ákvörðun: Annaðhvort flytjum við aftur til Danmerkur eða ég reyni að stuðla að breytingum með beinum hætti. Ég valdi að taka ábyrgð á framtíð Íslands, að byggja upp betra samfélag fyrir komandi kynslóðir og tek nú þátt í stofnun Freyfaxa, Ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Við ætlum að berjast fyrir því að Ísland verði samfélag þar sem börnin okkar fá tækifæri til að blómstra, þar sem ákvarðanir eru teknar á grundvelli staðreynda og langtímahugsunar. Þar sem skynsemishyggja ræður för. Pólitík hefur verið allt of fjarlæg ungu fólki og það er tími til að breyta því. Pólitík snertir okkur öll og viljum við því hvetja alla á aldrinum 15 til 35 ára sem er annt um framtíð Íslands og vilja hafa jákvæð áhrif til að taka þátt í þessari baráttu með okkur. Við í Freyfaxa munum halda nýliðakvöld þann 28. september kl. 20:00 í höfuðstöðvum Miðflokksins í Hamraborg 1. Þetta er tækifæri þitt til að vera hluti af breytingunum sem Ísland þarf á að halda. Tökum höndum saman og byggjum betra Ísland fyrir okkur og börnin okkar – framtíðin bíður ekki. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, Ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Að flytja heim til Íslands var versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið. Við konan fluttum heim í ársbyrjun 2023 þegar við áttum von á okkar fyrsta barni. Í Kaupmannahöfn var lífið ljúft og þægilegt, það blundar þó alltaf í manni einhver heimþrá og sáum við tækifæri að flytja heim svo sonur okkar gæti alist upp í kringum fjölskyldu. Síðan við fluttum heim er raunveruleikinn annar en við vorum vön í Danmörku. Við höfum aldrei haft minna á milli handanna, aldrei séð höfuðstól lána lækka jafn hægt, aldrei átt jafn lítið sparifé, aldrei þurft að leyfa okkur jafn lítið. Orðið „mánaðamót“ hafði aldrei dúkkað upp áður í okkar samtölum en er nú mest notaða orðið á heimilinu. Þetta er óviðunandi ástand og áhrifin sem það hefur á unga fólkið í landinu okkar eru skelfileg. Ég hef átt allt of mörg samtöl undanfarna mánuði þar sem ungt fólk á besta aldri segir mér að þau sjái enga framtíð á Íslandi, séu bara að safna sér pening til að geta flutt úr landi og ætla aldrei að koma aftur. Á örskömmum tíma hætti Ísland að vera „stórasta land í heimi“ sem allir voru stoltir af og leið vel á. Í dag er Ísland orðið landið sem unga fólkið flýr. Sem nýbakaður faðir er erfitt að horfa uppá þessa þróun. Það vill enginn að barnið sitt upplifi þennan kalda raunveruleika sem blasir við ungu fólki, þar sem vonleysi fyrir framtíðinni ræður ríkjum. Eftir að hafa upplifað þetta sjálfur í nokkra mánuði rann upp fyrir mér að ég þyrfti að taka ákvörðun: Annaðhvort flytjum við aftur til Danmerkur eða ég reyni að stuðla að breytingum með beinum hætti. Ég valdi að taka ábyrgð á framtíð Íslands, að byggja upp betra samfélag fyrir komandi kynslóðir og tek nú þátt í stofnun Freyfaxa, Ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Við ætlum að berjast fyrir því að Ísland verði samfélag þar sem börnin okkar fá tækifæri til að blómstra, þar sem ákvarðanir eru teknar á grundvelli staðreynda og langtímahugsunar. Þar sem skynsemishyggja ræður för. Pólitík hefur verið allt of fjarlæg ungu fólki og það er tími til að breyta því. Pólitík snertir okkur öll og viljum við því hvetja alla á aldrinum 15 til 35 ára sem er annt um framtíð Íslands og vilja hafa jákvæð áhrif til að taka þátt í þessari baráttu með okkur. Við í Freyfaxa munum halda nýliðakvöld þann 28. september kl. 20:00 í höfuðstöðvum Miðflokksins í Hamraborg 1. Þetta er tækifæri þitt til að vera hluti af breytingunum sem Ísland þarf á að halda. Tökum höndum saman og byggjum betra Ísland fyrir okkur og börnin okkar – framtíðin bíður ekki. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, Ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun