„Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2024 15:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. aðsend „Engum, sem beitir aðra manneskju ofbeldi, líður vel. Við vitum sem er að aukin vanlíðan ungmenna, samfélagsmiðlanotkun, einmanaleiki, tilgangsleysi, félagsleg einangrun, fíknisjúkdómar og ofbeldi – allt eru þetta hlutir sem tengjast á einn eða annan hátt. Vanlíðan ungs fólks er eitt mikilvægasta málið í okkar samfélagi. Og hún tekur á sig ólíkar myndir, í sumum tilfellum þær dimmustu og sorglegustu hliðar lífsins sjálfs.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni á Haustþingi Viðreisnar fyrir fullum sal í Hlégarði í Mosfellsbæ. Í fréttatilkynningu frá flokknum kemur fram að skráning á þingið hafi gengið vel og að Viðreisn ætli sér að vera í lykilstöðu fyrir komandi kosningabaráttu. Þorgerður skaut föstum skotum að ríkisttjórninni og leiðarahöfundum Morgunblaðsins í ræðu sinni. Hún sagði ríkisstjórnina ekki koma neinu í verk vegna rifrilda. Hún lýsti því yfir að kosningabaráttan væri formlega hafin þó að kosningar séu ekki á dagskrá fyrr en næsta haust að öllu óbreyttu. „Allur tími þessarar ríkisstjórnar fer í innbyrðis erjur, þeirra á milli. Þetta skynjar fólk. Þetta er þjóðinni dýrt spaug. Þið munið kæru vinir - að tíminn er dýrmæt auðlind.“ Hún sagði mikilvægt fyrir Viðreisnarfólk að bíta í skjaldarrendur og tryggja sér hygli fólksins í landinu með því að minna á hvað flokkurinn stendur fyrir. „Því eins og okkar kona fyrir vestan segir, hún Kamala Harris, við ætlum ekki til baka,“ sagði hún. Þjóðin ráði en ekki leiðarahöfundar hjá Morgunblaðinu Hún minnti á sérstöðu flokksins þegar það kemur að málefnum er varða Evrópusambandið. Hún sagði það risa hagsmunamál og sérstaklega fyrir ungt fólk. Hún sagði valdið vera hjá fólkinu í þjóðinni en ekki hjá leiðarahöfundum Morgunblaðsins. Margmenni á haustþingi Viðreisnar. Jón Gnarr er í forgrunni ljósmyndar. aðsend „Og við viljum vera þjóð meðal þjóða og við treystum þjóðinni til að taka næstu skref til þess, helst fyrir kosningar. Kæru vinir - hér er ég auðvitað að tala um Evrópusambandið. Að við spyrjum þjóðina hvort eigi að halda áfram með aðildarviðræður og klára þær. Að við hættum að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Fáum inntakið á hreint, leyfum þjóðinni að marka sína framtíð en ekki leiðarahöfundum Moggans og öðrum leigupennum.“ „Þenjum ekki út báknið“ Hún sagði grunngildi Viðreisnar vera almenna skynsemi og réttlætiskennd. Hún ítrekaði jafnframt vilja flokksins til að hafa ríkisfjármálin í lagi og frjálslynt stjórnmálastarf. „Að við eigum fyrir því sem við ætlum að eyða. Þenjum ekki út báknið. Við viljum að mikilvægar hugmyndir um einfaldara kerfi og auðveldara líf verði að veruleika. Ég hitti fólk sem hefur áhyggjur af dýrri matarkörfu og áhrifum hennar á heimilisbókhaldið. Sem stendur sig núna að því að taka upp úr matarkörfunni hluti sem það hafði áður efni á. Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna, álagið hjá þeim er mikið og í mörg horn að líta. Þess vegna verðum við að vinna að því að brúa bilið og styðja við þennan mikilvæga hóp samfélagsins með afgerandi hætti. Gleymum ekki að öll mál, öll mál sem við snertum eru fjölskyldumál!“ Fólk virtist í stuði á fundinum.aðsend Viðreisn Fjármál heimilisins Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni á Haustþingi Viðreisnar fyrir fullum sal í Hlégarði í Mosfellsbæ. Í fréttatilkynningu frá flokknum kemur fram að skráning á þingið hafi gengið vel og að Viðreisn ætli sér að vera í lykilstöðu fyrir komandi kosningabaráttu. Þorgerður skaut föstum skotum að ríkisttjórninni og leiðarahöfundum Morgunblaðsins í ræðu sinni. Hún sagði ríkisstjórnina ekki koma neinu í verk vegna rifrilda. Hún lýsti því yfir að kosningabaráttan væri formlega hafin þó að kosningar séu ekki á dagskrá fyrr en næsta haust að öllu óbreyttu. „Allur tími þessarar ríkisstjórnar fer í innbyrðis erjur, þeirra á milli. Þetta skynjar fólk. Þetta er þjóðinni dýrt spaug. Þið munið kæru vinir - að tíminn er dýrmæt auðlind.“ Hún sagði mikilvægt fyrir Viðreisnarfólk að bíta í skjaldarrendur og tryggja sér hygli fólksins í landinu með því að minna á hvað flokkurinn stendur fyrir. „Því eins og okkar kona fyrir vestan segir, hún Kamala Harris, við ætlum ekki til baka,“ sagði hún. Þjóðin ráði en ekki leiðarahöfundar hjá Morgunblaðinu Hún minnti á sérstöðu flokksins þegar það kemur að málefnum er varða Evrópusambandið. Hún sagði það risa hagsmunamál og sérstaklega fyrir ungt fólk. Hún sagði valdið vera hjá fólkinu í þjóðinni en ekki hjá leiðarahöfundum Morgunblaðsins. Margmenni á haustþingi Viðreisnar. Jón Gnarr er í forgrunni ljósmyndar. aðsend „Og við viljum vera þjóð meðal þjóða og við treystum þjóðinni til að taka næstu skref til þess, helst fyrir kosningar. Kæru vinir - hér er ég auðvitað að tala um Evrópusambandið. Að við spyrjum þjóðina hvort eigi að halda áfram með aðildarviðræður og klára þær. Að við hættum að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Fáum inntakið á hreint, leyfum þjóðinni að marka sína framtíð en ekki leiðarahöfundum Moggans og öðrum leigupennum.“ „Þenjum ekki út báknið“ Hún sagði grunngildi Viðreisnar vera almenna skynsemi og réttlætiskennd. Hún ítrekaði jafnframt vilja flokksins til að hafa ríkisfjármálin í lagi og frjálslynt stjórnmálastarf. „Að við eigum fyrir því sem við ætlum að eyða. Þenjum ekki út báknið. Við viljum að mikilvægar hugmyndir um einfaldara kerfi og auðveldara líf verði að veruleika. Ég hitti fólk sem hefur áhyggjur af dýrri matarkörfu og áhrifum hennar á heimilisbókhaldið. Sem stendur sig núna að því að taka upp úr matarkörfunni hluti sem það hafði áður efni á. Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna, álagið hjá þeim er mikið og í mörg horn að líta. Þess vegna verðum við að vinna að því að brúa bilið og styðja við þennan mikilvæga hóp samfélagsins með afgerandi hætti. Gleymum ekki að öll mál, öll mál sem við snertum eru fjölskyldumál!“ Fólk virtist í stuði á fundinum.aðsend
Viðreisn Fjármál heimilisins Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?