Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. september 2024 14:18 Fellibylurinn reif með sér tré sem hrundu um allan bæinn. Vísir Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Flórída á fimmtudaginn og var þá einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaveðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum, en bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Veðrið náði svo til Kentucky og Tennesse, en úrhellisrigning sem fylgdi því olli hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Minnst 63 eru látnir og margar milljónir manna eru án rafmagns í fjórum ríkjum í Suð-Austurhluta Bandaríkjanna, eftir fellibylinn. Talið er að fjárhagslegt tjón hlaupi á milljörðum dollara. Tré hrundu ofan á hús og splundruðu rafmagnslínum Hera Björk Brynjarsdóttir býr í Valdosta í Georgíu, og starfar á spítalanum þar sem lífeindafræðingur. Hún segir að ástandið í bænum sé súrrealískt, og að það hafi verið brjálað að gera á spítalanum undanfarna daga. Trén splundruðu húsum og rafmagnslínum.Vísir Hún var á næturvakt þegar fellibylurinn reið yfir bæinn. „Ég kem í vinnuna hérna klukkan 7 að kvöldi fimmtudags, og svo þegar maður fer úr vinnunni morguninn eftir, er eins og eitthvað, ég veit ekki einu sinni hvað kom fyrir bæinn,“ segir Hera. Tré hafi dottið út um allt, ofan á hús, rafmagnslínur hafi verið á víð og dreif, ónýtar og klipptar í tvennt af trjám sem höfðu fallið á þær. Hún segir að rafmagnið hafi farið af spítalanum, en hann hafi verið knúinn áfram með varaaflstöð. Varaaflstöðvarnar hafi verið tvær, og önnur þeirra eyðilagst í ofsaveðrinu. Rafmagnslaust er í bænum.Vísir Ekkert rafmagn fyrr en næstu helgi Hera segir að rafmagnið hafi farið af nánast öllum bænum. Heima hjá henni er rafmagnslaust og ekkert heitt vatn, bara kalt. „Ég held það hafi verið sagt að 99 prósent af öllum bænum hafi verið rafmagnslaus, og að spítalinn hafi verið eina byggingin með rafmagn,“ segir hún. Hún segir að aldrei hafi verið jafnmikið að gera á spítalanum og um helgina. Vísir Við erum með fólk sem er lagt inn, en svo voru allir að koma inn núna sem höfðu slasast á bráðavaktina. Ég held ég hafi aldrei séð jafnmarga á bráðavaktinni og hefur verið síðustu tvo daga,“ segir hún. Hera verður í bænum næstu daga vegna vinnu, en hún kveðst hlakka til að fara í frí. Hún ætlar þá að fara til frænku sinnar í Tampa, og hlakkar til að komast vonandi í heita sturtu og rafmagn. Talið er að rafmagnið verði ekki komið í lag fyrr en næsta laugardag. „Það er mjög löng bið, þau voru alveg búin að vara okkur við, þetta gætu orðið nokkrar vikur. Það var svo stórt svæði í Bandaríkjunum sem varð fyrir rafmagnsleysi, og allir sem geta hjálpað til við að laga þetta eru dreifðir yfir svo stórt svæði,“ segir hún. Bærinn hafi ekki verið undirbúinn Hera segir að upprunalega hafi fellibylurinn ekki átt að fara í gegnum Valdosta, en stefna hans hafi breyst síðasta klukkutímann áður en hann skall á land. Þess vegna hafi flestir íbúar Valdosta ekki verið undirbúnir undir fellibylinn. Til að mynda hafi allur matur orðið ónýtur í ísskápnum á föstudaginn. Hún segir að aðstæður séu mjög erfiðar fyrir margt fólk í bænum, og að hún sé einstaklega heppin að hennar íbúð sé ósködduð að frátöldu rafmagns- og heitavatnsleysi. Vísir Vísir Vísir Bandaríkin Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Flórída á fimmtudaginn og var þá einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaveðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum, en bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Veðrið náði svo til Kentucky og Tennesse, en úrhellisrigning sem fylgdi því olli hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Minnst 63 eru látnir og margar milljónir manna eru án rafmagns í fjórum ríkjum í Suð-Austurhluta Bandaríkjanna, eftir fellibylinn. Talið er að fjárhagslegt tjón hlaupi á milljörðum dollara. Tré hrundu ofan á hús og splundruðu rafmagnslínum Hera Björk Brynjarsdóttir býr í Valdosta í Georgíu, og starfar á spítalanum þar sem lífeindafræðingur. Hún segir að ástandið í bænum sé súrrealískt, og að það hafi verið brjálað að gera á spítalanum undanfarna daga. Trén splundruðu húsum og rafmagnslínum.Vísir Hún var á næturvakt þegar fellibylurinn reið yfir bæinn. „Ég kem í vinnuna hérna klukkan 7 að kvöldi fimmtudags, og svo þegar maður fer úr vinnunni morguninn eftir, er eins og eitthvað, ég veit ekki einu sinni hvað kom fyrir bæinn,“ segir Hera. Tré hafi dottið út um allt, ofan á hús, rafmagnslínur hafi verið á víð og dreif, ónýtar og klipptar í tvennt af trjám sem höfðu fallið á þær. Hún segir að rafmagnið hafi farið af spítalanum, en hann hafi verið knúinn áfram með varaaflstöð. Varaaflstöðvarnar hafi verið tvær, og önnur þeirra eyðilagst í ofsaveðrinu. Rafmagnslaust er í bænum.Vísir Ekkert rafmagn fyrr en næstu helgi Hera segir að rafmagnið hafi farið af nánast öllum bænum. Heima hjá henni er rafmagnslaust og ekkert heitt vatn, bara kalt. „Ég held það hafi verið sagt að 99 prósent af öllum bænum hafi verið rafmagnslaus, og að spítalinn hafi verið eina byggingin með rafmagn,“ segir hún. Hún segir að aldrei hafi verið jafnmikið að gera á spítalanum og um helgina. Vísir Við erum með fólk sem er lagt inn, en svo voru allir að koma inn núna sem höfðu slasast á bráðavaktina. Ég held ég hafi aldrei séð jafnmarga á bráðavaktinni og hefur verið síðustu tvo daga,“ segir hún. Hera verður í bænum næstu daga vegna vinnu, en hún kveðst hlakka til að fara í frí. Hún ætlar þá að fara til frænku sinnar í Tampa, og hlakkar til að komast vonandi í heita sturtu og rafmagn. Talið er að rafmagnið verði ekki komið í lag fyrr en næsta laugardag. „Það er mjög löng bið, þau voru alveg búin að vara okkur við, þetta gætu orðið nokkrar vikur. Það var svo stórt svæði í Bandaríkjunum sem varð fyrir rafmagnsleysi, og allir sem geta hjálpað til við að laga þetta eru dreifðir yfir svo stórt svæði,“ segir hún. Bærinn hafi ekki verið undirbúinn Hera segir að upprunalega hafi fellibylurinn ekki átt að fara í gegnum Valdosta, en stefna hans hafi breyst síðasta klukkutímann áður en hann skall á land. Þess vegna hafi flestir íbúar Valdosta ekki verið undirbúnir undir fellibylinn. Til að mynda hafi allur matur orðið ónýtur í ísskápnum á föstudaginn. Hún segir að aðstæður séu mjög erfiðar fyrir margt fólk í bænum, og að hún sé einstaklega heppin að hennar íbúð sé ósködduð að frátöldu rafmagns- og heitavatnsleysi. Vísir Vísir Vísir
Bandaríkin Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira