Liðin mætast á Emirates-vellinum í Lundúnum annað kvöld. Dembélé verður eftir í París en hann er af mörgum talinn hafa verið besti leikmaður PSG á leiktíðinni.
Franski miðilinn L'Equipé segir Enrique og Dembélé hafa rifist heiftarlega eftir leik PSG á föstudagskvöld. Dembélé lagði upp annað tveggja marka Bradleys Barcola í 3-1 sigri PSG.
Ekki fylgir sögunni um hvað Enrique og Dembélé tókust á en ljóst er að spænski þjálfarinn er ósáttur við frönsku stjörnuna og hyggst ekki nýta krafta hans í stórleik morgundagsins.
PSG er með þrjú stig eftir fyrstu umferð í nýrri deildarkeppni Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á Girona. Arsenal er með eitt stig en liðið gerði markalaust jafntefli við Atalanta í Bergamó.