Orbán ber til baka ummæli ráðgjafa um uppgjöf fyrir Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 22:24 Ungverjar myndu verjast innrás Rússa eftir allt saman ef marka má yfirlýsingar Viktors Orbán, forsætisráðherra landsins. Ráðgjafi hans gaf annað til kynna í vikunni. AP/Luca Bruno Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, ítrekaði í dag að landið myndi alltaf verja sig fyrir árásum annarra ríkja eftir að einn nánasti ráðgjafi hans kom sér í klandur með því að segja að Ungverjar hefðu ekki tekið til varna ef Rússar hefðu ráðist inn í landið. Ummæli ráðgjafans, sem féllu í hlaðvarpsþætti sem birtist á miðvikudag, ollu töluverðu uppnámi í Ungverjalandi, Balázs Orbán, sem er ekki skyldur Orbán forsætisráðherra, sagði þar að það hefði verið „ábyrgðarlaust“ af forseta Úkraínu að verja land sitt með hervaldi þegar Rússar gerðu innrás árið 2022. Ungverjar hefðu lært það af uppreisninni gegn hersetuliði Sovétríkjanna árið 1956 að fara ætti með „dýrmæt ungversk líf“ af varkárkni frekar en að „fórna þeim“ í varnir. Margir tóku ummælunum óstinnt upp þar sem með þeim virtist ráðgjafinn gefa til kynna að það það hefðu verið mistök af ungverskum uppreisnarmönnum að streitast gegn hernámi Sovétmanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Rauði herinn drap um þrjú þúsund óbreytta borgara og lagði stóran hluta Búdapestar í rúst þegar hann barði uppreisnina niður. Péter Magyar, leiðtogi ungversku stjórnarandstöðunnar, sakaði ráðgjafann um að svívirða minningu uppreisnarfólksins og krafðist þess að hann segði af sér. Bálazs Orbán er einn nánasti ráðgjafi Orbán forsætisráðherra. Þrátt fyrir eftirnafnið eru þeir ekki tengdir fjölskylduböndum.AP/Michel Euler Telja stríðið tilgangslaust Viktor Orbán reyndi að gera sem minnst úr ummælum ráðgjafa síns í dag. Lýsti hann þeim sem óljósum og það hefðu verið mistök af ráðgjafanum í þessu samhengi. Fullyrti forsætisráðherrann að Ungverjalandi hefði „alltaf varið sig, það mun verja sig í dag og það mun halda áfram að verja sig í framtíðinni með öllum tiltækum ráðum.“ Stjórn Orbán hefur reynt að hindra, tefja og draga úr efnahagslegri og hernaðarlegri aðstoð Evrópusambandsins við Úkraínu og refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Ráðgjafi forsætisráðherrans sagði í samfélagsmiðlafærslu í gær að ungverska ríkisstjórnin sæi „engan tilgang“ í stríðinu í Úkraínu og fullyrti að hundrað þúsundir manna hefði látið lífið þar „til einskis“. Eftir að Rússar gerðu allsherjarinnrás í Úkraínu í febrúar 2022 hafa þeir hernumið um fimmtung landsins. Þeir héldu síðar málamynda atkvæðagreiðslur í hernumdum héruðum til þess að réttlæta innlimum þeirra. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að Úkraína eigi sér ekki tilverurétt sem fullvalda ríki. Ungverjaland Rússland Sovétríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Ummæli ráðgjafans, sem féllu í hlaðvarpsþætti sem birtist á miðvikudag, ollu töluverðu uppnámi í Ungverjalandi, Balázs Orbán, sem er ekki skyldur Orbán forsætisráðherra, sagði þar að það hefði verið „ábyrgðarlaust“ af forseta Úkraínu að verja land sitt með hervaldi þegar Rússar gerðu innrás árið 2022. Ungverjar hefðu lært það af uppreisninni gegn hersetuliði Sovétríkjanna árið 1956 að fara ætti með „dýrmæt ungversk líf“ af varkárkni frekar en að „fórna þeim“ í varnir. Margir tóku ummælunum óstinnt upp þar sem með þeim virtist ráðgjafinn gefa til kynna að það það hefðu verið mistök af ungverskum uppreisnarmönnum að streitast gegn hernámi Sovétmanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Rauði herinn drap um þrjú þúsund óbreytta borgara og lagði stóran hluta Búdapestar í rúst þegar hann barði uppreisnina niður. Péter Magyar, leiðtogi ungversku stjórnarandstöðunnar, sakaði ráðgjafann um að svívirða minningu uppreisnarfólksins og krafðist þess að hann segði af sér. Bálazs Orbán er einn nánasti ráðgjafi Orbán forsætisráðherra. Þrátt fyrir eftirnafnið eru þeir ekki tengdir fjölskylduböndum.AP/Michel Euler Telja stríðið tilgangslaust Viktor Orbán reyndi að gera sem minnst úr ummælum ráðgjafa síns í dag. Lýsti hann þeim sem óljósum og það hefðu verið mistök af ráðgjafanum í þessu samhengi. Fullyrti forsætisráðherrann að Ungverjalandi hefði „alltaf varið sig, það mun verja sig í dag og það mun halda áfram að verja sig í framtíðinni með öllum tiltækum ráðum.“ Stjórn Orbán hefur reynt að hindra, tefja og draga úr efnahagslegri og hernaðarlegri aðstoð Evrópusambandsins við Úkraínu og refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Ráðgjafi forsætisráðherrans sagði í samfélagsmiðlafærslu í gær að ungverska ríkisstjórnin sæi „engan tilgang“ í stríðinu í Úkraínu og fullyrti að hundrað þúsundir manna hefði látið lífið þar „til einskis“. Eftir að Rússar gerðu allsherjarinnrás í Úkraínu í febrúar 2022 hafa þeir hernumið um fimmtung landsins. Þeir héldu síðar málamynda atkvæðagreiðslur í hernumdum héruðum til þess að réttlæta innlimum þeirra. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að Úkraína eigi sér ekki tilverurétt sem fullvalda ríki.
Ungverjaland Rússland Sovétríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira