Ætlar sér að vinna heimsleikana í Crossfit Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2024 08:01 Breki er ótrúlegur íþróttamaður. Vísir/einar Breki Þórðarson hafnaði í öðru sæti á heimsleikum fatlaðra í Crossfit. Hann setur stefnuna á það að keppa í Crossfit ófatlaðra. Breki er nýkominn frá heimsleikunum í Texas í Bandaríkjunum þar sem hann náði þessum frábæra árangri. Hann keppir í sínum fötlunarflokki en Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „Fyrsti dagurinn byrjaði mjög sterkt og þá öðlaðist ég mikið sjálfstraust fyrir næstu dögum. Síðan gekk þetta svona upp og ofan eftir það og síðustu tvær greinarnar gekk mér ekkert allt of vel í og ég hefði viljað framkvæma betur. En ef einhver hefði sagt við mig fyrir leikana að ég myndi lenda í öðru sæti þá hefði ég tekið því. En eftir fyrsta daginn var ég farinn að sjá fyrir mér að ég gæti hafnað í fyrsta sætinu og því var þetta smá súrsætt,“ segir Breki í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Sumar æfingar of erfiðar Eins og áður segir fæddist Breki og er hann einhentur. „Sumar greinar eru þannig að ég get varla framkvæmt þær, eins og hreyfingar þar sem ég þarf að vera með tvö handlóð. Ég er aftur á móti búinn að læra að nota stöngina við upphífingar og annað. En tvö handlóð er frekar erfitt. Svo eru einhver atriði sem eru þess eðlis, að ég kannski get gert þau en það er erfiðara fyrir mig.“ Breki starfar sem verkefnastjóri hjá Eflu og getur ekki lifað á því að vera Crossfittari. „Því miður borgar þetta ekki nægilega mikið til að ég geti verið atvinnumaður. Ég fékk einhvern hundrað þúsund kall fyrir að lenda í öðru sæti. Ég vinn því fullt starf hjá Eflu og síðan kem ég hingað á kvöldin og æfi.“ Hann setur markið á það að vinna heimsleikana í Crossfit fatlaðra á næstu leikum og hefur einnig hug á því að keppa í Crossfit hér á landi í flokki ófatlaðra. CrossFit Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Breki er nýkominn frá heimsleikunum í Texas í Bandaríkjunum þar sem hann náði þessum frábæra árangri. Hann keppir í sínum fötlunarflokki en Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „Fyrsti dagurinn byrjaði mjög sterkt og þá öðlaðist ég mikið sjálfstraust fyrir næstu dögum. Síðan gekk þetta svona upp og ofan eftir það og síðustu tvær greinarnar gekk mér ekkert allt of vel í og ég hefði viljað framkvæma betur. En ef einhver hefði sagt við mig fyrir leikana að ég myndi lenda í öðru sæti þá hefði ég tekið því. En eftir fyrsta daginn var ég farinn að sjá fyrir mér að ég gæti hafnað í fyrsta sætinu og því var þetta smá súrsætt,“ segir Breki í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Sumar æfingar of erfiðar Eins og áður segir fæddist Breki og er hann einhentur. „Sumar greinar eru þannig að ég get varla framkvæmt þær, eins og hreyfingar þar sem ég þarf að vera með tvö handlóð. Ég er aftur á móti búinn að læra að nota stöngina við upphífingar og annað. En tvö handlóð er frekar erfitt. Svo eru einhver atriði sem eru þess eðlis, að ég kannski get gert þau en það er erfiðara fyrir mig.“ Breki starfar sem verkefnastjóri hjá Eflu og getur ekki lifað á því að vera Crossfittari. „Því miður borgar þetta ekki nægilega mikið til að ég geti verið atvinnumaður. Ég fékk einhvern hundrað þúsund kall fyrir að lenda í öðru sæti. Ég vinn því fullt starf hjá Eflu og síðan kem ég hingað á kvöldin og æfi.“ Hann setur markið á það að vinna heimsleikana í Crossfit fatlaðra á næstu leikum og hefur einnig hug á því að keppa í Crossfit hér á landi í flokki ófatlaðra.
CrossFit Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Dagskráin: Besta helgi ársins í NFL Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Hákon skoraði í endurkomusigri Lille „Mér fannst við þora að vera til“ Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Strákarnir hans Arons töpuðu aftur Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira