Erlend þjófagengi herja á verslanir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2024 19:01 Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Benedikt S. Benediktsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Þeir segja að þjófagengi herji á verslanir, Þá hafa eldri konur orðið fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum. Vísir/samsett Erlend þjófagengi herja á verslanir hér á landi en á síðasta ári var stolið fyrir fjóra milljarða í matvörubúðun. Þá hafa eldri konur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum í verslunum. Þjófagengi hafa undanfarna mánuði herjað á verslanir eins og reiðhjólabúðir og raftækjaverslanir, en lögregla handtók hóp fólks í gær sem er grunaður um að hafa stolið varningi og fjármunum fyrir tugi milljóna króna í Elko. Matvöruverslanir hafa ekki farið varhluta af þessari þróun. Á þessu ári er fjöldi þjófnaraðmála hjá lögreglu þegar orðinn 872 en voru 717 allt síðasta ár. Verslunin hefur miklar áhyggjur Benedikt S. Benediktsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir félagsmenn sína hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Þetta eru mun skipulagðari glæpir en áður og virðast frekar vera á höndum erlendra aðila. Þetta eru ekki lengur þessir smáþjófnaðir sem hafa komið upp reglulega heldur er umfangið og tíðnin að aukast mjög mikið.“ segir hann. Þjófarnir setji gjarnan upp leikrit. „Gengin eru með ákveðið kerfi þar sem menn koma inn í stórum hópum. Þar hafa t.d. einn til tveir það hlutverk að ná í vörur en hinir villa um fyrir starfsfólki svo auðveldara sé að koma vörunum undan,“ segir hann. Milljarða tjón Benedikt segir að það hafi líka orðið breyting á því hverju sé stolið. „Þetta er að færast yfir í aðrar vörur en venjulega. Áður höfðu smáþjófar áhuga á ilmvötnum og rakvélablöðum en með þessari þróun hefur t.d. dýrt kjöt meira horfið úr verslunum,“ segir hann. Benedikt segir að stundum sé varningurinn fluttur úr landi í gámum en ekki alltaf. Við höfum heyrt af tilvikum þar sem vara eins og kjöt hefur verið selt hér innanlands. Jafnvel nýtt í atvinnustarfsemi eins og veitingahús. Hvort sem kaupandinn veit af því eða ekki. Á síðasta ári var stolið úr búðum fyrir um fjóra milljarða og um mitt þetta ár hefur þegar verið stolið vörum fyrir allt að þrjá milljarða. Það fer út í verðlag. „Það er almenningur sem greiðir fyrir þessi tilvik þar sem þjófnaður á sér stað, það leggst ofan á vöruverð,“ segir hann. Þjófgengi ræna af eldri konum Lögreglan hefur tvisvar á síðustu vikum varað við þjófagengjum á Facebook sem herja á eldar fólki í verslunum. Þá hafa Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu varað sérstaklega við slíkum þjófnuðum. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veit um fimm slík tilvik á nokkrum vikum. Um sé að ræða skipulagða starfsemi af hálfu þjófagengja. „Þjófarnir eru þá gjarnan nokkrir saman í hóp og aðgerðin er klárlega skipulög. Í þessum tilvikum sem hafa komið upp nýlega eru þetta erlendir aðilar. Þeir hafa verið að beina spjótum sínum að eldri konum um áttrætt. Benedikt kannast líka við slík tilvik. „Menn hafa verið gripnir við það að horfa yfir öxlina á eldri borgurum og virðast vera að safna frá þeim pinnúmerum,“ segir Benedikt. „Shoulder surfing“ Skúli segir að aðferðin felist í því að þjófurinn horfi yfir öxlina á á einstaklingi sem er að greiða fyrir vöru eða taka út úr hraðbanka fyrir framan hann og fylgist með þegar hann stimplar inn leyninúmer í greiðsluvél. Fyrirbærið er þekkt erlendis og kallast Shoulder surfing. Þjófurinn hnuplar svo kortinu, fer í næsta hraðbanka og tekur út háar fjárhæðir. Oft eru fleiri með sem hafa það hlutverk að trufla svo auðveldara sé að stela korti eða tösku af fórnarlambinu. Skúli segir að þjófum hafi tekist að ná háum fjárhæðum af fólki á þennan hátt. „Ég veit af eldri konu sem var rænd um 400 hundruð þúsund krónur á þennan hátt. Þessar upphæðir hlaupa á hundruðum þúsunda króna,“ segir Benedikt. Lögreglumál Verslun Eldri borgarar Þjófnaður í Elko Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Þjófagengi hafa undanfarna mánuði herjað á verslanir eins og reiðhjólabúðir og raftækjaverslanir, en lögregla handtók hóp fólks í gær sem er grunaður um að hafa stolið varningi og fjármunum fyrir tugi milljóna króna í Elko. Matvöruverslanir hafa ekki farið varhluta af þessari þróun. Á þessu ári er fjöldi þjófnaraðmála hjá lögreglu þegar orðinn 872 en voru 717 allt síðasta ár. Verslunin hefur miklar áhyggjur Benedikt S. Benediktsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir félagsmenn sína hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Þetta eru mun skipulagðari glæpir en áður og virðast frekar vera á höndum erlendra aðila. Þetta eru ekki lengur þessir smáþjófnaðir sem hafa komið upp reglulega heldur er umfangið og tíðnin að aukast mjög mikið.“ segir hann. Þjófarnir setji gjarnan upp leikrit. „Gengin eru með ákveðið kerfi þar sem menn koma inn í stórum hópum. Þar hafa t.d. einn til tveir það hlutverk að ná í vörur en hinir villa um fyrir starfsfólki svo auðveldara sé að koma vörunum undan,“ segir hann. Milljarða tjón Benedikt segir að það hafi líka orðið breyting á því hverju sé stolið. „Þetta er að færast yfir í aðrar vörur en venjulega. Áður höfðu smáþjófar áhuga á ilmvötnum og rakvélablöðum en með þessari þróun hefur t.d. dýrt kjöt meira horfið úr verslunum,“ segir hann. Benedikt segir að stundum sé varningurinn fluttur úr landi í gámum en ekki alltaf. Við höfum heyrt af tilvikum þar sem vara eins og kjöt hefur verið selt hér innanlands. Jafnvel nýtt í atvinnustarfsemi eins og veitingahús. Hvort sem kaupandinn veit af því eða ekki. Á síðasta ári var stolið úr búðum fyrir um fjóra milljarða og um mitt þetta ár hefur þegar verið stolið vörum fyrir allt að þrjá milljarða. Það fer út í verðlag. „Það er almenningur sem greiðir fyrir þessi tilvik þar sem þjófnaður á sér stað, það leggst ofan á vöruverð,“ segir hann. Þjófgengi ræna af eldri konum Lögreglan hefur tvisvar á síðustu vikum varað við þjófagengjum á Facebook sem herja á eldar fólki í verslunum. Þá hafa Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu varað sérstaklega við slíkum þjófnuðum. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu veit um fimm slík tilvik á nokkrum vikum. Um sé að ræða skipulagða starfsemi af hálfu þjófagengja. „Þjófarnir eru þá gjarnan nokkrir saman í hóp og aðgerðin er klárlega skipulög. Í þessum tilvikum sem hafa komið upp nýlega eru þetta erlendir aðilar. Þeir hafa verið að beina spjótum sínum að eldri konum um áttrætt. Benedikt kannast líka við slík tilvik. „Menn hafa verið gripnir við það að horfa yfir öxlina á eldri borgurum og virðast vera að safna frá þeim pinnúmerum,“ segir Benedikt. „Shoulder surfing“ Skúli segir að aðferðin felist í því að þjófurinn horfi yfir öxlina á á einstaklingi sem er að greiða fyrir vöru eða taka út úr hraðbanka fyrir framan hann og fylgist með þegar hann stimplar inn leyninúmer í greiðsluvél. Fyrirbærið er þekkt erlendis og kallast Shoulder surfing. Þjófurinn hnuplar svo kortinu, fer í næsta hraðbanka og tekur út háar fjárhæðir. Oft eru fleiri með sem hafa það hlutverk að trufla svo auðveldara sé að stela korti eða tösku af fórnarlambinu. Skúli segir að þjófum hafi tekist að ná háum fjárhæðum af fólki á þennan hátt. „Ég veit af eldri konu sem var rænd um 400 hundruð þúsund krónur á þennan hátt. Þessar upphæðir hlaupa á hundruðum þúsunda króna,“ segir Benedikt.
Lögreglumál Verslun Eldri borgarar Þjófnaður í Elko Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði