Ronaldo benti til himins: „Vildi að pabbi væri enn á lífi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 08:03 Cristiano Ronaldo skoraði enn eitt markið á ferlinum í gær. Getty/Mohammed Dabbous Cristiano Ronaldo hélt áfram að nálgast þúsundasta markið á ferlinum í gær þegar hann skoraði í sigri Al-Nassr. Hann tileinkaði markið föður sínum heitnum, José Dinis Aveiro. Pabbi Ronaldos hefði orðið 71 árs í gær væri hann enn á lífi og þegar Ronaldo skoraði, í 2-1 sigri gegn Al-Rayyan í Meistaradeild Asíu, benti hann með báðum fingrum upp til himins til minningar um pabba sinn. „Markið sem ég skoraði í dag var alveg sérstakt fyrir mér. Ég vildi að pabbi minn væri enn á lífi því í dag á hann afmæli,“ sgaði Ronaldo við fjölmiðla eftir leik. Pabbi hans féll frá árið 2005, aðeins 52 ára gamall, vegna lifrarbilunar, þegar tvítugur Ronaldo var rétt byrjaður að slá í gegn hjá Manchester United. 🟡🔵❤️ Cristiano Ronaldo: “Today's goal has a different flavor… I wish my father was alive because today is his birthday”. pic.twitter.com/uPlmIMXIMg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 30, 2024 Það var Sadio Mané, fyrrverandi leikmaður Liverpool, sem kom Al-Nassr yfir í gær en Ronaldo jók svo muninn á 76. mínútu áður en Róger Guedes minnkaði muninn fyrir Al-Rayyan í lokin. Ronaldo hefur nú skorað 904 mörk á ferlinum. Þessi 39 ára fótboltagoðsögn segir það ekki lengur mikilvægt í sínum huga að slá met og vera bestur. „Ég elska enn fótbolta og ég veit að ég á ekki mikinn tíma eftir á vellinum. Það mikilvægasta er ekki að vera talinn besti leikmaðurinn eða að vinna til verðlauna. Mikilvægast er að njóta sín og koma að gagni fyrir félagið sitt og landslið. Met eru hluti af mér og ég er vanur að slá þau. Ég hef fundið fyrir pressu frá fyrsta degi og ég held að þannig verði það til lokadags,“ sagði Ronaldo. Cristiano Ronaldo benti til pabba síns á himnum eftir að hafa skorað í gær.Getty/Yasser Bakhsh Sádiarabíski boltinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Sjá meira
Pabbi Ronaldos hefði orðið 71 árs í gær væri hann enn á lífi og þegar Ronaldo skoraði, í 2-1 sigri gegn Al-Rayyan í Meistaradeild Asíu, benti hann með báðum fingrum upp til himins til minningar um pabba sinn. „Markið sem ég skoraði í dag var alveg sérstakt fyrir mér. Ég vildi að pabbi minn væri enn á lífi því í dag á hann afmæli,“ sgaði Ronaldo við fjölmiðla eftir leik. Pabbi hans féll frá árið 2005, aðeins 52 ára gamall, vegna lifrarbilunar, þegar tvítugur Ronaldo var rétt byrjaður að slá í gegn hjá Manchester United. 🟡🔵❤️ Cristiano Ronaldo: “Today's goal has a different flavor… I wish my father was alive because today is his birthday”. pic.twitter.com/uPlmIMXIMg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 30, 2024 Það var Sadio Mané, fyrrverandi leikmaður Liverpool, sem kom Al-Nassr yfir í gær en Ronaldo jók svo muninn á 76. mínútu áður en Róger Guedes minnkaði muninn fyrir Al-Rayyan í lokin. Ronaldo hefur nú skorað 904 mörk á ferlinum. Þessi 39 ára fótboltagoðsögn segir það ekki lengur mikilvægt í sínum huga að slá met og vera bestur. „Ég elska enn fótbolta og ég veit að ég á ekki mikinn tíma eftir á vellinum. Það mikilvægasta er ekki að vera talinn besti leikmaðurinn eða að vinna til verðlauna. Mikilvægast er að njóta sín og koma að gagni fyrir félagið sitt og landslið. Met eru hluti af mér og ég er vanur að slá þau. Ég hef fundið fyrir pressu frá fyrsta degi og ég held að þannig verði það til lokadags,“ sagði Ronaldo. Cristiano Ronaldo benti til pabba síns á himnum eftir að hafa skorað í gær.Getty/Yasser Bakhsh
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Sjá meira