Hvað lærum við af hinum sem er ósammála? Samtal um loftslagsmál Haukur Logi Jóhannsson skrifar 24. september 2024 10:31 Ég rakst á áhugaverðan TED fyrirlestur á YouTube sem vakti mig til umhugsunar. Leikskáldið David Finnigan fjallaði þar um sýninguna sína frá árinu 2014, „Kill Climate Deniers,“ sem olli miklu fjaðrafoki. Finnigan hafði ekki búist við þeim viðbrögðum sem fylgdu titlinum, sérstaklega frá fólki sem efaðist um alvarleika loftslagsbreytinga. Það sem gerði þessa reynslu svo merkilega var hvernig þessi viðbrögð leiddu til óvæntra samtala sem kenndu honum mikið um hvernig við, sem samfélag, nálgumst og hugsum um loftslagsmálin. Titillinn „Kill Climate Deniers“ var vissulega ætlaður til að ögra, en viðbrögðin komu honum samt í opna skjöldu. Í stað þess að kveikja á samræðum um lausnir á loftslagskrísunni, virkaði titillinn eins og neisti í púðurtunnu, þar sem margir upplifðu hann sem persónulega árás. Samtöl við andstæðinga sýningarinnar komu honum síðan á óvart. Hann tók eftir að margir þeirra höfðu ekki endilega áhuga á vísindalegri umræðu, heldur snerist andstaðan oft um tilfinningalegar áhyggjur af afleiðingum aðgerða á þeirra daglega líf. Þetta dregur upp mynd af því hve djúpt rótgróin viðhorf geta verið og hvernig við, sem trúum á vísindin, höfum tilhneigingu til þess að líta á þessa ógn sem vísindalega staðreynd. En jafnvel þó að við vitum að loftslagsbreytingar eru raunverulegar og yfirvofandi, hegðum við okkur oft ekki í samræmi við alvöru málsins. Við fljúgum enn á milli landa, kaupum óþarfa vörur og keyrum bensínbíla þrátt fyrir að við skiljum afleiðingarnar. Þetta skapar togstreitu sem er alvarleg. Við erum öll í eðli okkar mótsagnakennd, og hafa margir stórir miðlar og mikils metnir höfundar, í mörgum greinum, lýst þessari hegðun sem „loftslagshræsni.“ Þrátt fyrir að við viljum bjarga plánetunni og stöðva hlýnun jarðar, höldum við áfram að lifa eins og ógnin sé fjarlæg, aðgerðalaus í eigin neyslu. Rannsóknir sýna að jafnvel þau sem taka málið alvarlega upplifa gjarnan vandkvæði á því að breyta daglegri hegðun sinni. Í stað þess að skamma þá sem ekki trúa eða hafna loftslagsvísindum, lærði Finnigan að samtalið þarf að fara út fyrir vísindin sjálf. Það þarf að fjalla um þau tilfinningalegu viðbrögð sem ógnin vekur og hvernig við bregðumst við henni á persónulegum nótum. Við sjáum þetta í fréttum þar sem mikið er fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á samfélög og viðskipti. Umræður um orkuöryggi, fjárhagslegan stöðugleika og samfélagslegt réttlæti eru nú jafn mikilvægar og vísindin sjálf. Hvernig nálgumst við þá lausnir? Eitt af því sem Finnigan lærði af andstöðunni við sýninguna sína var að það er ekki nóg að styðja loftslagsvísindi, það þarf líka að skilja hvers vegna fólk er hrætt við breytingar. Fólk sem dregur úr mikilvægi loftslagsaðgerða, hvort sem það er af fjárhagslegum ástæðum eða af ótta við að tapa lífsgæðum, er oft að bregðast við raunverulegri ógn við þeirra eigin veruleika. Þau eru ekki endilega að hafna staðreyndum, heldur eru þau að verja sinn veruleika. Þessi mannlega þáttur er það sem Finnigan gerði sér grein fyrir að skipti mestu máli. Sýningin hans, sem átti að vera ögrandi, breyttist í samtal um hvernig við getum brúa bilið á milli ólíkra sjónarmiða. Ef við sem trúum á loftslagsvísindi getum tekið þetta samtal og notað það til að finna lausnir sem sameina fremur en að sundra, getum við mögulega skapað raunverulegar breytingar. Við þurfum að líta á ágreining ekki sem hindrun heldur sem tækifæri til að finna nýjar leiðir til að bregðast við þessari gríðarlegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Og kannski er það stærsta áskorunin fyrir okkur sjálf, að viðurkenna að þó við trúum á vísindin, verðum við að byrja að lifa eftir þeim, ekki aðeins með orðum heldur einnig með gjörðum. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Logi Jóhannsson Loftslagsmál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég rakst á áhugaverðan TED fyrirlestur á YouTube sem vakti mig til umhugsunar. Leikskáldið David Finnigan fjallaði þar um sýninguna sína frá árinu 2014, „Kill Climate Deniers,“ sem olli miklu fjaðrafoki. Finnigan hafði ekki búist við þeim viðbrögðum sem fylgdu titlinum, sérstaklega frá fólki sem efaðist um alvarleika loftslagsbreytinga. Það sem gerði þessa reynslu svo merkilega var hvernig þessi viðbrögð leiddu til óvæntra samtala sem kenndu honum mikið um hvernig við, sem samfélag, nálgumst og hugsum um loftslagsmálin. Titillinn „Kill Climate Deniers“ var vissulega ætlaður til að ögra, en viðbrögðin komu honum samt í opna skjöldu. Í stað þess að kveikja á samræðum um lausnir á loftslagskrísunni, virkaði titillinn eins og neisti í púðurtunnu, þar sem margir upplifðu hann sem persónulega árás. Samtöl við andstæðinga sýningarinnar komu honum síðan á óvart. Hann tók eftir að margir þeirra höfðu ekki endilega áhuga á vísindalegri umræðu, heldur snerist andstaðan oft um tilfinningalegar áhyggjur af afleiðingum aðgerða á þeirra daglega líf. Þetta dregur upp mynd af því hve djúpt rótgróin viðhorf geta verið og hvernig við, sem trúum á vísindin, höfum tilhneigingu til þess að líta á þessa ógn sem vísindalega staðreynd. En jafnvel þó að við vitum að loftslagsbreytingar eru raunverulegar og yfirvofandi, hegðum við okkur oft ekki í samræmi við alvöru málsins. Við fljúgum enn á milli landa, kaupum óþarfa vörur og keyrum bensínbíla þrátt fyrir að við skiljum afleiðingarnar. Þetta skapar togstreitu sem er alvarleg. Við erum öll í eðli okkar mótsagnakennd, og hafa margir stórir miðlar og mikils metnir höfundar, í mörgum greinum, lýst þessari hegðun sem „loftslagshræsni.“ Þrátt fyrir að við viljum bjarga plánetunni og stöðva hlýnun jarðar, höldum við áfram að lifa eins og ógnin sé fjarlæg, aðgerðalaus í eigin neyslu. Rannsóknir sýna að jafnvel þau sem taka málið alvarlega upplifa gjarnan vandkvæði á því að breyta daglegri hegðun sinni. Í stað þess að skamma þá sem ekki trúa eða hafna loftslagsvísindum, lærði Finnigan að samtalið þarf að fara út fyrir vísindin sjálf. Það þarf að fjalla um þau tilfinningalegu viðbrögð sem ógnin vekur og hvernig við bregðumst við henni á persónulegum nótum. Við sjáum þetta í fréttum þar sem mikið er fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á samfélög og viðskipti. Umræður um orkuöryggi, fjárhagslegan stöðugleika og samfélagslegt réttlæti eru nú jafn mikilvægar og vísindin sjálf. Hvernig nálgumst við þá lausnir? Eitt af því sem Finnigan lærði af andstöðunni við sýninguna sína var að það er ekki nóg að styðja loftslagsvísindi, það þarf líka að skilja hvers vegna fólk er hrætt við breytingar. Fólk sem dregur úr mikilvægi loftslagsaðgerða, hvort sem það er af fjárhagslegum ástæðum eða af ótta við að tapa lífsgæðum, er oft að bregðast við raunverulegri ógn við þeirra eigin veruleika. Þau eru ekki endilega að hafna staðreyndum, heldur eru þau að verja sinn veruleika. Þessi mannlega þáttur er það sem Finnigan gerði sér grein fyrir að skipti mestu máli. Sýningin hans, sem átti að vera ögrandi, breyttist í samtal um hvernig við getum brúa bilið á milli ólíkra sjónarmiða. Ef við sem trúum á loftslagsvísindi getum tekið þetta samtal og notað það til að finna lausnir sem sameina fremur en að sundra, getum við mögulega skapað raunverulegar breytingar. Við þurfum að líta á ágreining ekki sem hindrun heldur sem tækifæri til að finna nýjar leiðir til að bregðast við þessari gríðarlegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Og kannski er það stærsta áskorunin fyrir okkur sjálf, að viðurkenna að þó við trúum á vísindin, verðum við að byrja að lifa eftir þeim, ekki aðeins með orðum heldur einnig með gjörðum. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun