Versta byrjun í sögu efstu deildar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2024 22:30 Leikmenn Vejle hafa ekki haft margar ástæður til að fagna á leiktíðinni. Vejle Á sunnudagskvöld vann FC Kaupmannahöfn 2-1 útisigur á Vejle. Það var 10. tap Vejle í röð í efstu deild danska fótboltans. Tapið þýðir að Vejle á nú metið yfir slökustu byrjun í sögu efstu deildar þar í landi. Vejle stóð sig með prýði á síðustu leiktíð og þökk sé frábærum endasprett hélt liðið sæti sínu í deildinni. Sumarið reyndist liðinu erfitt þar sem FC Kaupmannahöfn festi kaup á Nathan Trott, markverði liðsins sem var jafnframt valinn besti markvörður deildarinnar. Þá missti liðið stjörnuframherja sinn en FC Kaupmannahöfn keypti einnig German Onugkha eftir að Orri Steinn Óskarsson var seldur til Real Sociedad fyrir metfé. Liðið hefur byrjað skelfilega og þrátt fyrir að standa í mörgum liðum, þar á meðal FCK um liðna helgi, er staðreyndin sú að liðið hefur nú tapað 10 deildarleikjum í röð. Danski miðillinn Bold greinir frá því að aldrei nokkurn tímann hafi lið í efstu deild byrjað tímabil svo illa. Vejle og B93 áttu saman metið yfir verstu byrjun í sögu deildarinnar en tímabilið 2006-07 fékk Vejle eitt stig úr fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Sömu sögu varað segja af B93 tímabilið 98-99. Til að bæta gráu ofan á svart tapaði Vejle einnig gegn C-deildarliði Bronshöj í dönsku bikarkeppninni. Vejles sæsonstart er Superligaens dårligste nogensinde https://t.co/FsuTAmE3oZ— Bold (@bolddk) September 30, 2024 Vejle situr sem fastast á botni efstu deildar enda án stiga. Þar fyrir ofan eru Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby með 7 stig. Íslendingalið Sönderjyske með Daníel Leó Grétarsson og Kristal Mána Ingason er þar fyrir ofan með 8 stig á meðan Nóel Atli Arnórsson og liðsfélagar í Álaborg eru með 12 stig í 9. sæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Vejle stóð sig með prýði á síðustu leiktíð og þökk sé frábærum endasprett hélt liðið sæti sínu í deildinni. Sumarið reyndist liðinu erfitt þar sem FC Kaupmannahöfn festi kaup á Nathan Trott, markverði liðsins sem var jafnframt valinn besti markvörður deildarinnar. Þá missti liðið stjörnuframherja sinn en FC Kaupmannahöfn keypti einnig German Onugkha eftir að Orri Steinn Óskarsson var seldur til Real Sociedad fyrir metfé. Liðið hefur byrjað skelfilega og þrátt fyrir að standa í mörgum liðum, þar á meðal FCK um liðna helgi, er staðreyndin sú að liðið hefur nú tapað 10 deildarleikjum í röð. Danski miðillinn Bold greinir frá því að aldrei nokkurn tímann hafi lið í efstu deild byrjað tímabil svo illa. Vejle og B93 áttu saman metið yfir verstu byrjun í sögu deildarinnar en tímabilið 2006-07 fékk Vejle eitt stig úr fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Sömu sögu varað segja af B93 tímabilið 98-99. Til að bæta gráu ofan á svart tapaði Vejle einnig gegn C-deildarliði Bronshöj í dönsku bikarkeppninni. Vejles sæsonstart er Superligaens dårligste nogensinde https://t.co/FsuTAmE3oZ— Bold (@bolddk) September 30, 2024 Vejle situr sem fastast á botni efstu deildar enda án stiga. Þar fyrir ofan eru Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby með 7 stig. Íslendingalið Sönderjyske með Daníel Leó Grétarsson og Kristal Mána Ingason er þar fyrir ofan með 8 stig á meðan Nóel Atli Arnórsson og liðsfélagar í Álaborg eru með 12 stig í 9. sæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira