Amanda hóf leikinn á bekknum en hún var á skotskónum í fyrri leik liðanna sem lauk með 4-1 sigri Twente. Það má segja að leikur kvöldsins hafi því verið ákveðið formsatriði en Twente gekk frá leiknum með þremur mörkum í fyrri háfleik.
Amanda kom inn af bekknum í hálfleik og lagði upp fjórða mark liðsins aðeins fimm mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin ekki og 4-0 sigur Twente staðreynd sem flaug inn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Dregið verður í téða riðlakeppni á morgun, föstudag.