Valdatafl Skák og Mát! Lárus Guðmundsson skrifar 27. september 2024 11:00 Hið pólitíska valdatafl er hafið, fólk í hinum ýmsu flokkum farið að gera sig gildandi og framboðstitringurinn áberandi. Enginn vill vera peð en margir vilja verða riddarar, hrókar eða biskupar, svo eru það þau sem stefna á kónginn eða drottninguna. Áhugaverðir tímar fram undan í íslenskri pólitík! En kíkjum aðeins á stöðuna. Sjálfstæðisflokkur: Þar situr Bjarni Kóngur enn sem karlinn í brúnni og hefur í langan tíma ekki vitað í hvorn fótinn hann eigi að stíga, hægri eða vinstri. Fylgiskannanir alger martröð og Bjarni virðist kominn á endastöð sem formaður. Sleppir ekki tökunum, keppnisskapið bannar honum að yfirgefa flokkinn á lægsta punkti jafnvel þó hann sé mát. Vonbiðlarnir í formanninn eru nokkrir, hrókar, riddarar og biskupar sem láta sig dreyma um að enda sem kóngur eða drottning. Stöllurnar Þórdís Kolbrún , Áslaug Arna og Jón Gunnarsson. Engin af þeim líkleg til að leiða flokkinn úr ógöngunum ? Mögulega kemur svo riddarinn á hvíta hestinum einhvers staðar undan feldi og reynist bjargvættur. Miðflokkurinn með minnsta þingflokkinn geysist áfram á Gullvagninum og fylgið mælist í hæstu hæðum! Þar sitja þeir Sigmundur Davíð og Bergþór fremstir í vagninum og kyrja í kór "Sendu nú gullvagninn að sækja mig" eins og segir í laginu góða. Og þeir eru sannarlega margir sem vilja verða sóttir, gullvagninn laðar að, ekki bara fylgi heldur líka þá sem vilja komast um borð í vagninn, biskupar, riddarar og hrókar. Samfylkingin með drottninguna Kristrúnu Frosta er á toppnum. Fáir skilja ástæðuna en mælska Kristrúnar og skörungsskapur er líklegasta skýringin. Ekki eru það málefnin því að þau eru vægast sagt mjög óljós. En svo er það órólega deildin í flokknum sem mun sýna sig betur þegar nær dregur, sú deild er lítt hrifin af léttri hægri sveiflu sem greina má undir yfirborðinu á orðaflaumi Kristrúnar. Vinstri græn, úff! Þar er fátt um fína drætti ! Peðin áberandi og formannsefnið Svandís Svavarsdóttir aðeins skugginn af þeirri drottningu sem hana langar til að verða. Hvað er til ráða? Svandís kafar líklega ofan í gamlar skúffur föður síns og leitar gömlu málefnanna sem VG stóð einhvern tímann fyrir. Tíminn er orðinn naumur fyrir Svandísi. Axarsköftin of mörg í samstarfinu við Sjálfstæðis og Framsóknarflokk í ríkisstjórnartíð Kötu Jak. Ef VG nær inn á þing eftir kosningar verða mögulega hlutverkaskipti við Miðflokkinn þegar kemur að því að vera minnsti flokkurinn á þingi. Held þó að kannanir sem sýni að VG nái ekki inn á þing, muni ekki standast. Píratar hafa verið að missa peð úr flokknum og ókyrrð merkjanleg í forystu þeirra. Einstaka riddari er þó innanborðs en fátt um fína drætti. Finnst þó Björn Leví þeirra frambærilegastur. Átta mig ekki á stefnumálunum ef einhver eru? Framsókn ætti að fá sér nýtt slagorð, þeir hafa verið bestir í því í fortíðinni. Mín tillaga fyrir þeirra hönd er: Það er ekkert að frétta! Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins er með þingkonurnar Ingu Sæland og Ásthildi Lóu. Þær eru einlægar í baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minna mega sín og ég virði það. En dálítið þreytandi þessi hvassi tónn sem Inga Sæland notar alltaf í sínum ræðum og málflutningi. Veikleikinn flokksins felst í skorti á öflugu fólki í þeirra röðum. Viðreisn er miðjumoð og litlaus flokkur, endalaust tal um Evrópusambandið einkennir flokkinn og áberandi þreytumerki eru kringum formann hans. Þurfa nauðsynlega nýtt blóð, er Jón Gnarr svarið? Sósíalistaflokkurinn með Sönnu gæti náð inn á þing, en hún þarf að sanna sig á nýjum vettvangi. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar á næstu mánuðum og andrúmsloftið verður þrungið spennu, baráttan er rétt að byrja. Skákin er hafin og mannfórnir verða, á endanum verða svo einhverjir mát. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Hið pólitíska valdatafl er hafið, fólk í hinum ýmsu flokkum farið að gera sig gildandi og framboðstitringurinn áberandi. Enginn vill vera peð en margir vilja verða riddarar, hrókar eða biskupar, svo eru það þau sem stefna á kónginn eða drottninguna. Áhugaverðir tímar fram undan í íslenskri pólitík! En kíkjum aðeins á stöðuna. Sjálfstæðisflokkur: Þar situr Bjarni Kóngur enn sem karlinn í brúnni og hefur í langan tíma ekki vitað í hvorn fótinn hann eigi að stíga, hægri eða vinstri. Fylgiskannanir alger martröð og Bjarni virðist kominn á endastöð sem formaður. Sleppir ekki tökunum, keppnisskapið bannar honum að yfirgefa flokkinn á lægsta punkti jafnvel þó hann sé mát. Vonbiðlarnir í formanninn eru nokkrir, hrókar, riddarar og biskupar sem láta sig dreyma um að enda sem kóngur eða drottning. Stöllurnar Þórdís Kolbrún , Áslaug Arna og Jón Gunnarsson. Engin af þeim líkleg til að leiða flokkinn úr ógöngunum ? Mögulega kemur svo riddarinn á hvíta hestinum einhvers staðar undan feldi og reynist bjargvættur. Miðflokkurinn með minnsta þingflokkinn geysist áfram á Gullvagninum og fylgið mælist í hæstu hæðum! Þar sitja þeir Sigmundur Davíð og Bergþór fremstir í vagninum og kyrja í kór "Sendu nú gullvagninn að sækja mig" eins og segir í laginu góða. Og þeir eru sannarlega margir sem vilja verða sóttir, gullvagninn laðar að, ekki bara fylgi heldur líka þá sem vilja komast um borð í vagninn, biskupar, riddarar og hrókar. Samfylkingin með drottninguna Kristrúnu Frosta er á toppnum. Fáir skilja ástæðuna en mælska Kristrúnar og skörungsskapur er líklegasta skýringin. Ekki eru það málefnin því að þau eru vægast sagt mjög óljós. En svo er það órólega deildin í flokknum sem mun sýna sig betur þegar nær dregur, sú deild er lítt hrifin af léttri hægri sveiflu sem greina má undir yfirborðinu á orðaflaumi Kristrúnar. Vinstri græn, úff! Þar er fátt um fína drætti ! Peðin áberandi og formannsefnið Svandís Svavarsdóttir aðeins skugginn af þeirri drottningu sem hana langar til að verða. Hvað er til ráða? Svandís kafar líklega ofan í gamlar skúffur föður síns og leitar gömlu málefnanna sem VG stóð einhvern tímann fyrir. Tíminn er orðinn naumur fyrir Svandísi. Axarsköftin of mörg í samstarfinu við Sjálfstæðis og Framsóknarflokk í ríkisstjórnartíð Kötu Jak. Ef VG nær inn á þing eftir kosningar verða mögulega hlutverkaskipti við Miðflokkinn þegar kemur að því að vera minnsti flokkurinn á þingi. Held þó að kannanir sem sýni að VG nái ekki inn á þing, muni ekki standast. Píratar hafa verið að missa peð úr flokknum og ókyrrð merkjanleg í forystu þeirra. Einstaka riddari er þó innanborðs en fátt um fína drætti. Finnst þó Björn Leví þeirra frambærilegastur. Átta mig ekki á stefnumálunum ef einhver eru? Framsókn ætti að fá sér nýtt slagorð, þeir hafa verið bestir í því í fortíðinni. Mín tillaga fyrir þeirra hönd er: Það er ekkert að frétta! Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins er með þingkonurnar Ingu Sæland og Ásthildi Lóu. Þær eru einlægar í baráttu sinni fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minna mega sín og ég virði það. En dálítið þreytandi þessi hvassi tónn sem Inga Sæland notar alltaf í sínum ræðum og málflutningi. Veikleikinn flokksins felst í skorti á öflugu fólki í þeirra röðum. Viðreisn er miðjumoð og litlaus flokkur, endalaust tal um Evrópusambandið einkennir flokkinn og áberandi þreytumerki eru kringum formann hans. Þurfa nauðsynlega nýtt blóð, er Jón Gnarr svarið? Sósíalistaflokkurinn með Sönnu gæti náð inn á þing, en hún þarf að sanna sig á nýjum vettvangi. Mikið vatn á eftir að renna til sjávar á næstu mánuðum og andrúmsloftið verður þrungið spennu, baráttan er rétt að byrja. Skákin er hafin og mannfórnir verða, á endanum verða svo einhverjir mát. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun