Mál Dominique Pelicot

Fréttamynd

Þáttur hinna mannanna rann­sakaður í þaula

„Við eigum rosalega erfitt með að tjá okkur um mál þar sem um er að ræða lokað þinghald. En þetta var skoðað á sínum tíma og niðurstaðan var sú að það væri ekki líklegt til sakfellis.“

Innlent
Fréttamynd

„Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“

Caroline Darian, dóttir Dominique og Giséle Pelicot, segist sannfærð um að faðir sinn hafi einnig nauðgað henni þó engar sannanir séu fyrir því. Mynd af hálfklæddri meðvitundarlausri dótturinni fundust í tölvu föðursins. Hún vonar að hann losni aldrei úr fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Minnst fimm­tán á­frýja í máli Pelicot

Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 

Erlent
Fréttamynd

Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum

Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi

Dominique Pelicot hefur verið sakfelldur í öllum ákæruliðum fyrir að nauðga eiginkonu sinni í mörg ár og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni. Enginn af hinum mönnunum fimmtíu var sýknaður að fullu. Í einu tilfelli var einn sýknaður af ákæru um nauðgun en sakfelldur fyrir annarskonar kynferðisbrot.

Erlent
Fréttamynd

Dómar yfir­vofandi í máli Pelicot

Dómarar í frönsku borginni Avignon munu dæma Pelicot málinu svokallaða síðar í dag en þar eru fimmtíu og einn karl ákærðir fyrir að nauðga Gisèle Pelicot reglulega í um áratug.

Erlent
Fréttamynd

Réttar­höldunum lokið: Bað eigin­konu sína og börn af­sökunar

Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar.

Erlent
Fréttamynd

Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“

Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 

Erlent
Fréttamynd

Sak­sóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi

Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Kynferðisofbeldið sýnt í dómsal

Lágvaxinn, fölur maður á bláum nærbuxum og í svörtum sokkum gengur að rúmi, þar sem kona liggur, næstum nakin, á hliðinni. Án fyrirvara byrjar maðurinn að nauðga konunni.

Erlent
Fréttamynd

Engum verði vísað út við mynd­birtingu

Formaður dómstólsins í Avignon í Frakklandi hefur dregið til baka ákvörðun sína um að vísa fjölmiðlafólki úr dómsal þegar myndefni verður sýnt við réttarhöld í máli Dominique Pélicot. Hvorki fjölmiðlafólki né almenningi verði vísað út við myndbirtingar. 

Erlent
Fréttamynd

Reyna að tengja Pelicot við fleiri nauðganir og morð

Dominique Pelioct, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni um árabil, er til rannsóknar vegna fimm annarra mála og þar á meðal eins morðs. Málin þykja keimlík einni nauðgunartilraun sem Pelicot hefur játað og morði sem hann hefur verið ákærður fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Fjöl­miðla­fólki vísað úr salnum við myndbirtingu: „Þetta er ó­sæmi­legt og á­takan­legt mynd­efni“

Formaður dómstólsins í Avignon í Frakklandi lýsti því yfir í gær að ef frekari myndbönd verði sýnd af mönnum nauðga Gisele Pelicot sofandi, verði fjölmiðlafólki vísað úr salnum. Verjendur fimmtíu sakborninga í málinu kröfðust þessa og vísuðu til „mannlegrar virðingar“ skjólstæðinga þeirra en Gisele var sjálf mótfallinn því að fjölmiðlafólki yrði vísað út.

Erlent
Fréttamynd

Sýndu fyrstu mynd­böndin í dómsal

Þrjú af þeim fjölmörgu myndböndum sem Dominique Pelicot tók af því þegar hann eða tugir annarra manna nauðguðu eiginkonu hans, Gisele, voru sýnd í dómsal í Frakklandi í gær. Það var eftir að einn hinn fimmtíu manna sem hafa verið ákærðir í málinu sagðist ekki hafa nauðgað Gisele.

Erlent
Fréttamynd

Vit­orðs­maður viður­kennir að hafa gert það sama og Pelicot

Vitorðsmaður Dominique Pelicot, sem er ákærður fyrir að byrla eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fá tugi manna til að nauðga henni ítrekað á tíu ára tímabili, sagði fyrir dómi í Frakklandi í dag að hann hefði einnig byrlað konu sinni og fengið menn til að nauðga henni.

Erlent
Fréttamynd

„Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“

Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni Gisele ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, bar vitni í réttarhöldunum gegn honum og hinum mönnunum í dag. Þar viðurkenndi hann að hafa nauðgað konu sinni og ítrekaði að hann og hinir fimmtíu mennirnir sem hefðu verið ákærðir í salnum væru nauðgarar.

Erlent
Fréttamynd

Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við

Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, átti að bera vitni í dag í réttarhöldunum gegn honum og fimmtíu öðrum mönnum í dag. Það gekk hins vegar ekki eftir, vegna veikinda Pelicots, og verður réttarhöldunum mögulega frestað þar til hann hefur náð sér.

Erlent
Fréttamynd

Meintir nauðgarar kvarta undan birtingu mynda og nafna

Verjendur manna sem hafa verið ákærðir fyrir að nauðga konu eftir að eiginmaður hennar byrlaði henni ólyfjan segjast ætla að leggja fram formlegar kvartanir yfir því að nöfnum þeirra og öðrum upplýsingum hafi verið lekið á netið. Þeir segja myndir hafa verið teknar af þeim í dómsal og að þær hafi einnig verið birtar á netinu, sem fari gegn frönskum lögum.

Erlent
Fréttamynd

„Þeir komu fram við mig eins og tusku­dúkku“

Frönsk kona sem nauðgað var ítrekað af ókunnugum mönnum eftir að eiginmaður hennar til fimmtíu ára byrlaði henni yfir tíu ára tímabil, segir lögregluna hafa bjargað lífi sínu með því að koma upp um hann. Réttarhöld yfir manninum og 51 öðrum sem nauðguðu henni standa nú yfir en þau fara fram fyrir opnum dyrum, að kröfu konunnar.

Erlent
Fréttamynd

Játar að hafa leyft tugum karla að nauðga konu sinni

Einhver umtöluðustu réttarhöld síðustu ára hófust í Frakklandi í vikunni, þar sem verið er að rétta yfir 71 árs manni sem sakaður er um að hafa byrlað eiginkonu sinni til fimmtíu ára um árabil og leyft að minnsta kosti 72 mönnum að nauðga henni.

Erlent
Fréttamynd

Byrlaði eigin­konu sinni og leyfði 83 mönnum að nauðga henni

Franskur maður byrlaði eiginkonu sinni og leyfði 83 mönnum að nauðga henni á meðan hún svaf. Hann tók nauðganirnar, sem áttu sér stað yfir tíu ára tímabil, upp og geymdi upptökurnar. Lögregla hefur borið kennsl á 51 mannanna sem munu auk eiginmannsins fara fyrir dóm í sögulegu dómsmáli.

Erlent