Vilja að takmarkanir á starfsmannaleigur verði skoðaðar Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2024 11:20 Saga Kjartansdóttir, lögfræðingur hjá vinnueftirliti ASÍ. Vísir/Egill Sérfræðingur hjá ASÍ vill skoða hvort takmarka eigi starfsemi starfsmannaleiga. Starfsmenn leiganna séu of útsettir fyrir mansali þótt að alls ekki allar starfsmannaleigur gerist sekar um vinnumansal. Á síðustu mánuðum hafa komið upp nokkur aðskilin mansalsmál á Íslandi, meðal annars tengd viðskiptaveldi Quangs Le og Gríska húsinu. Á þessu tímabili hefur verið átak innan verkalýðshreyfingarinnar og lögreglunnar hvað varðar mansal. Samtök atvinnulífsins hafa bæst í hópinn og halda í dag ráðstefnu ásamt ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Rætt verður hvernig hægt er að koma í veg fyrir það, hvernig gengur að vernda þolendur og fleira. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir starfsmenn í ákveðnum atvinnugreinum líklegri til að vera fórnarlömb vinnumansals en aðrir. „Við höfum áhyggjur af ræstingarfólki sem er mjög stór hópur en að einhverju leyti ósýnilegur og erfitt að hafa eftirlit með þeirra kjörum. Við höfum áhyggjur af umsækjendum um alþjóðlega vernd og fleiri hópum. Fólki sem kemur frá löndum utan EES sem eru hér þá á grundvelli vinnu og atvinnuleyfum,“ segir Saga. Þá séu starfsmenn starfsmannaleiga oft berskjaldaðir fyrir mansali. „Við auðvitað sjáum það í þeim málum sem koma á borð stéttarfélaganna að þetta módel, það eru hættur í því. Hætturnar felast kannski ekki síst í því að starfsmenn starfsmannaleiga, sem eru oft frá Austur-Evrópu og Eystrasaltsríkjunum, eru mjög upp á sína atvinnurekendur komnir. Oft með húsnæði og það er mikil notkun frádráttar á launum,“ segir Saga. Þetta sé mynstur hjá ýmsum starfsmannaleigum, þó ekki öllum. ASÍ vilji skoða takmarkanir á starfsemi starfsmannaleiga. „Það er þetta módel sem við höfum áhyggjur af og þess vegna viljum við skoða einhverjar leiðir til að takmarka starfsemi af þessu tagi,“ segir Saga. Vegna fundarins sendu ASÍ og SA frá sér sameiginlega yfirlýsingu í baráttunni gegn vinnumansali. Félögin lýsa yfir áhyggjum sínum af því að það geti þrifist hér á landi. „Áhyggjur ASÍ og SA lúta ekki síst að stöðu erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði enda sýna dæmin bæði hérlendis og erlendis að einstaklingar í viðkvæmri stöðu sem hafa lagt mikið á sig og flutt um langan veg í leit að betra lífi eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir vinnumansali. Sameiginlegir hagsmunir allra eru að tryggja heilbrigðan vinnumarkað sem tekur vel á móti því fólki sem hingað kemur til að vinna,“ segir í yfirlýsingunni. Félögin vilja að stjórnvöld grípi til nokkurra aðgerða sem allra allra fyrst. Lesa má þær hér fyrir neðan. Tryggð verði aðgerðaáætlun sem tekur sérstaklega til vinnumansals, þá sérstaklega viðbragðs- og eftirlitskerfis enda til lítils að sinna eftirliti ef niðurstaða fyrir þolendur er jafn slæm eða verri en var meðan á vinnumansalinu stóð. Þolendum vinnumansals verði tryggð nauðsynleg félagsleg úrræði, eftir atvikum. Koma þarf upp sérstöku ferli til að bera kennsl á þolendur vinnumansals. Tryggja þarf fullnægjandi þekkingu á málaflokknum í réttarkerfinu og forgangsraða fræðslunni til að geta betur sinnt málaflokknum. Enda eru slík mál alla jafna flókin og viðkvæm bæði í rannsókn og saksókn. Lög um atvinnuréttindi útlendinga verði endurskoðuð og eftir atvikum lögum um útlendinga í því augnamiði að takmarka líkur á vinnumansali. Mansal Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa komið upp nokkur aðskilin mansalsmál á Íslandi, meðal annars tengd viðskiptaveldi Quangs Le og Gríska húsinu. Á þessu tímabili hefur verið átak innan verkalýðshreyfingarinnar og lögreglunnar hvað varðar mansal. Samtök atvinnulífsins hafa bæst í hópinn og halda í dag ráðstefnu ásamt ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Rætt verður hvernig hægt er að koma í veg fyrir það, hvernig gengur að vernda þolendur og fleira. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir starfsmenn í ákveðnum atvinnugreinum líklegri til að vera fórnarlömb vinnumansals en aðrir. „Við höfum áhyggjur af ræstingarfólki sem er mjög stór hópur en að einhverju leyti ósýnilegur og erfitt að hafa eftirlit með þeirra kjörum. Við höfum áhyggjur af umsækjendum um alþjóðlega vernd og fleiri hópum. Fólki sem kemur frá löndum utan EES sem eru hér þá á grundvelli vinnu og atvinnuleyfum,“ segir Saga. Þá séu starfsmenn starfsmannaleiga oft berskjaldaðir fyrir mansali. „Við auðvitað sjáum það í þeim málum sem koma á borð stéttarfélaganna að þetta módel, það eru hættur í því. Hætturnar felast kannski ekki síst í því að starfsmenn starfsmannaleiga, sem eru oft frá Austur-Evrópu og Eystrasaltsríkjunum, eru mjög upp á sína atvinnurekendur komnir. Oft með húsnæði og það er mikil notkun frádráttar á launum,“ segir Saga. Þetta sé mynstur hjá ýmsum starfsmannaleigum, þó ekki öllum. ASÍ vilji skoða takmarkanir á starfsemi starfsmannaleiga. „Það er þetta módel sem við höfum áhyggjur af og þess vegna viljum við skoða einhverjar leiðir til að takmarka starfsemi af þessu tagi,“ segir Saga. Vegna fundarins sendu ASÍ og SA frá sér sameiginlega yfirlýsingu í baráttunni gegn vinnumansali. Félögin lýsa yfir áhyggjum sínum af því að það geti þrifist hér á landi. „Áhyggjur ASÍ og SA lúta ekki síst að stöðu erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði enda sýna dæmin bæði hérlendis og erlendis að einstaklingar í viðkvæmri stöðu sem hafa lagt mikið á sig og flutt um langan veg í leit að betra lífi eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir vinnumansali. Sameiginlegir hagsmunir allra eru að tryggja heilbrigðan vinnumarkað sem tekur vel á móti því fólki sem hingað kemur til að vinna,“ segir í yfirlýsingunni. Félögin vilja að stjórnvöld grípi til nokkurra aðgerða sem allra allra fyrst. Lesa má þær hér fyrir neðan. Tryggð verði aðgerðaáætlun sem tekur sérstaklega til vinnumansals, þá sérstaklega viðbragðs- og eftirlitskerfis enda til lítils að sinna eftirliti ef niðurstaða fyrir þolendur er jafn slæm eða verri en var meðan á vinnumansalinu stóð. Þolendum vinnumansals verði tryggð nauðsynleg félagsleg úrræði, eftir atvikum. Koma þarf upp sérstöku ferli til að bera kennsl á þolendur vinnumansals. Tryggja þarf fullnægjandi þekkingu á málaflokknum í réttarkerfinu og forgangsraða fræðslunni til að geta betur sinnt málaflokknum. Enda eru slík mál alla jafna flókin og viðkvæm bæði í rannsókn og saksókn. Lög um atvinnuréttindi útlendinga verði endurskoðuð og eftir atvikum lögum um útlendinga í því augnamiði að takmarka líkur á vinnumansali.
Mansal Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira