Upphafið að endinum hjá Ten Hag? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2024 12:02 Er Ten Hag kominn á endastöð? EPA-EFE/PETER POWELL Manchester United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og þá gerði liðið jafntefli við Twente frá Hollandi í Evrópudeildinni í vikunni. Næstu þrír leikir liðsins eru í erfiðari kantinum og gætu verið upphafið að endinum hjá þjálfara liðsins, Erik ten Hag. Það var mikil bjartsýni meðal stuðningsfólks Man United fyrir komandi tímabil þar sem Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu og tók fótboltahliðina í gegn. Loksins virðist komin áætlun sem á að fylgja og stefnir félagið á að verða Englandsmeistari á 150 ára afmæli sínu árið 2028. Hvort Ten Hag verði enn við stjórnvölin á eftir að koma í ljós. Lið hans tapaði illa þegar erkifjendurnir í Liverpool heimsóttu Old Trafford fyrr á leiktíðinni. Þá kastaði liðið frá sér stigi á útivelli gegn Brighton & Hove Albion. Ten Hag ákvað að hvíla Marcus Rashford gegn Crystal Palace í leik sem lauk 0-0 en Rashford hafði loks verið að hitna. Rashford var hins vegar í liðinu gegn Twente þar sem almennt áhugaleysi, slæm færanýting og ömurlegur varnarleikur þýddi að Man United fékk aðeins stig á heimavelli. Í dag mætir Tottenham Hotspur á Old Trafford í leik sem bæði lið þurfa að vinna ætli þau sér að vera með í baráttunni um Meistaradeildarsæti í lok tímabils. Verkefni Rauðu djöflanna verður ekki einfaldara en í miðri viku halda þeir til Portúgals þar sem þeir mæta Porto í Evrópudeildinni. Gengi Man United í Portúgal undanfarin ár er nokkuð gott en gengi liðsins í undanförnum Evrópuleikjum er hins vegar skelfing. Eftir leikinn í Portúgal í miðri viku fara lærisveinar Ten Hag til Birmingham þar sem þeir mæta spræku liði Aston Villa. Fari svo að enginn af leikjunum þremur vinnist væri Man Utd búið að spila fimm leiki án sigurs og verður að teljast ólíklegt að Ten Hag haldist í starfi reynist það raunin. Ten Hag hefur áður verið tæpur á að missa starf sitt og voru orðrómar þess efnis undir lok síðasta tímabils. Í kjölfarið vann liðið tvo síðustu deildarleiki sína og vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina eftir góðan 2-1 sigur á Englandsmeisturum Manchester City í úrslitum. Hollenski þjálfarinn þarf á slíkum úrslitum að halda í næstu leikjum ætli hann sér að vera á hliðarlínunni þegar félagið gerir atlögu að enska meistaratitlinum árið 2028. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Það var mikil bjartsýni meðal stuðningsfólks Man United fyrir komandi tímabil þar sem Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu og tók fótboltahliðina í gegn. Loksins virðist komin áætlun sem á að fylgja og stefnir félagið á að verða Englandsmeistari á 150 ára afmæli sínu árið 2028. Hvort Ten Hag verði enn við stjórnvölin á eftir að koma í ljós. Lið hans tapaði illa þegar erkifjendurnir í Liverpool heimsóttu Old Trafford fyrr á leiktíðinni. Þá kastaði liðið frá sér stigi á útivelli gegn Brighton & Hove Albion. Ten Hag ákvað að hvíla Marcus Rashford gegn Crystal Palace í leik sem lauk 0-0 en Rashford hafði loks verið að hitna. Rashford var hins vegar í liðinu gegn Twente þar sem almennt áhugaleysi, slæm færanýting og ömurlegur varnarleikur þýddi að Man United fékk aðeins stig á heimavelli. Í dag mætir Tottenham Hotspur á Old Trafford í leik sem bæði lið þurfa að vinna ætli þau sér að vera með í baráttunni um Meistaradeildarsæti í lok tímabils. Verkefni Rauðu djöflanna verður ekki einfaldara en í miðri viku halda þeir til Portúgals þar sem þeir mæta Porto í Evrópudeildinni. Gengi Man United í Portúgal undanfarin ár er nokkuð gott en gengi liðsins í undanförnum Evrópuleikjum er hins vegar skelfing. Eftir leikinn í Portúgal í miðri viku fara lærisveinar Ten Hag til Birmingham þar sem þeir mæta spræku liði Aston Villa. Fari svo að enginn af leikjunum þremur vinnist væri Man Utd búið að spila fimm leiki án sigurs og verður að teljast ólíklegt að Ten Hag haldist í starfi reynist það raunin. Ten Hag hefur áður verið tæpur á að missa starf sitt og voru orðrómar þess efnis undir lok síðasta tímabils. Í kjölfarið vann liðið tvo síðustu deildarleiki sína og vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina eftir góðan 2-1 sigur á Englandsmeisturum Manchester City í úrslitum. Hollenski þjálfarinn þarf á slíkum úrslitum að halda í næstu leikjum ætli hann sér að vera á hliðarlínunni þegar félagið gerir atlögu að enska meistaratitlinum árið 2028.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira