Reyna að tengja Pelicot við fleiri nauðganir og morð Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2024 10:16 Teiknuð mynd af Gisèle og Dominique Pelicot í dómsal. AP/Valentin Pasquier Dominique Pelioct, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni um árabil, er til rannsóknar vegna fimm annarra mála og þar á meðal eins morðs. Málin þykja keimlík einni nauðgunartilraun sem Pelicot hefur játað og morði sem hann hefur verið ákærður fyrir. Eins og frægt er standa yfir réttarhöld í Frakklandi gegn Pelicot og fimmtíu mönnum sem sakaðir eru um að hafa nauðgað fyrrverandi eiginkonu hans, Gisele. Pelicot hefur einnig játað að hafa reynt að nauðga ungri konu árið 1999 og hefur verið ákærður fyrir morð á 23 ára konu árið 1991 en því neitar hann. Í fyrstu þvertók Pelicot fyrir nauðgunartilraunina en þegar greining á lífsýnum bendlaði hann við málið játaði hann. Sjá einnig: Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Í frétt Le Parisien segir að hugbúnaður sem lögregluembætti á Frakklandi nota til að reyna að finna mögulegar tengingar milli glæpamála hafi tengt fimm mál og þar á meðal eitt morð við Pelicot, en þau mál eru til viðbótar við nauðgunartilraunina sem hann játaði og morðið sem hann hefur verið ákærður fyrir. Nauðgunartilraunin átti sér stað árið 1999. Þá þóttist Pelicot vera að leita sér að leiguíbúð og fékk hana Estella, sem var átján ára gömul, til að sýna sér íbúð. Þegar þau voru ein þar er Pelicot sagður hafa sett snúru um háls hennar og neytt hana til að anda að sér eter þar til hún missti meðvitund. Þá mun hann hafa klætt hana úr buxunum og skónum en flúið þegar hún virtist vera að ná meðvitund aftur. Pelicot heldur því fram að hann hafi orðið hræddur og þess vegna flúið. Þessi árás þykir líkjast morði sem átti sér stað í París 1991. Þá fannst kona að nafni Sophie Narme látin en hún fannst með belti um hálsinn og með eter í blóðinu. Hún var einnig fasteignasali. Pelicot var ekki bendlaður við morðið með lífsýnum en dómarar tóku samt ákvörðun um að ákæra hann fyrir morðið. Rannsakendur hafa leitað að sambærilegum málum í gegnum árin, með áðurnefndum hugbúnaði, þar sem ráðist var á kvenkyns fasteignasala og hafa fimm slík fundist. Í öllum tilvikum notaðist árásarmaðurinn við falskt nafn til að bóka skoðun með fasteignasala og réðst svo á konurnar þegar þau voru ein að skoða íbúð. Le Parisien segir þó að eter hafi ekki verið notað í neinum af þessum nýju málum. Sjá einnig: Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Ein árásin átti sér stað í Vannes árið 1994. Önnur níu dögum seinna í rúmlega sex hundruð kílómetra fjarlægð. Sú þriðja var gerð árið 1995 í Rambouillet og sú fjórða árið 2000 en þá var konan kyrkt með skóreim en henni var ekki nauðgað. Fimmta árásin átti sér stað árið 2004 í Chelles en þá stöðvaði vegfarandi nauðgun á sextugri konu. Rannsóknir á lífsýnum sem voru tekin í að minnsta kosti þremur af þessum málum eru nú til rannsóknar. Béatrica Zavarro, lögmaður Pelicots, sagði í samtali við Le Parisien að þessar rannsóknir komi henni á óvart. Sagði hún að eina markmið þeirra virtist vera að sverta orðspor skjólstæðings hennar enn frekar. Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Tengdar fréttir Sýndu fyrstu myndböndin í dómsal Þrjú af þeim fjölmörgu myndböndum sem Dominique Pelicot tók af því þegar hann eða tugir annarra manna nauðguðu eiginkonu hans, Gisele, voru sýnd í dómsal í Frakklandi í gær. Það var eftir að einn hinn fimmtíu manna sem hafa verið ákærðir í málinu sagðist ekki hafa nauðgað Gisele. 20. september 2024 13:01 Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot Vitorðsmaður Dominique Pelicot, sem er ákærður fyrir að byrla eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fá tugi manna til að nauðga henni ítrekað á tíu ára tímabili, sagði fyrir dómi í Frakklandi í dag að hann hefði einnig byrlað konu sinni og fengið menn til að nauðga henni. 18. september 2024 21:11 „Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. 17. september 2024 09:33 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Eins og frægt er standa yfir réttarhöld í Frakklandi gegn Pelicot og fimmtíu mönnum sem sakaðir eru um að hafa nauðgað fyrrverandi eiginkonu hans, Gisele. Pelicot hefur einnig játað að hafa reynt að nauðga ungri konu árið 1999 og hefur verið ákærður fyrir morð á 23 ára konu árið 1991 en því neitar hann. Í fyrstu þvertók Pelicot fyrir nauðgunartilraunina en þegar greining á lífsýnum bendlaði hann við málið játaði hann. Sjá einnig: Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við Í frétt Le Parisien segir að hugbúnaður sem lögregluembætti á Frakklandi nota til að reyna að finna mögulegar tengingar milli glæpamála hafi tengt fimm mál og þar á meðal eitt morð við Pelicot, en þau mál eru til viðbótar við nauðgunartilraunina sem hann játaði og morðið sem hann hefur verið ákærður fyrir. Nauðgunartilraunin átti sér stað árið 1999. Þá þóttist Pelicot vera að leita sér að leiguíbúð og fékk hana Estella, sem var átján ára gömul, til að sýna sér íbúð. Þegar þau voru ein þar er Pelicot sagður hafa sett snúru um háls hennar og neytt hana til að anda að sér eter þar til hún missti meðvitund. Þá mun hann hafa klætt hana úr buxunum og skónum en flúið þegar hún virtist vera að ná meðvitund aftur. Pelicot heldur því fram að hann hafi orðið hræddur og þess vegna flúið. Þessi árás þykir líkjast morði sem átti sér stað í París 1991. Þá fannst kona að nafni Sophie Narme látin en hún fannst með belti um hálsinn og með eter í blóðinu. Hún var einnig fasteignasali. Pelicot var ekki bendlaður við morðið með lífsýnum en dómarar tóku samt ákvörðun um að ákæra hann fyrir morðið. Rannsakendur hafa leitað að sambærilegum málum í gegnum árin, með áðurnefndum hugbúnaði, þar sem ráðist var á kvenkyns fasteignasala og hafa fimm slík fundist. Í öllum tilvikum notaðist árásarmaðurinn við falskt nafn til að bóka skoðun með fasteignasala og réðst svo á konurnar þegar þau voru ein að skoða íbúð. Le Parisien segir þó að eter hafi ekki verið notað í neinum af þessum nýju málum. Sjá einnig: Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna Ein árásin átti sér stað í Vannes árið 1994. Önnur níu dögum seinna í rúmlega sex hundruð kílómetra fjarlægð. Sú þriðja var gerð árið 1995 í Rambouillet og sú fjórða árið 2000 en þá var konan kyrkt með skóreim en henni var ekki nauðgað. Fimmta árásin átti sér stað árið 2004 í Chelles en þá stöðvaði vegfarandi nauðgun á sextugri konu. Rannsóknir á lífsýnum sem voru tekin í að minnsta kosti þremur af þessum málum eru nú til rannsóknar. Béatrica Zavarro, lögmaður Pelicots, sagði í samtali við Le Parisien að þessar rannsóknir komi henni á óvart. Sagði hún að eina markmið þeirra virtist vera að sverta orðspor skjólstæðings hennar enn frekar.
Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Tengdar fréttir Sýndu fyrstu myndböndin í dómsal Þrjú af þeim fjölmörgu myndböndum sem Dominique Pelicot tók af því þegar hann eða tugir annarra manna nauðguðu eiginkonu hans, Gisele, voru sýnd í dómsal í Frakklandi í gær. Það var eftir að einn hinn fimmtíu manna sem hafa verið ákærðir í málinu sagðist ekki hafa nauðgað Gisele. 20. september 2024 13:01 Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot Vitorðsmaður Dominique Pelicot, sem er ákærður fyrir að byrla eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fá tugi manna til að nauðga henni ítrekað á tíu ára tímabili, sagði fyrir dómi í Frakklandi í dag að hann hefði einnig byrlað konu sinni og fengið menn til að nauðga henni. 18. september 2024 21:11 „Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. 17. september 2024 09:33 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Sýndu fyrstu myndböndin í dómsal Þrjú af þeim fjölmörgu myndböndum sem Dominique Pelicot tók af því þegar hann eða tugir annarra manna nauðguðu eiginkonu hans, Gisele, voru sýnd í dómsal í Frakklandi í gær. Það var eftir að einn hinn fimmtíu manna sem hafa verið ákærðir í málinu sagðist ekki hafa nauðgað Gisele. 20. september 2024 13:01
Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot Vitorðsmaður Dominique Pelicot, sem er ákærður fyrir að byrla eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fá tugi manna til að nauðga henni ítrekað á tíu ára tímabili, sagði fyrir dómi í Frakklandi í dag að hann hefði einnig byrlað konu sinni og fengið menn til að nauðga henni. 18. september 2024 21:11
„Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar. 17. september 2024 09:33
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent