Viðbrögð við vanlíðan ungmenna Sandra Björk Birgisdóttir skrifar 27. september 2024 12:03 Ungt fólk er að upplifa mjög margt í fyrsta skipti, meðal annars margar nýjar tilfinningar sem þau kunna illa eða jafnvel alls ekki að takast á við. En ef samfélagið okkar skapar aðstæður sem gefa börnum og ungmennum rík tækifæri til þess að efla geðheilsuna, þroskast og blómstra á eigin forsendum og rækta bæði sjálfsmynd sína og styrkleika verða þau sífellt betur í stakk búin til að takast á við nýjar eða erfiðar tilfinningar. Til að stuðla að þessum þroska er mikilvægt að við séum jafn óhrædd við að tala um geðheilsu og andlega líðan eins og þá líkamlegu. Þannig læra börn og ungmenni betur og betur að takast á við lífið og allt sem það hefur upp á að bjóða. Það þýðir líka að við þurfum að vera óhrædd við að taka spjallið um erfiðar og flóknar tilfinningar, rétt eins og allar aðrar, því það er óhjákvæmilegt að ungt fólk upplifi vanlíðan á einhverjum tímapunkti því það er hluti af lífinu og við þurfum að læra að takast á við það. Bjargráð gegn vanlíðan Það eru til nokkur einföld ráð sem geta hjálpað fólki að takast á við mikla vanlíðan. Það er fyrst og fremst mjög gagnlegt fyrir okkur öll, sérstaklega ungmenni, að tala við einhvern sem maður treystir og segja frá líðaninni og hugsunum. Gefum ungmennum í kringum okkur gaum, ert þú aðilinn í þínu nærumhverfi sem hægt er að leita til? Það er líka mikilvægt að reyna að vera í kringum fólk frekar en að einangra sig. Munum að það er styrkleikamerki að leita sér hjálpar og enginn skömm í því að líða illa. Svo er gagnlegt að minna sig á að tilfinningar og hugsanir okkar eru eins og fljót, á sífelldu skriði og alltaf að breytast. Líðan getur því verið allt önnur á morgun en í dag og jafnvel eftir klukkustund. Þess vegna er best að taka bara eitt skref í einu og komast gegnum daginn, enda getur það auðveldlega verið yfirþyrmandi að hugsa of mikið um hlutina eða horfa langt fram í tímann. Það er mismunandi eftir einstaklingum hvað hjálpar hverjum og einum, hvað virkar best og hvað fólki finnst gott að gera þegar því líður illa. En oft getur það reynst fólki hjálplegt að gera það sem hefur áður veitt ánægju eða hefur reynst vel til að ná jafnvægi á líðan. En það er um leið gott að huga að því að bjargráðin sem maður notar bæti helst líðan til lengri tíma litið, en ekki bara um stundarsakir. Sjálfsvígshugsanir eru merki um þörf á aðstoð Í sumum tilfellum getur vanlíðan orðið það mikil að fólk upplifi sjálfsvígshugsanir. Þær geta verið allt frá óljósum tilfinningum og hugsunum um að vilja ekki lifa lengur þó að viðkomandi sé ekki í raun að hugsa um að enda líf sitt, yfir í sterkar og alvarlegar sjálfsvígshugsanir. Sjálfsvígshugsanir eru alltaf merki um mikla vanlíðan og að einstaklingur þurfi á aðstoð að halda. Þess vegna skiptir miklu máli að segja einhverjum sem maður treystir frá slíkum hugsunum, hvort sem það er vinur, fjölskyldumeðlimur, kennari, vinnufélagi eða einhver annar. Sjálfsvígshugsanir eru ekkert til að skammast sín fyrir, en því miður er svo mikið af fólki sem líður illa að þær eru nokkuð algengar. Við hjá Hjálparsímanum 1717 og netspjallinu 1717.is höfum til að mynda tekið á móti miklum fjölda samtala um sjálfsvígshugsanir síðustu árin. Árið 2022 voru samtölin 1127 og árið 2023 voru þau 1413, þar af 490 við ungmenni sem voru undir 25 ára aldri. Hvernig á að ræða sjálfsvígshugsanir? Ef það er grunur eða vitneskja um mikla vanlíðan hjá einstaklingi er bæði nauðsynlegt og hjálplegt að spyrja beint út í sjálfsvígshugsanir. Rannsóknir sýna að slíkar spurningar hafa ekki fælandi eða ögrandi áhrif á einstakling í sjálfsvígshugleiðingum. Hins vegar þarf að spyrja slíkra spurninga af nærgætni og virðingu. Með því að spyrja viðkomandi beint út í eðli hugsananna og tíðni þeirra gefur það honum tækifæri á að spegla þær með öðrum einstaklingi, sem veitir oft ákveðinn létti. Mikilvægt er að viðurkenna þá vanlíðan sem einstaklingurinn er að upplifa og benda á hvar hægt er að fá aðstoð. Það er alltaf hægt að leita til eftirfarandi aðila: Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið 1717.is Pieta síminn 552-2218 Símaráðgjöf Heilsuveru 1700 og netspjallið heilsuvera.is Höfundur er Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá Hjálparsíma Rauða krossins - 1717. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk er að upplifa mjög margt í fyrsta skipti, meðal annars margar nýjar tilfinningar sem þau kunna illa eða jafnvel alls ekki að takast á við. En ef samfélagið okkar skapar aðstæður sem gefa börnum og ungmennum rík tækifæri til þess að efla geðheilsuna, þroskast og blómstra á eigin forsendum og rækta bæði sjálfsmynd sína og styrkleika verða þau sífellt betur í stakk búin til að takast á við nýjar eða erfiðar tilfinningar. Til að stuðla að þessum þroska er mikilvægt að við séum jafn óhrædd við að tala um geðheilsu og andlega líðan eins og þá líkamlegu. Þannig læra börn og ungmenni betur og betur að takast á við lífið og allt sem það hefur upp á að bjóða. Það þýðir líka að við þurfum að vera óhrædd við að taka spjallið um erfiðar og flóknar tilfinningar, rétt eins og allar aðrar, því það er óhjákvæmilegt að ungt fólk upplifi vanlíðan á einhverjum tímapunkti því það er hluti af lífinu og við þurfum að læra að takast á við það. Bjargráð gegn vanlíðan Það eru til nokkur einföld ráð sem geta hjálpað fólki að takast á við mikla vanlíðan. Það er fyrst og fremst mjög gagnlegt fyrir okkur öll, sérstaklega ungmenni, að tala við einhvern sem maður treystir og segja frá líðaninni og hugsunum. Gefum ungmennum í kringum okkur gaum, ert þú aðilinn í þínu nærumhverfi sem hægt er að leita til? Það er líka mikilvægt að reyna að vera í kringum fólk frekar en að einangra sig. Munum að það er styrkleikamerki að leita sér hjálpar og enginn skömm í því að líða illa. Svo er gagnlegt að minna sig á að tilfinningar og hugsanir okkar eru eins og fljót, á sífelldu skriði og alltaf að breytast. Líðan getur því verið allt önnur á morgun en í dag og jafnvel eftir klukkustund. Þess vegna er best að taka bara eitt skref í einu og komast gegnum daginn, enda getur það auðveldlega verið yfirþyrmandi að hugsa of mikið um hlutina eða horfa langt fram í tímann. Það er mismunandi eftir einstaklingum hvað hjálpar hverjum og einum, hvað virkar best og hvað fólki finnst gott að gera þegar því líður illa. En oft getur það reynst fólki hjálplegt að gera það sem hefur áður veitt ánægju eða hefur reynst vel til að ná jafnvægi á líðan. En það er um leið gott að huga að því að bjargráðin sem maður notar bæti helst líðan til lengri tíma litið, en ekki bara um stundarsakir. Sjálfsvígshugsanir eru merki um þörf á aðstoð Í sumum tilfellum getur vanlíðan orðið það mikil að fólk upplifi sjálfsvígshugsanir. Þær geta verið allt frá óljósum tilfinningum og hugsunum um að vilja ekki lifa lengur þó að viðkomandi sé ekki í raun að hugsa um að enda líf sitt, yfir í sterkar og alvarlegar sjálfsvígshugsanir. Sjálfsvígshugsanir eru alltaf merki um mikla vanlíðan og að einstaklingur þurfi á aðstoð að halda. Þess vegna skiptir miklu máli að segja einhverjum sem maður treystir frá slíkum hugsunum, hvort sem það er vinur, fjölskyldumeðlimur, kennari, vinnufélagi eða einhver annar. Sjálfsvígshugsanir eru ekkert til að skammast sín fyrir, en því miður er svo mikið af fólki sem líður illa að þær eru nokkuð algengar. Við hjá Hjálparsímanum 1717 og netspjallinu 1717.is höfum til að mynda tekið á móti miklum fjölda samtala um sjálfsvígshugsanir síðustu árin. Árið 2022 voru samtölin 1127 og árið 2023 voru þau 1413, þar af 490 við ungmenni sem voru undir 25 ára aldri. Hvernig á að ræða sjálfsvígshugsanir? Ef það er grunur eða vitneskja um mikla vanlíðan hjá einstaklingi er bæði nauðsynlegt og hjálplegt að spyrja beint út í sjálfsvígshugsanir. Rannsóknir sýna að slíkar spurningar hafa ekki fælandi eða ögrandi áhrif á einstakling í sjálfsvígshugleiðingum. Hins vegar þarf að spyrja slíkra spurninga af nærgætni og virðingu. Með því að spyrja viðkomandi beint út í eðli hugsananna og tíðni þeirra gefur það honum tækifæri á að spegla þær með öðrum einstaklingi, sem veitir oft ákveðinn létti. Mikilvægt er að viðurkenna þá vanlíðan sem einstaklingurinn er að upplifa og benda á hvar hægt er að fá aðstoð. Það er alltaf hægt að leita til eftirfarandi aðila: Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið 1717.is Pieta síminn 552-2218 Símaráðgjöf Heilsuveru 1700 og netspjallið heilsuvera.is Höfundur er Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá Hjálparsíma Rauða krossins - 1717.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun