„Komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á“ Hinrik Wöhler skrifar 27. september 2024 22:00 Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vanda líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld á móti Haukum í Olís-deild karla í handknattleik. Það var mikið skorað í Úlfarsárdalnum en leikurinn fór 37-34 fyrir Fram og að vonum var Einar kampakátur með sóknarleik liðsins í kvöld. „Sóknarlega vorum við stórkostlegir í kvöld en vorum í smá brasi með varnarleikinn. Það kom smá óöryggi á milli varnar og markmannanna. Það kemur og ég hef engar stórkostlegar áhyggjur af því. Við spiluðum frábærlega á köflum og er rosalega ánægður frammistöðuna í kvöld,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Hornamenn Fram, Ívar Logi Styrmisson og Eiður Rafn Valsson, áttu frábæran leik í kvöld en þeir skoruðu samanlagt 18 mörk og héldu uppi sóknarleik liðsins ásamt Reyni Þór Stefánssyni. „Við erum að fá fullt af færum úr hornunum og höfum verið að gera það. Þeir vita það sjálfir að nýtingin í fyrra var ekki nægilega góð og hafa markvisst unnið í því, hrós á þá. Við erum að fá mörk úr öllum stöðum nema kannski inn á línu,“ sagði Einar um sóknarleik liðsins. Reynir Þór með sýningu í síðari hálfleik Einar var einnig gríðarlega sáttur með frammistöðu Reynis Þórs en skaut aðeins á hann fyrir sofandahátt í fyrri hálfleik. „Reynir setti upp bara einhverja sýningu en hann var jafn lélegur í fyrri hálfleik. Liðið í heildina var frábært sóknarlega.“ Framarar voru með yfirhöndina meginþorra leiksins en náðu aldrei að slíta sig nægilega langt frá Haukum. Þrátt fyrir jafnan leik var Einar rólegur á hliðarlínunni og hafði trú á sínum mönnum. „Mér leið alltaf vel, þannig séð. Mér líður vel og það er gaman hjá okkur. Þetta eru frábærir gaurar og við erum bara að reyna njóta og hafa gaman að þessu. Við vorum ósáttir með okkur í hálfleik og töluðum um það að við áttum að vera yfir í hálfleik, kannski þrjú til fjögur mörk. Við vissum að myndum alltaf skora en ætluðum að loka varnarleiknum en það heppnaðist ekki. Við skorum þá bara enn þá meira í staðinn,“ sagði Einar. Eftir fjórar umferðir hefur Fram sigrað þrjá leiki og fer tímabilið vel af stað hjá lærisveinum Einars. „Við erum komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á. Frammistaðan hefur verið fín en við töpuðum fyrsta leiknum á móti FH sem var óþarfi að tapa að mínu mati. Þetta var kannski fyrsta alvöru prófið eftir leikinn á móti FH. Haukar eru búnir að vera flottir í vetur og þannig þetta var skemmtileg prófraun fyrir okkur og við stóðumst hana þokkalega vel,“ sagði þjálfarinn að lokum þegar hann var spurður út í upphaf tímabilsins. Olís-deild karla Fram Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
„Sóknarlega vorum við stórkostlegir í kvöld en vorum í smá brasi með varnarleikinn. Það kom smá óöryggi á milli varnar og markmannanna. Það kemur og ég hef engar stórkostlegar áhyggjur af því. Við spiluðum frábærlega á köflum og er rosalega ánægður frammistöðuna í kvöld,“ sagði Einar eftir leikinn í kvöld. Hornamenn Fram, Ívar Logi Styrmisson og Eiður Rafn Valsson, áttu frábæran leik í kvöld en þeir skoruðu samanlagt 18 mörk og héldu uppi sóknarleik liðsins ásamt Reyni Þór Stefánssyni. „Við erum að fá fullt af færum úr hornunum og höfum verið að gera það. Þeir vita það sjálfir að nýtingin í fyrra var ekki nægilega góð og hafa markvisst unnið í því, hrós á þá. Við erum að fá mörk úr öllum stöðum nema kannski inn á línu,“ sagði Einar um sóknarleik liðsins. Reynir Þór með sýningu í síðari hálfleik Einar var einnig gríðarlega sáttur með frammistöðu Reynis Þórs en skaut aðeins á hann fyrir sofandahátt í fyrri hálfleik. „Reynir setti upp bara einhverja sýningu en hann var jafn lélegur í fyrri hálfleik. Liðið í heildina var frábært sóknarlega.“ Framarar voru með yfirhöndina meginþorra leiksins en náðu aldrei að slíta sig nægilega langt frá Haukum. Þrátt fyrir jafnan leik var Einar rólegur á hliðarlínunni og hafði trú á sínum mönnum. „Mér leið alltaf vel, þannig séð. Mér líður vel og það er gaman hjá okkur. Þetta eru frábærir gaurar og við erum bara að reyna njóta og hafa gaman að þessu. Við vorum ósáttir með okkur í hálfleik og töluðum um það að við áttum að vera yfir í hálfleik, kannski þrjú til fjögur mörk. Við vissum að myndum alltaf skora en ætluðum að loka varnarleiknum en það heppnaðist ekki. Við skorum þá bara enn þá meira í staðinn,“ sagði Einar. Eftir fjórar umferðir hefur Fram sigrað þrjá leiki og fer tímabilið vel af stað hjá lærisveinum Einars. „Við erum komnir með miklu fleiri stig en ég átti von á. Frammistaðan hefur verið fín en við töpuðum fyrsta leiknum á móti FH sem var óþarfi að tapa að mínu mati. Þetta var kannski fyrsta alvöru prófið eftir leikinn á móti FH. Haukar eru búnir að vera flottir í vetur og þannig þetta var skemmtileg prófraun fyrir okkur og við stóðumst hana þokkalega vel,“ sagði þjálfarinn að lokum þegar hann var spurður út í upphaf tímabilsins.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn