Netanjahú sagðist mættur til að svara „lygum“ annarra þjóða Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 18:02 Netanjahú var mikið niðri fyrir þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag, 27. september 2024. AP/Pamela Smith Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að hann hefði aðeins mætt á það til þess að svara lygum og rógburði annarra þjóðarleiðtoga þar. Hann hét því að halda stríðinu gegn Hamas og Hezbollah áfram. Töluverður órói var í salnum í kringum ávarp Netanjahú og þurfti fundarstjóri að þagga niður í fundarmönnum. Áður en ísraelski forsætisráðherrann tók til máls hafði Robert Golob, forsætisráðherra Slóveníu, krafist þess að hann byndi enda á stríðið. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sakaði Ísraela um kerfisbundna slátrun á Palestínumönnum, beint á undan ávarpi Netanjahú. „Ég ætlaði mér ekki að koma hingað í ár. Landið mitt berst fyrir lífi sínu í stríði. En eftir að ég heyrði lygarnar og rógburðinn um landið mitt sem margir ræðumenn bera út úr þessu ræðupúlti ákvað ég að koma hingað og leiðrétta þá,“ sagði Netanjahú. Ekkert í máli Netanjahú benti til þess að það sjái fyrir endann á óöldinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Hét hann því að halda herferðinni gegn Hezbollah í Líbanon áfram þar til Ísraelsher nær markmiðum sínum þar. Ísraelsk stjórnvöld gætu ekki liðið daglegar eldflaugaárásir þaðan. „Ímyndið ykkur bara ef hryðjuverkamenn breyttu El Paso og San Diego í draugabæi. Hversu lengi liði bandaríska ríkisstjórnin það? Samt hefur Ísrael þolað þessa óþolandi stöðu í næstum því ár. Ég er kominn hingað í dag til þess að segja: nú er nóg komið,“ sagði Netanjahú og vísaði til bandarískra landamæraborga. Um stríðið á Gasaströndinni sagði Netanjahú að hægt væri að ljúka því hvenær sem er. Forsenda þess væri nú sem fyrr að Hamas-samtökin gæfust upp, legðu niður vopn og frelsuðu alla gíslana sem þau tóku í árásinni á Ísrael 7. október. „En ef þau gera það ekki berjumst við þar til við náum fullnaðarsigri. Fullnaðarsigri. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir hann.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. 27. september 2024 13:02 Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. 27. september 2024 06:59 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Sjá meira
Töluverður órói var í salnum í kringum ávarp Netanjahú og þurfti fundarstjóri að þagga niður í fundarmönnum. Áður en ísraelski forsætisráðherrann tók til máls hafði Robert Golob, forsætisráðherra Slóveníu, krafist þess að hann byndi enda á stríðið. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sakaði Ísraela um kerfisbundna slátrun á Palestínumönnum, beint á undan ávarpi Netanjahú. „Ég ætlaði mér ekki að koma hingað í ár. Landið mitt berst fyrir lífi sínu í stríði. En eftir að ég heyrði lygarnar og rógburðinn um landið mitt sem margir ræðumenn bera út úr þessu ræðupúlti ákvað ég að koma hingað og leiðrétta þá,“ sagði Netanjahú. Ekkert í máli Netanjahú benti til þess að það sjái fyrir endann á óöldinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Hét hann því að halda herferðinni gegn Hezbollah í Líbanon áfram þar til Ísraelsher nær markmiðum sínum þar. Ísraelsk stjórnvöld gætu ekki liðið daglegar eldflaugaárásir þaðan. „Ímyndið ykkur bara ef hryðjuverkamenn breyttu El Paso og San Diego í draugabæi. Hversu lengi liði bandaríska ríkisstjórnin það? Samt hefur Ísrael þolað þessa óþolandi stöðu í næstum því ár. Ég er kominn hingað í dag til þess að segja: nú er nóg komið,“ sagði Netanjahú og vísaði til bandarískra landamæraborga. Um stríðið á Gasaströndinni sagði Netanjahú að hægt væri að ljúka því hvenær sem er. Forsenda þess væri nú sem fyrr að Hamas-samtökin gæfust upp, legðu niður vopn og frelsuðu alla gíslana sem þau tóku í árásinni á Ísrael 7. október. „En ef þau gera það ekki berjumst við þar til við náum fullnaðarsigri. Fullnaðarsigri. Það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir hann.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Tengdar fréttir Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. 27. september 2024 13:02 Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. 27. september 2024 06:59 Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Sjá meira
Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. 27. september 2024 13:02
Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. 27. september 2024 06:59