Tölum um það sem er í boði fyrir ungt fólk Bjarney Rún Haraldsdóttir og Eva Rós Ólafsdóttir skrifa 24. september 2024 09:31 Undanfarið hefur verið hávær umræða í samfélaginu um stöðu ungmenna, aukna vanlíðan þeirra og áhættuhegðun. Geta til að takast á við erfiðar tilfinningar með hjálplegum aðferðum er grunnur að geðheilbrigði allra. Aukin krafa er gerð um þjónustu fyrir ungt fólk og samfélagsumræðan snýr fremur að skorti á viðeigandi úrræðum í stað umræðu um þau úrræði sem eru í boði. Bergið headspace var stofnað árið 2018 í kjölfar ákalls ungmenna fyrir þjónustu á þeirra forsendum. Bergið er ráðgjafarþjónusta fyrir öll ungmenni frá 12 - 25 ára, byggt á ástralskri hugmyndafræði headspace. Frá árinu 2019 hefur Bergið verið vettvangur fyrir ungmenni þar sem þau geta talað um tilfinningar sínar við reynda fagaðila, sem starfa af áhuga og metnaði fyrir velferð ungs fólks. Þjónustan kostar ekkert og er lágþröskulda. Það þýðir að hún er aðgengileg, án hindrana og skilyrða, með það markmið að ungt fólk fái stuðning eins snemma og eins auðveldlega og mögulegt er. Eina forsendan fyrir þjónustunni er að ungmennið vilji nýta sér hana. Frá opnun Bergsins hafa 2500 ungmenni nýtt sér þjónustuna á eigin forsendum og af miklu hugrekki. Það gera þau til þess að fá aðstoð, til þess að tala um og finna tilfinningar sínar í öruggu rými og til þess að geta skilið þarfir sínar og sjálf sig betur. Þegar þetta er skrifað eru 100 ungmenni að nýta sér þjónustuna í hverri viku. Þjónusta Bergsins er mikilvæg forvörn fyrir ungmenni, hún sparar samfélaginu fjármuni sé litið til lengri tíma, ásamt því að létta á biðlistum hjá heilbrigðis- og félagsmálakerfinu. Áföll og óhófleg streita í bernsku hafa mótandi áhrif á streituþol einstaklinga út lífið en helmingur þeirra sem sækja þjónustu Bergsins hafa alist upp við geðrænan og/eða fíknivanda foreldris eða systkinis. Það er mikilvægt að þau ungmenni séu gripin snemma og að þau tali um áföllin sín við fullorðinn aðila sem þau geta treyst. Ein umfangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á tengslum áfalla og erfiðrar reynslu í bernsku og heilsufarsvandamálum síðar á lífsleiðinni er ACE rannsóknin (e. Adverse Childhood Experiences). ACE spurningarlistinn skoðar einstaklinginn út frá streituvaldandi þáttum eða áföllum sem varða ofbeldi, vanrækslu og vanvirkar heimilisaðstæður, á fyrstu 18 árum ævinnar. Sýnt hefur verið fram á að sterkt samband er milli fjölda ACE-stiga og þróunar og algengi margvíslegra heilsufarsvandamála. Einstaklingar með fjögur eða fleiri ACE-stig eru fjórfalt til tólffalt líklegri til þess að þróa með sér þunglyndi, fíknivanda, eða gera tilraun til sjálfsvígs. Samkvæmt gögnum Bergsins eru 40% ungmenna sem þangað leita með fjögur eða fleiri ACE-stig. Það gefur auga leið að það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að ungmenni burðist ekki með vanlíðan, áhyggjur og áföll fram á fullorðinsár án þess að fá aðstoð. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið er úrræði sem er til staðar fyrir ungmenni og hlúir að geðheilbrigði þeirra. Gögn sýna að 80% af ungmennum sem sækja Bergið þurfa ekki frekari þjónustu og að marktækt dragi úr þunglyndi, kvíða og streitu eftir komu í Bergið. Þau upplifa einnig að á þau sé hlustað. Í Berginu er biðlistum haldið í lágmarki og vilji er fyrir því að tryggja að svo verði áfram með vaxandi aðsókn. Forsvarsmenn Bergsins eru í virku samtali við heilbrigðisráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og barna- og menntamálaráðuneytið um áframhaldandi fjármögnun. Fáist sú fjármögnun mun hún þó ekki ná utan um kostnaðinn við að veita 5000 viðtöl á ári eins og þörfin er. Bergið gæti stækkað enn frekar og fært sig nær ungmennum um allt land, því áhugi á þjónustunni er sannarlega til staðar. Til að tryggja áframhaldandi starfsemi og vöxt er afar mikilvægt að Bergið hljóti stuðning almennings og fyrirtækja. Hægt er að gerast Bergrisi, sem eru mánaðarlegir styrktaraðilar Bergsins. Starfsemin er á almannaheillaskrá og eru styrkir frádráttarbærir frá skattskyldum tekjum. Við hvetjum öll sem hefðu þurft á Berginu að halda, sem þekkja ungt fólk sem þarf á Berginu að halda eða vinna með ungu fólki sem þarf á Berginu að halda, að gerast Bergrisar. Tökum höndum saman fyrir unga fólkið okkar, framtíðarauð samfélagsins og tryggjum þeim þjónustu sem hefur sýnt fram á bæði mikilvægi og forvarnargildi. Höfundar eru Bjarney Rún Haraldsdóttir, stjórnarformaður og Eva Rós Ólafsdóttir, fagstjóri í Berginu headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Eva Rós Ólafsdóttir Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið hávær umræða í samfélaginu um stöðu ungmenna, aukna vanlíðan þeirra og áhættuhegðun. Geta til að takast á við erfiðar tilfinningar með hjálplegum aðferðum er grunnur að geðheilbrigði allra. Aukin krafa er gerð um þjónustu fyrir ungt fólk og samfélagsumræðan snýr fremur að skorti á viðeigandi úrræðum í stað umræðu um þau úrræði sem eru í boði. Bergið headspace var stofnað árið 2018 í kjölfar ákalls ungmenna fyrir þjónustu á þeirra forsendum. Bergið er ráðgjafarþjónusta fyrir öll ungmenni frá 12 - 25 ára, byggt á ástralskri hugmyndafræði headspace. Frá árinu 2019 hefur Bergið verið vettvangur fyrir ungmenni þar sem þau geta talað um tilfinningar sínar við reynda fagaðila, sem starfa af áhuga og metnaði fyrir velferð ungs fólks. Þjónustan kostar ekkert og er lágþröskulda. Það þýðir að hún er aðgengileg, án hindrana og skilyrða, með það markmið að ungt fólk fái stuðning eins snemma og eins auðveldlega og mögulegt er. Eina forsendan fyrir þjónustunni er að ungmennið vilji nýta sér hana. Frá opnun Bergsins hafa 2500 ungmenni nýtt sér þjónustuna á eigin forsendum og af miklu hugrekki. Það gera þau til þess að fá aðstoð, til þess að tala um og finna tilfinningar sínar í öruggu rými og til þess að geta skilið þarfir sínar og sjálf sig betur. Þegar þetta er skrifað eru 100 ungmenni að nýta sér þjónustuna í hverri viku. Þjónusta Bergsins er mikilvæg forvörn fyrir ungmenni, hún sparar samfélaginu fjármuni sé litið til lengri tíma, ásamt því að létta á biðlistum hjá heilbrigðis- og félagsmálakerfinu. Áföll og óhófleg streita í bernsku hafa mótandi áhrif á streituþol einstaklinga út lífið en helmingur þeirra sem sækja þjónustu Bergsins hafa alist upp við geðrænan og/eða fíknivanda foreldris eða systkinis. Það er mikilvægt að þau ungmenni séu gripin snemma og að þau tali um áföllin sín við fullorðinn aðila sem þau geta treyst. Ein umfangsmesta rannsókn sem gerð hefur verið á tengslum áfalla og erfiðrar reynslu í bernsku og heilsufarsvandamálum síðar á lífsleiðinni er ACE rannsóknin (e. Adverse Childhood Experiences). ACE spurningarlistinn skoðar einstaklinginn út frá streituvaldandi þáttum eða áföllum sem varða ofbeldi, vanrækslu og vanvirkar heimilisaðstæður, á fyrstu 18 árum ævinnar. Sýnt hefur verið fram á að sterkt samband er milli fjölda ACE-stiga og þróunar og algengi margvíslegra heilsufarsvandamála. Einstaklingar með fjögur eða fleiri ACE-stig eru fjórfalt til tólffalt líklegri til þess að þróa með sér þunglyndi, fíknivanda, eða gera tilraun til sjálfsvígs. Samkvæmt gögnum Bergsins eru 40% ungmenna sem þangað leita með fjögur eða fleiri ACE-stig. Það gefur auga leið að það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að ungmenni burðist ekki með vanlíðan, áhyggjur og áföll fram á fullorðinsár án þess að fá aðstoð. Geðheilbrigði ungs fólks er góð fjárfesting fyrir samfélagið og Bergið er úrræði sem er til staðar fyrir ungmenni og hlúir að geðheilbrigði þeirra. Gögn sýna að 80% af ungmennum sem sækja Bergið þurfa ekki frekari þjónustu og að marktækt dragi úr þunglyndi, kvíða og streitu eftir komu í Bergið. Þau upplifa einnig að á þau sé hlustað. Í Berginu er biðlistum haldið í lágmarki og vilji er fyrir því að tryggja að svo verði áfram með vaxandi aðsókn. Forsvarsmenn Bergsins eru í virku samtali við heilbrigðisráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og barna- og menntamálaráðuneytið um áframhaldandi fjármögnun. Fáist sú fjármögnun mun hún þó ekki ná utan um kostnaðinn við að veita 5000 viðtöl á ári eins og þörfin er. Bergið gæti stækkað enn frekar og fært sig nær ungmennum um allt land, því áhugi á þjónustunni er sannarlega til staðar. Til að tryggja áframhaldandi starfsemi og vöxt er afar mikilvægt að Bergið hljóti stuðning almennings og fyrirtækja. Hægt er að gerast Bergrisi, sem eru mánaðarlegir styrktaraðilar Bergsins. Starfsemin er á almannaheillaskrá og eru styrkir frádráttarbærir frá skattskyldum tekjum. Við hvetjum öll sem hefðu þurft á Berginu að halda, sem þekkja ungt fólk sem þarf á Berginu að halda eða vinna með ungu fólki sem þarf á Berginu að halda, að gerast Bergrisar. Tökum höndum saman fyrir unga fólkið okkar, framtíðarauð samfélagsins og tryggjum þeim þjónustu sem hefur sýnt fram á bæði mikilvægi og forvarnargildi. Höfundar eru Bjarney Rún Haraldsdóttir, stjórnarformaður og Eva Rós Ólafsdóttir, fagstjóri í Berginu headspace.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun