
Mál Sean „Diddy“ Combs

Beckham kærður í tengslum við mál Diddy
Víðtækt dómsmál tengt tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs teygir anga sína víða. Kæra hefur verið lögð fram á hendur NFL-leikmanninum Odell Beckham Jr. í tengslum við málið.

Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun
Tónlistarmaðurinn Jay-Z hefur stefnt konu sem fór í mál við hann í haust og hélt því fram að hann hefði nauðgað henni árið 2000 þegar hún var þrettán ára gömul. Seinna dró konan kæru sína til baka.

Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá
Barnaníðsmál sem höfðað var á hendur bandaríska rapparanum Jay-Z hefur verið vísað frá eftir að kærandinn dró kæruna til baka.

Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins
Dómsmál Sean „Diddy“ Combs hefur verið fyrirferðarmikið á árinu. Luigi Mangione sem skaut forstjóra UnitedHealtcare til bana í upphafi mánaðar hefur þó eiginlega trompað Diddy. En mennirnir tveir og mál þeirra tengjast á skemmtilegan hátt.

Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James?
LeBron James er kominn í leyfi hjá liði Los Angeles Lakers af persónulegum ástæðum. Ummæli James um margfrægar veislur rapparans Diddy hafa verið rifjuð upp í tengslum við fjarveru hans.

„Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“
Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða.

Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar
Rapparinn Jay-Z mætti á frumsýningu kvikmyndarinnar Mufasa: Lion King í gær þar sem dóttir hans Blue og eiginkonan Beyoncé fara með stór hlutverk. Kom það mörgum netverjum á óvart að rapparinn hafi mætt, þar sem ásakanir um meint kynferðisbrot hans komu nýlega upp á yfirborðið.

Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku
Tónlistar- og athafnamaðurinn Shawn Carter, betur þekktur undir listamannsnafninu Jay-Z, hefur verið sakaður um að nauðga þrettán ára gamalli stúlku árið 2000.

Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum
Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum.

Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez
Fyrrverandi Playboy fyrirsætan Rachel Kennedy segir að tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, hafi neytt hana til að horfa síendurtekið á tónlistarmyndbönd með tónlistarkonunni Jennifer Lopez í einu af alræmdum partýum hans árið 2000. Þar var reyndar enginn utan hans sjálfs.

Réttarhöld yfir Diddy hefjast 5. maí 2025
Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs hefjast 5. maí næstkomandi. Þetta sagði dómari í New York í gær.

Ekki lengur undir sérstöku eftirliti
Tónlistarmaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, er ekki lengur undir sérstöku eftirliti, svokallaðri sjálfsvígsvakt. Þetta segir lögmaður tónlistarmannsins sem nú er í haldi lögreglu vestanhafs vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemar, mansals, mútuþægni og kynferðisbrota.

Líklega verði flett ofan af fleirum í rannsókn á brotum Diddy
Arnar Eggert Thoroddsen aðjúnkt í félagsfræði við háskóla Íslands og doktor í tónlist segir líklegt að lögregla eigi eftir að fletta ofan af fleirum í rannsókn sinni á Sean Diddy Combs. Combs hefur verið sakaður um mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur auk kynferðisbrota. Rætt var við Arnar Eggert í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Hvað gerði Diddy? Mansal, ofbeldi og samsæriskenningar um Justin Bieber
Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean „Diddy“ Combs, sem oftast er þekktur sem Puff Daddy, situr nú í fangelsi svo eftir hefur verið tekið. Meint brot hans fela meðal annars í sér mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur auk kynferðisbrota.

Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina
Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001.

Diddy á sjálfsvígsvakt
Tónlistarmaðurinn Diddy hefur verið settur á sjálfsvígsvakt á meðan hann bíður réttarhalda. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal og gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisdóm.

Neitað um lausn gegn tryggingu og á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi
Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Diddy eða Puff Daddy, neitaði sök þegar hann var dreginn fyrir dómara í New York í gær.

Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York
Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Diddy eða Puff Daddy, var handtekinn á Manhattan í New York í gærkvöldi eftir að ákærur voru gefnar út á hendur honum.

1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt
Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs var í dag dæmdur til þess að greiða meintum brotaþola 100 milljónir dala, um 1,4 milljarða króna, vegna kynferðisbrots fyrir 27 árum síðan.

Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy
„Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð.

Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“
Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni.

Myndband sýnir árás Diddy
Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna.

Gerðu húsleit hjá Diddy í Los Angeles og Miami
Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í dag húsleit í fasteignum tónlistarmannsins Diddy. Diddy var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið sakaður um aðild að mansali og sölu og dreifingu fíkniefna.

Tónlistarframleiðandi sakar Diddy um káf og önnur kynferðisbrot
Tónlistarframleiðandi hefur höfðað mál á hendur athafna- og tónlistarmanninum Sean Combs vegna meintra kynferðisbrota. Segir maðurinn Combs meðal annars hafa káfað á sér og neytt sig til að sænga hjá kynlífsstarfsmönnum.

P. Diddy kærður fyrir þátttöku í hópnauðgun
Bandaríski rapparinn og frumkvöðullinn Sean Combs, betur þekktur sem P. Diddy, hefur verið kærður fyrir þátttöku í hópnauðgun. Nauðgunin átti sér stað árið 2003 og var fórnarlambið sautján ára gömul stelpa.

Ásökunum gegn frægum rigndi inn á lokametrunum
Undanfarna daga hefur fjöldi frægra Bandaríkjamanna verið sakaðir um fyrir kynferðisbrot. Í gær var greint frá slíkum ásökunum á hendur borgarstjóra New York-borgar Eric Adams, og í dag er greint frá meintum brotum rapparans Sean „Diddy“ Combs.

Puff Daddy kærður fyrir nauðgun, nauðung og ítrekað ofbeldi
Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, hefur verið kærður fyrir nauðgun, ofbeldi og nauðung sem hann er sagður hafa beitt kærustu sína, Casöndru Ventura, í um áratug.