Fyrsti sigur hægriöfgaflokks frá seinna stríði Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2024 08:48 Lítill hópur mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Vín í gær. Mótmælendurnir héldu meðal annars á spjöldum sem á stóð „Burt með nasista af þingi“ og „Kickl er nasisti“. AP/Andreea Alexandru Frelsisflokkurinn vann sigur í þingkosningunm í Austurríki í gær og varð fyrsti hægriöfgaflokkurinn til að vinna kosningasigur í landinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Óljóst er hvort sigurinn skili flokknum sæti í ríkisstjórn. Bráðabirgðaúrslit benda til þess að Frelsisflokkurinn hafi fengið 29,2 prósent atkvæða gegn 26,5 prósentum Austurríska þjóðarflokks Karls Nehammer kanslara. Samsteypustjórn Nehammer með Græningjum missti þingmeirihluta sinn. Þrátt fyrir kosningasigurinn eru líkurnar á því að draumur Herberts Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, um að verða kanslari rætist litlar. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við hann vegna öfgahyggju hans. Frelsisflokkurinn ól á andúð á útlendingum í kosningabaráttu sinni. Hann kallaði meðal annars eftir nauðungarflutningum á „óboðnum útlendingum“ úr landi til þess að efla „einsleitni“ þjóðarinnar. Þá vill flokkurinn afnema rétt fólks til þess að sækja um hæli í Austurríki með neyðarlögum. AP-fréttastofan segir að hægriflokkur Nehammer kanslara sé í lykilstöðu til þess að mynda nýja ríkisstjórn. Hann væri eini hugsanlegi samstarfsflokkur Frelsisflokksins í ríkisstjórn en Nehammer hefur útilokað að sitja í stjórn undir forystu Kickl sem hann lýsti sem „öryggisógn“. Kanslarinn hefur þó ekki blásið út af borðinu að vinna með Frelsisflokknum sjálfum. Sitjandi kanslari Austurríkis lýsir Herbert Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, sem öryggisógn.AP/Andreea Alexandru Frelsisflokkurinn hefur lengi verið fyrirferðarmikill í austurrískum stjórnmálum og tekið þátt í samsteypustjórnum. Mesta fylgi sem hann hafði hlotið í kosningunum fyrir gærdaginn voru 26,9 prósent árið 1999. Fylgi flokksins dalaði verulega vegna hneykslismáls Heinz-Christian Strache, þáverandi leiðtoga flokksins og varakanslara, árið 2019. Myndbandupptaka birtist þá af honum það sem hann bauð þeim sem hann taldi rússneskum áhrifamanni greiða. Í þeim anda hefur Frelsisflokkurinn amast mjög við því að Evrópusambandið styrki Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa. Seinni heimsstyrjöldin Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Bráðabirgðaúrslit benda til þess að Frelsisflokkurinn hafi fengið 29,2 prósent atkvæða gegn 26,5 prósentum Austurríska þjóðarflokks Karls Nehammer kanslara. Samsteypustjórn Nehammer með Græningjum missti þingmeirihluta sinn. Þrátt fyrir kosningasigurinn eru líkurnar á því að draumur Herberts Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, um að verða kanslari rætist litlar. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við hann vegna öfgahyggju hans. Frelsisflokkurinn ól á andúð á útlendingum í kosningabaráttu sinni. Hann kallaði meðal annars eftir nauðungarflutningum á „óboðnum útlendingum“ úr landi til þess að efla „einsleitni“ þjóðarinnar. Þá vill flokkurinn afnema rétt fólks til þess að sækja um hæli í Austurríki með neyðarlögum. AP-fréttastofan segir að hægriflokkur Nehammer kanslara sé í lykilstöðu til þess að mynda nýja ríkisstjórn. Hann væri eini hugsanlegi samstarfsflokkur Frelsisflokksins í ríkisstjórn en Nehammer hefur útilokað að sitja í stjórn undir forystu Kickl sem hann lýsti sem „öryggisógn“. Kanslarinn hefur þó ekki blásið út af borðinu að vinna með Frelsisflokknum sjálfum. Sitjandi kanslari Austurríkis lýsir Herbert Kickl, leiðtoga Frelsisflokksins, sem öryggisógn.AP/Andreea Alexandru Frelsisflokkurinn hefur lengi verið fyrirferðarmikill í austurrískum stjórnmálum og tekið þátt í samsteypustjórnum. Mesta fylgi sem hann hafði hlotið í kosningunum fyrir gærdaginn voru 26,9 prósent árið 1999. Fylgi flokksins dalaði verulega vegna hneykslismáls Heinz-Christian Strache, þáverandi leiðtoga flokksins og varakanslara, árið 2019. Myndbandupptaka birtist þá af honum það sem hann bauð þeim sem hann taldi rússneskum áhrifamanni greiða. Í þeim anda hefur Frelsisflokkurinn amast mjög við því að Evrópusambandið styrki Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa.
Seinni heimsstyrjöldin Austurríki Tengdar fréttir Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða. 29. september 2024 16:57