Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2024 06:48 Adams hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Getty/Corbis/Andrew Lichtenstein Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. Demókratinn Adams var kosinn borgarstjóri New York fyrir þremur árum og hét því meðal annars að taka á glæpum í stórborginni. Hann og starfsmenn framboðs hans hafa hins vegar sætt lögreglurannsókn, þar sem meðal annars var til skoðunar hvort framboðið hefði tekið við ólöglegum framlögum frá stjórnvöldum í Tyrklandi. Adams mun vera fyrsti sitjandi borgarstjórinn í sögu New York borgar sem sætir alríkisákærum. The indictment of NYC Mayor Eric Adams comes after a monthslong federal investigation into campaign fundraising violations and foreign influence. We don't know what charges he's facing at this time. pic.twitter.com/BQs7PwEYoL— Kaitlan Collins (@kaitlancollins) September 26, 2024 Gert er ráð fyrir því að yfirvöld uppljóstri í dag fyrir hvað Adams er ákærður og í framhaldinu verði honum gert að mæta fyrir dómara. Adams gaf út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist saklaus. Hann hefði alltaf vitað að hann yrði skotmark ef hann stæði fastur á sínu fyrir íbúa New York. Sagðist hann myndu grípa til varna gegn ásökununum. Umrædd rannsókn og aðrar sem hafa staðið yfir á samstarfsmönnum Adams hafa valdið borgarstjóranum miklum vandræðum en hann undirbýr nú að sækjast eftir endurkjöri. Áköll eftir því að hann segi af sér hafa orðið háværari á síðustu vikum. Þinkonan Alexandria Ocasio-Cortez er meðal þeirra sem hefur sagt ómögulegt fyrir Adams að halda áfram úr því sem komið er. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Sjá meira
Demókratinn Adams var kosinn borgarstjóri New York fyrir þremur árum og hét því meðal annars að taka á glæpum í stórborginni. Hann og starfsmenn framboðs hans hafa hins vegar sætt lögreglurannsókn, þar sem meðal annars var til skoðunar hvort framboðið hefði tekið við ólöglegum framlögum frá stjórnvöldum í Tyrklandi. Adams mun vera fyrsti sitjandi borgarstjórinn í sögu New York borgar sem sætir alríkisákærum. The indictment of NYC Mayor Eric Adams comes after a monthslong federal investigation into campaign fundraising violations and foreign influence. We don't know what charges he's facing at this time. pic.twitter.com/BQs7PwEYoL— Kaitlan Collins (@kaitlancollins) September 26, 2024 Gert er ráð fyrir því að yfirvöld uppljóstri í dag fyrir hvað Adams er ákærður og í framhaldinu verði honum gert að mæta fyrir dómara. Adams gaf út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist saklaus. Hann hefði alltaf vitað að hann yrði skotmark ef hann stæði fastur á sínu fyrir íbúa New York. Sagðist hann myndu grípa til varna gegn ásökununum. Umrædd rannsókn og aðrar sem hafa staðið yfir á samstarfsmönnum Adams hafa valdið borgarstjóranum miklum vandræðum en hann undirbýr nú að sækjast eftir endurkjöri. Áköll eftir því að hann segi af sér hafa orðið háværari á síðustu vikum. Þinkonan Alexandria Ocasio-Cortez er meðal þeirra sem hefur sagt ómögulegt fyrir Adams að halda áfram úr því sem komið er.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila