Miðflokkurinn: fjarverandi í landi tækifæranna Lilja Hrund Lúðvíksdóttir skrifar 27. september 2024 09:00 Það er fagnaðarefni þegar ungt fólk vill leggja sitt af mörkum og taka þátt í stjórnmálum. Öflugar ungliðahreyfingar veita stjórnmálaöflum nauðsynlegt aðhald og þátttaka ungs fólks í þjóðfélagsumræðunni er lýðræðinu mikilvæg. Það er eðlilegt að gera þá kröfu að stjórnmálamenn, sem fá greitt fyrir starf sitt úr vasa skattgreiðenda, tali máli ungs fólks, séu með hugann við verkið og sinni vinnunni sinni. Starfsfólk sem mætir illa til vinnu og skilar litlu endist stutt á flestum vinnustöðum. Í nýrri grein sinni - Er Miðflokkurinn fyrir ungt fólk? - skrifar formaður nýstofnaðrar ungliðahreyfingar Miðflokksins í suðvesturkjördæmi að íslenska þjóðin standi á krossgötum. Miðflokkurinn muni, í því skyni að tryggja áframhaldandi velferð, nálgast pólitíkina á lausnamiðaðan hátt og með skynsamri stefnumótun, enda séu undirstöður flokksins gildi sem standa með landi og þjóð af skynsemishyggju og „skapa vettvang þar sem ungt fólk getur tekið virkan þátt og mótað sína eigin framtíð.“ Málin sem brenna á Miðflokksmönnum Þessi orð formannsins eru athyglisverð. Ekki síst í ljósi þess að á yfirstandandi kjörtímabili hefur Miðflokkurinn, sem virðist nú hafa endurskilgreint sig sem flokk fyrir ungt fólk, varla staðið í ströngu við að tryggja velferð eða tækifæri yngri kynslóðarinnar. Raunar hefur hvorugur þingmaður Miðflokksins haft fyrir því að leggja fram eitt einasta þingmannamál það sem af er af þessu löggjafarþingi. Þá reynist ítarleit að málum sem snúa að hagsmunum ungs fólks á málaskrá Miðflokksins yfir kjörtímabilið í heild sinni ekki þung í vöfum. Málin eru enda ekki sérlega mörg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi og formaður Miðflokksins, hefur á síðustu sex þingvetrum lagt fram frumvarp til laga alls fimm sinnum. Raunar er bara um tvö mismunandi mál að ræða, mál sem hann hefur endurflutt misoft, annars vegar um hækkun starfslokaaldurs opinberra starfsmanna og hins vegar um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu. Hinn þingmaður Miðflokksins, Bergþór Ólason, lagði aftur á móti síðast fram frumvarp þingveturinn 2021-2022 og fjallaði það um sýklalyfjanotkun við framleiðslu matvæla. Það er gleðilegt að sjá Miðflokksmenn, með skynsemishyggjuna í forgrunni, halda framtíðarsýninni á lofti með dugnaði sínum á þinginu: „Ísland sem land tækifæranna - þar sem allir hafa tækifæri til að blómstra“. Bara ef einhverjum öðrum, ef til vill afkastameiri, stjórnmálaflokki hefði dottið þetta slagorð fyrr í hug. Að láta verkin tala Rétt er að benda á að ákveðnar takmarkanir felast í því að vera óbreyttur þingmaður líkt og á við um þingmenn Miðflokksins. Og þó. Diljá Mist Einarsdóttir hefur það sem af er þessa þings lagt fram sex frumvörp, þar af tvö sem snúa sérstaklega að ungu fólki: hækkun skattleysisaldurs og frádráttur frá tekjuskatti vegna barna. Berglind Ósk Guðmundsdóttir hefur á þessu þingi lagt fram fimm frumvörp, m.a. til breytinga á lögum um fæðingarorlof vegna tímamarks á hækkun greiðslna. Bæði Diljá og Berglind, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, eru öflugir málsvarar ungs fólks á Alþingi. Ungir Miðflokksmenn geta þannig andað léttar, vitandi að þeir eiga hauk í horni á þinginu þegar þeirra eigin þingmenn virðist uppteknir við annað. Raunar svo mjög að fjarvera þeirra Sigmundar Davíðs og Bergþórs við atkvæðagreiðslur á þinginu hljóp á tugum prósenta, eða 62% og 35% á síðasta þingvetri. Mál ungs fólks, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram eða talað fyrir á kjörtímabilinu, einskorðast ekki aðeins við þau mál sem Diljá og Berglind hafa lagt fram. Meðal annarra þingmála flokksins sem snúa að ungu fólki má nefna afnám stimpilgjalds vegna kaupa á íbúðarhúsnæði og frádrátt frá tekjuskatti vegna heimilishjálpar. Hér eru þær Diljá og Berglind teknar sérstaklega út fyrir sviga þar sem þær eru ekki nema rétt skriðnar yfir þrítugt, ásamt reyndar tveimur af fimm ráðherrum flokksins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru tveir af yngstu kvenráðherrum sögunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enda á 95 ára sögu sinni ítrekað sýnt það í verki að hann treystir ungu fólki til forystu og þannig fjölgað tækifærum, bætt lífskjör og búið í haginn fyrir framtíðina í áraraðir. Það skiptir máli hverjir stjórna Formaður nýju ungliðahreyfingarinnar segir að tryggja þurfi áframhaldandi velferð og tækifæri fyrir komandi kynslóðir. Í þessum orðum felst ágæt viðurkenning á árangri síðustu ára og sjálfsagt að taka undir mikilvægi þess að tryggja áfram stöðu Íslands í fremstu röð meðal þjóða í alþjóðlegum samanburði. Það verður þó ekki gert nema undir traustri forystu þeirra sem láta verkin tala, en ekki þeirra sem kjósa að skorast undan ábyrgð eftir hentisemi og hverra skoðanir fylgja aðeins lögmálum vindhanans. Sjálfstæðisstefnan hefur sannað sig í hátt í öld. Trú á einstaklinginn, frelsi hans og sköpunargáfu í samfélagi manna, þar sem allir fá að njóta sín er hjarta sjálfstæðisstefnunnar. Trú á þjóðfélag sem fagnar fjölbreytileika, sem hefur sameinast um sáttmála um öflugt velferðarkerfi til þess að styðja þá sem á þurfa að halda, á grunni framtakssemi fólks og öflugs atvinnulífs, er og hefur verið leiðarstef Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar og forsvarsfólks hennar, sem er þeim kosti gætt að leggja í vana sinn að mæta til vinnu, má vænta þess að í íslensku samfélagi séu velferð og tækifæri allra landsmanna tryggð. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni þegar ungt fólk vill leggja sitt af mörkum og taka þátt í stjórnmálum. Öflugar ungliðahreyfingar veita stjórnmálaöflum nauðsynlegt aðhald og þátttaka ungs fólks í þjóðfélagsumræðunni er lýðræðinu mikilvæg. Það er eðlilegt að gera þá kröfu að stjórnmálamenn, sem fá greitt fyrir starf sitt úr vasa skattgreiðenda, tali máli ungs fólks, séu með hugann við verkið og sinni vinnunni sinni. Starfsfólk sem mætir illa til vinnu og skilar litlu endist stutt á flestum vinnustöðum. Í nýrri grein sinni - Er Miðflokkurinn fyrir ungt fólk? - skrifar formaður nýstofnaðrar ungliðahreyfingar Miðflokksins í suðvesturkjördæmi að íslenska þjóðin standi á krossgötum. Miðflokkurinn muni, í því skyni að tryggja áframhaldandi velferð, nálgast pólitíkina á lausnamiðaðan hátt og með skynsamri stefnumótun, enda séu undirstöður flokksins gildi sem standa með landi og þjóð af skynsemishyggju og „skapa vettvang þar sem ungt fólk getur tekið virkan þátt og mótað sína eigin framtíð.“ Málin sem brenna á Miðflokksmönnum Þessi orð formannsins eru athyglisverð. Ekki síst í ljósi þess að á yfirstandandi kjörtímabili hefur Miðflokkurinn, sem virðist nú hafa endurskilgreint sig sem flokk fyrir ungt fólk, varla staðið í ströngu við að tryggja velferð eða tækifæri yngri kynslóðarinnar. Raunar hefur hvorugur þingmaður Miðflokksins haft fyrir því að leggja fram eitt einasta þingmannamál það sem af er af þessu löggjafarþingi. Þá reynist ítarleit að málum sem snúa að hagsmunum ungs fólks á málaskrá Miðflokksins yfir kjörtímabilið í heild sinni ekki þung í vöfum. Málin eru enda ekki sérlega mörg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi og formaður Miðflokksins, hefur á síðustu sex þingvetrum lagt fram frumvarp til laga alls fimm sinnum. Raunar er bara um tvö mismunandi mál að ræða, mál sem hann hefur endurflutt misoft, annars vegar um hækkun starfslokaaldurs opinberra starfsmanna og hins vegar um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu. Hinn þingmaður Miðflokksins, Bergþór Ólason, lagði aftur á móti síðast fram frumvarp þingveturinn 2021-2022 og fjallaði það um sýklalyfjanotkun við framleiðslu matvæla. Það er gleðilegt að sjá Miðflokksmenn, með skynsemishyggjuna í forgrunni, halda framtíðarsýninni á lofti með dugnaði sínum á þinginu: „Ísland sem land tækifæranna - þar sem allir hafa tækifæri til að blómstra“. Bara ef einhverjum öðrum, ef til vill afkastameiri, stjórnmálaflokki hefði dottið þetta slagorð fyrr í hug. Að láta verkin tala Rétt er að benda á að ákveðnar takmarkanir felast í því að vera óbreyttur þingmaður líkt og á við um þingmenn Miðflokksins. Og þó. Diljá Mist Einarsdóttir hefur það sem af er þessa þings lagt fram sex frumvörp, þar af tvö sem snúa sérstaklega að ungu fólki: hækkun skattleysisaldurs og frádráttur frá tekjuskatti vegna barna. Berglind Ósk Guðmundsdóttir hefur á þessu þingi lagt fram fimm frumvörp, m.a. til breytinga á lögum um fæðingarorlof vegna tímamarks á hækkun greiðslna. Bæði Diljá og Berglind, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, eru öflugir málsvarar ungs fólks á Alþingi. Ungir Miðflokksmenn geta þannig andað léttar, vitandi að þeir eiga hauk í horni á þinginu þegar þeirra eigin þingmenn virðist uppteknir við annað. Raunar svo mjög að fjarvera þeirra Sigmundar Davíðs og Bergþórs við atkvæðagreiðslur á þinginu hljóp á tugum prósenta, eða 62% og 35% á síðasta þingvetri. Mál ungs fólks, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram eða talað fyrir á kjörtímabilinu, einskorðast ekki aðeins við þau mál sem Diljá og Berglind hafa lagt fram. Meðal annarra þingmála flokksins sem snúa að ungu fólki má nefna afnám stimpilgjalds vegna kaupa á íbúðarhúsnæði og frádrátt frá tekjuskatti vegna heimilishjálpar. Hér eru þær Diljá og Berglind teknar sérstaklega út fyrir sviga þar sem þær eru ekki nema rétt skriðnar yfir þrítugt, ásamt reyndar tveimur af fimm ráðherrum flokksins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru tveir af yngstu kvenráðherrum sögunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enda á 95 ára sögu sinni ítrekað sýnt það í verki að hann treystir ungu fólki til forystu og þannig fjölgað tækifærum, bætt lífskjör og búið í haginn fyrir framtíðina í áraraðir. Það skiptir máli hverjir stjórna Formaður nýju ungliðahreyfingarinnar segir að tryggja þurfi áframhaldandi velferð og tækifæri fyrir komandi kynslóðir. Í þessum orðum felst ágæt viðurkenning á árangri síðustu ára og sjálfsagt að taka undir mikilvægi þess að tryggja áfram stöðu Íslands í fremstu röð meðal þjóða í alþjóðlegum samanburði. Það verður þó ekki gert nema undir traustri forystu þeirra sem láta verkin tala, en ekki þeirra sem kjósa að skorast undan ábyrgð eftir hentisemi og hverra skoðanir fylgja aðeins lögmálum vindhanans. Sjálfstæðisstefnan hefur sannað sig í hátt í öld. Trú á einstaklinginn, frelsi hans og sköpunargáfu í samfélagi manna, þar sem allir fá að njóta sín er hjarta sjálfstæðisstefnunnar. Trú á þjóðfélag sem fagnar fjölbreytileika, sem hefur sameinast um sáttmála um öflugt velferðarkerfi til þess að styðja þá sem á þurfa að halda, á grunni framtakssemi fólks og öflugs atvinnulífs, er og hefur verið leiðarstef Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. Undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar og forsvarsfólks hennar, sem er þeim kosti gætt að leggja í vana sinn að mæta til vinnu, má vænta þess að í íslensku samfélagi séu velferð og tækifæri allra landsmanna tryggð. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun