Beðið eftir orkumálaráðherra Eggert Valur Guðmundsson og Gunnar Aron Ólason skrifa 23. september 2024 12:00 Í maí 2024 hófst vinna sveitarstjórnar Rangárþings ytra við að leita svara við matsspurningum um hagræn áhrif vindorkuvers við Vaðöldu (Búrfellslund). Spurningarnar voru sendar til Landsvirkjunar, Fjármálaráðuneytisins, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Tilgangur spurninganna var m.a. að fá ítarlegar upplýsingar um hagræn áhrif vindorkuversins á nærsamfélagið, í samræmi við stefnu aðalskipulags sveitarfélagsins og vindorkustefnu þess. Landsvirkjun og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svöruðu spurningunum fljótlega, eða í júní 2024, Fjármálaráðuneytið hafði svarað strax daginn eftir að fyrirspurnin barst, eða þann 24. maí. En Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur ekki enn svarað spurningunum núna þegar langt er liðið á septembermánuð. Spurningarnar sem sendar voru á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið voru eftirfarandi: 1. Eru til gögn hjá ráðuneytinu er varða nýtingu orkunnar sem hlýst af Búrfellslundi (Vaðölduver)? 2. Verður orkan úr Búrfellslundi nýtt til orkuskipta eða nýrra orkufrekra verkefna? 3. Getur ráðuneytið skilgreint hvaða hagrænu áhrif yrðu fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra ef tillögur starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu næðu fram að ganga? Sbr. skýrslu starfshópsins með viðaukum. 4. Hvað felst í samningi um þróun grænnar atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu Ölfusi sem skrifað var undir 9. júní 2023 sbr.; https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2023/06/09/Aform-um-graena-atvinnuuppbyggingu-i-Sveitarfelaginu-Olfusi/ Seinagangur ráðuneytisins tefur framvindu mála Þessi seinkun á svörum frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu veldur því að mikilvægar ákvarðanir um vindorkuverkefnið gætu tafist. Þrátt fyrir að framkvæmdaleyfi hafi verið samþykkt að hluta, vantar enn mat á heildaráhrifum verkefnisins á nærsamfélagið, þar á meðal þau efnahagslegu. Sveitarfélagið hefur sett fram stefnu um að tryggja jafnvægi milli umhverfisverndar og efnahagslegrar uppbyggingar, en slíkt jafnvægi verður aðeins tryggt ef upplýsingar frá öllum aðilum liggja fyrir. Það er því brýnt að Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið bregðist skjótt við og sendi svör við matsspurningunum svo að sveitarfélagið geti lokið þessari mikilvægu vinnu. Svörin eru grundvöllur þess að hægt sé að meta umfang verkefnisins og hvernig það muni gagnast samfélaginu til lengri tíma litið. Nærsamfélagið á skilið að fá skýra mynd af áhrifum og ávinningi þessara orkumannvirkja. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra og Gunnar Aron Ólason formaður Skipulagsnefndar Rangárþings ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing ytra Orkumál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í maí 2024 hófst vinna sveitarstjórnar Rangárþings ytra við að leita svara við matsspurningum um hagræn áhrif vindorkuvers við Vaðöldu (Búrfellslund). Spurningarnar voru sendar til Landsvirkjunar, Fjármálaráðuneytisins, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Tilgangur spurninganna var m.a. að fá ítarlegar upplýsingar um hagræn áhrif vindorkuversins á nærsamfélagið, í samræmi við stefnu aðalskipulags sveitarfélagsins og vindorkustefnu þess. Landsvirkjun og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svöruðu spurningunum fljótlega, eða í júní 2024, Fjármálaráðuneytið hafði svarað strax daginn eftir að fyrirspurnin barst, eða þann 24. maí. En Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur ekki enn svarað spurningunum núna þegar langt er liðið á septembermánuð. Spurningarnar sem sendar voru á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið voru eftirfarandi: 1. Eru til gögn hjá ráðuneytinu er varða nýtingu orkunnar sem hlýst af Búrfellslundi (Vaðölduver)? 2. Verður orkan úr Búrfellslundi nýtt til orkuskipta eða nýrra orkufrekra verkefna? 3. Getur ráðuneytið skilgreint hvaða hagrænu áhrif yrðu fyrir sveitarfélagið Rangárþing ytra ef tillögur starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu næðu fram að ganga? Sbr. skýrslu starfshópsins með viðaukum. 4. Hvað felst í samningi um þróun grænnar atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu Ölfusi sem skrifað var undir 9. júní 2023 sbr.; https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2023/06/09/Aform-um-graena-atvinnuuppbyggingu-i-Sveitarfelaginu-Olfusi/ Seinagangur ráðuneytisins tefur framvindu mála Þessi seinkun á svörum frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu veldur því að mikilvægar ákvarðanir um vindorkuverkefnið gætu tafist. Þrátt fyrir að framkvæmdaleyfi hafi verið samþykkt að hluta, vantar enn mat á heildaráhrifum verkefnisins á nærsamfélagið, þar á meðal þau efnahagslegu. Sveitarfélagið hefur sett fram stefnu um að tryggja jafnvægi milli umhverfisverndar og efnahagslegrar uppbyggingar, en slíkt jafnvægi verður aðeins tryggt ef upplýsingar frá öllum aðilum liggja fyrir. Það er því brýnt að Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið bregðist skjótt við og sendi svör við matsspurningunum svo að sveitarfélagið geti lokið þessari mikilvægu vinnu. Svörin eru grundvöllur þess að hægt sé að meta umfang verkefnisins og hvernig það muni gagnast samfélaginu til lengri tíma litið. Nærsamfélagið á skilið að fá skýra mynd af áhrifum og ávinningi þessara orkumannvirkja. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti sveitarstjórnar Rangárþings ytra og Gunnar Aron Ólason formaður Skipulagsnefndar Rangárþings ytra.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun