Innlent

Slags­mál, líkams­á­rásir og ellefu í fanga­geymslum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla var kölluð til vegna slagsmála og líkamsárása.
Lögregla var kölluð til vegna slagsmála og líkamsárása. Vísir/Vilhelm

Ellefu gista fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið en lögregla var meðal annars kölluð til vegna slagsmála á milli nokkurra einstaklinga.

Samkvæmt yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar er lögregla með upplýsingar um þá sem tóku þátt í slagsmálunum og er málið í rannsókn.

Lögreglu bárust einnig tvær tilkynningar um líkamsárásir í heimahúsum og eru þau mál sömuleiðis í rannsókn. Þá var hún kölluð til vegna þjófnaðar í verslun og einn var handtekinn grunaður um innbrot í bifreiðar.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, þeirra á meðal ökumaður sem grunaður er um akstur án ökuréttinda. Sá reyndi að ljúga um nafn þegar lögregla hafði af honum afskipti. 

Annar var stöðvaður grunaður um akstur án ökuréttinda en sá var einnig að tala í símann þegar lögregla greip hann. Þá var ökumaður handtekinn eftir að hafa stungið af í kjölfar umferðaróhapps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×