Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2024 08:32 Gloria Allred er lögmaður Graves. AP/Chris Pizzello Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. Samkvæmt gögnum málsins var Graves 25 ára þegar árásin átti sér stað og í sambandi með starfsmanni Bad Boy, plötuútgáfu Combs. Kvöld eitt hringdi Combs í Graves og sagðist vilja ræða störf kærastans við hana, sótti hana og gaf henni vín í bílnum. Graves varð í kjölfarið ringluð og veikburða og missti meðvitund þegar komið var í upptökustúdíó Combs. Þar vaknaði hún síðar nakin með hendur bundnar fyrir aftan bak. Samkvæmt Graves tók lífvörður Combs, Joseph Sherman, hana upp og skellti henni á borð, þar sem Combs nauðgaði henni. Þá segir hún Sherman hafa neytt sig til munnmaka. Þegar söngkonan Cassie höfðaði mál gegn Combs greindi fyrrverandi kærasti Graves og starfsmaður Bad Boy henni frá því að Combs og Sherman hefðu sýnt honum og fleirum upptökur af nauðguninni. Hún hefði þá haft samband við Sherman og freistað þess að fá hann til að eyða upptökunni. Upptökunni ku hafa verið dreift víðar en það er óvíst hvort hún er enn til. Combs, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot og skipulagða glæpastarfsemi, hefur neitað sök en þess ber að geta að hann neitaði því einnig að hafa lagt hendur á Cassie þar til myndskeið af ofbeldinu var birt af CNN. Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Samkvæmt gögnum málsins var Graves 25 ára þegar árásin átti sér stað og í sambandi með starfsmanni Bad Boy, plötuútgáfu Combs. Kvöld eitt hringdi Combs í Graves og sagðist vilja ræða störf kærastans við hana, sótti hana og gaf henni vín í bílnum. Graves varð í kjölfarið ringluð og veikburða og missti meðvitund þegar komið var í upptökustúdíó Combs. Þar vaknaði hún síðar nakin með hendur bundnar fyrir aftan bak. Samkvæmt Graves tók lífvörður Combs, Joseph Sherman, hana upp og skellti henni á borð, þar sem Combs nauðgaði henni. Þá segir hún Sherman hafa neytt sig til munnmaka. Þegar söngkonan Cassie höfðaði mál gegn Combs greindi fyrrverandi kærasti Graves og starfsmaður Bad Boy henni frá því að Combs og Sherman hefðu sýnt honum og fleirum upptökur af nauðguninni. Hún hefði þá haft samband við Sherman og freistað þess að fá hann til að eyða upptökunni. Upptökunni ku hafa verið dreift víðar en það er óvíst hvort hún er enn til. Combs, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot og skipulagða glæpastarfsemi, hefur neitað sök en þess ber að geta að hann neitaði því einnig að hafa lagt hendur á Cassie þar til myndskeið af ofbeldinu var birt af CNN.
Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira