Íslenski skorturinn Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 24. september 2024 14:31 Fótspor Íslendinga er risavaxið. Við mengum mest allra í Evrópu, losum meira af gróðurhúsalofttegundum en aðrar þjóðir. Framleiðum við meiri orku á mann en allar þjóðir. Eigum fleiri bíla á mann en flestar þjóðir, erum neyslufíklar og hendum meira en hálfu tonni af heimilissorpi á ári á mann, nánar tiltekið 623 kílóum 2022, 100 kílóum meira en meðal Evrópubúinn. (ferðamannasorp deilist reyndar á okkur fastbúandi, en við ferðumst líka og fleygjum rusli í bókhald annarra þjóða.) Við viljum kolefnisjafna óhófið, en alls ekki minnka það. Viðskiptaráð vill aðeins loftslagsaðgerðir sem skila beinum hagnaði strax. Og stefna stjórnvalda er áfram meira af öllu sem skilar gróða í núinu. Við viljum vera mest í heimi. Mesti áróðurinn Þessa dagana eru met slegin í áróðri um orkuskort á Íslandi. Áfram fara samt 80 prósent orkunnar til örfárra stórfyrirtækja, sala á orku til gagnavera er orðin meiri en til allra heimila í landinu. Heimilin nota fimm prósent orkunnar og sölu á orku er ekki forgangsraðað til orkuskipta. Venjulegu fólki á samt að líða eins og heimsendir sé í nánd, ef hver einasta á og hver einasta vindhviða verða ekki virkjaðar í hvelli. Náttúruvernd og hófsemi er sögð stefna orkuskiptum í hættu, stöðva hagvöxt og kalla skerðingar á forgangsorku yfir heimili og mikilvæg fyrirtæki. Skýlaus réttur fólks til að beita sér til varnar umhverfinu er dreginn í efa af ráðamönnum sem hafa þó það hlutverk að verja réttindi almennings. Mesta sölumennskan Landsnet, Landsvirkjun, umhverfis, orku og auðlindaráðherra, Alþingismenn, Samtök atvinnulífsins, iðnaðarins, Viðskiptaráð, Morgunblaðið og allur orkugeirinn klifa á orkuneyðinni, en geta þó á engan hátt útskýrt hvernig ný orka á að nýtast til að minnka skortinn. Enda mun hún ekki gera það. Nýrri orku er jafnharðan úthlutað til hæstbjóðenda, án þess að það hafi nokkuð með orkuskipti eða sjálfbærni að gera. Við erum enn að selja orku í rafmyntagröft og fjölga gagnaverum hratt. Enn eru áform um einhæfan mjög orkufrekan iðnað, eins og orkan sé ótæmandi. Ráðherra umhverfismála og sveitarstjórar, hafa arðsemi að skærasta leiðarljósi, þegar stórtækir fjárfestar mæta með áform um risafyrirtæki sem geta orðið stærst á Norðurlöndum, stærst í Evrópu, eða stærst í heimi. Á síðasta áratug hefur orkuframleiðsla aukist um 360 MW. Það kjósa stjórnvöld að kalla kyrrstöðu, þótt það samsvari þremur stórvirkjunum. Mesti skortur af öllu Þótt við séum ekki stærst í heimi, eigum við skuggalegt heimsmet í yfirlýsingum um skort á öllu mögulegu. Á Íslandi er samtímis sagður skortur á vinnuafli og skortur á nýjum atvinnutækifærum, skortur á orku og nýjum orkufrekum fyrirtækjum, skortur á innviðum, skortur á ferðamönnum til að nota innviðina sem skortir, skortur á húsnæði og skortur á rafeldsneytisverksmiðju sem þyrfti 840 Mw sem er miklu meira orka Kárahnúkavirkjunar. Ofan á allt saman er fullyrt að orkuskorturinn og þörfin á grænni nýrri orku snúist um mannfjöldaþróun og orkuskipti. En gæti verið að þessi íslenski skortur sé skortur á yfirvegaðri stjórnsýslu og framtíðarsýn? Skortur á óbrengluðum upplýsingum og heildarstefnumótun um hvernig samfélag við viljum vera. Það er hinsvegar enginn skortur á stóryrðum og áróðri þeirra sem vilja tæma auðlindir Íslands í eigin þágu á methraða. Að stjórnmálin bakki upp þá áróðursherferð í stað þess að vinna fyrir almenning, er sorgleg staða fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Umhverfismál Orkumál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Sjá meira
Fótspor Íslendinga er risavaxið. Við mengum mest allra í Evrópu, losum meira af gróðurhúsalofttegundum en aðrar þjóðir. Framleiðum við meiri orku á mann en allar þjóðir. Eigum fleiri bíla á mann en flestar þjóðir, erum neyslufíklar og hendum meira en hálfu tonni af heimilissorpi á ári á mann, nánar tiltekið 623 kílóum 2022, 100 kílóum meira en meðal Evrópubúinn. (ferðamannasorp deilist reyndar á okkur fastbúandi, en við ferðumst líka og fleygjum rusli í bókhald annarra þjóða.) Við viljum kolefnisjafna óhófið, en alls ekki minnka það. Viðskiptaráð vill aðeins loftslagsaðgerðir sem skila beinum hagnaði strax. Og stefna stjórnvalda er áfram meira af öllu sem skilar gróða í núinu. Við viljum vera mest í heimi. Mesti áróðurinn Þessa dagana eru met slegin í áróðri um orkuskort á Íslandi. Áfram fara samt 80 prósent orkunnar til örfárra stórfyrirtækja, sala á orku til gagnavera er orðin meiri en til allra heimila í landinu. Heimilin nota fimm prósent orkunnar og sölu á orku er ekki forgangsraðað til orkuskipta. Venjulegu fólki á samt að líða eins og heimsendir sé í nánd, ef hver einasta á og hver einasta vindhviða verða ekki virkjaðar í hvelli. Náttúruvernd og hófsemi er sögð stefna orkuskiptum í hættu, stöðva hagvöxt og kalla skerðingar á forgangsorku yfir heimili og mikilvæg fyrirtæki. Skýlaus réttur fólks til að beita sér til varnar umhverfinu er dreginn í efa af ráðamönnum sem hafa þó það hlutverk að verja réttindi almennings. Mesta sölumennskan Landsnet, Landsvirkjun, umhverfis, orku og auðlindaráðherra, Alþingismenn, Samtök atvinnulífsins, iðnaðarins, Viðskiptaráð, Morgunblaðið og allur orkugeirinn klifa á orkuneyðinni, en geta þó á engan hátt útskýrt hvernig ný orka á að nýtast til að minnka skortinn. Enda mun hún ekki gera það. Nýrri orku er jafnharðan úthlutað til hæstbjóðenda, án þess að það hafi nokkuð með orkuskipti eða sjálfbærni að gera. Við erum enn að selja orku í rafmyntagröft og fjölga gagnaverum hratt. Enn eru áform um einhæfan mjög orkufrekan iðnað, eins og orkan sé ótæmandi. Ráðherra umhverfismála og sveitarstjórar, hafa arðsemi að skærasta leiðarljósi, þegar stórtækir fjárfestar mæta með áform um risafyrirtæki sem geta orðið stærst á Norðurlöndum, stærst í Evrópu, eða stærst í heimi. Á síðasta áratug hefur orkuframleiðsla aukist um 360 MW. Það kjósa stjórnvöld að kalla kyrrstöðu, þótt það samsvari þremur stórvirkjunum. Mesti skortur af öllu Þótt við séum ekki stærst í heimi, eigum við skuggalegt heimsmet í yfirlýsingum um skort á öllu mögulegu. Á Íslandi er samtímis sagður skortur á vinnuafli og skortur á nýjum atvinnutækifærum, skortur á orku og nýjum orkufrekum fyrirtækjum, skortur á innviðum, skortur á ferðamönnum til að nota innviðina sem skortir, skortur á húsnæði og skortur á rafeldsneytisverksmiðju sem þyrfti 840 Mw sem er miklu meira orka Kárahnúkavirkjunar. Ofan á allt saman er fullyrt að orkuskorturinn og þörfin á grænni nýrri orku snúist um mannfjöldaþróun og orkuskipti. En gæti verið að þessi íslenski skortur sé skortur á yfirvegaðri stjórnsýslu og framtíðarsýn? Skortur á óbrengluðum upplýsingum og heildarstefnumótun um hvernig samfélag við viljum vera. Það er hinsvegar enginn skortur á stóryrðum og áróðri þeirra sem vilja tæma auðlindir Íslands í eigin þágu á methraða. Að stjórnmálin bakki upp þá áróðursherferð í stað þess að vinna fyrir almenning, er sorgleg staða fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson Skoðun