Blöskrar „tvískinnungur“ hjá borgarfulltrúa eftir banaslys Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2024 14:00 Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Dóra Björt Guðjónsdóttir hafa gjörólíka sýn á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúa Pírata blöskrar að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ eftir að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg. Kona á fertugsaldri lést á gatnamótunum seint á laugardagskvöld þegar hún varð fyrir bíl. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, rifjar í viðtali við Morgunblaðið í dag upp tillögu flokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í október í fyrra. Flokkurinn taldi mistök hafa verið gerð við þrengingu gatnamótanna og að fækka vinstribeygjuakreinum af Kleppsmýrarvegi inn á Sæbraut til suðurs. Brýnt væri að mistökin væru leiðrétt sem fyrst vegna mikillar umferðar sökum atvinnustarfsemi í Vogabyggð. Þá mætti auka öryggi gangandi vegfarenda á leið yfir Sæbraut með hnappastýrðu eða snjallstýrðu gangbrautarljósi. Fjallað var um gatnamótin og áhyggjur foreldra í Vogahverfi í kjölfar banaslyssins í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Gatnamótin anni ekki mikilli umferð frá atvinnuhverfinu „Slæmt ástand ríkir nú á gatnamótunum þar sem þau anna engan veginn mikilli umferð frá atvinnuhverfinu sunnan Sæbrautar né ört vaxandi íbúabyggð þar,“ segir í tillögu Sjálfstæðisflokksins. Hún var felld með atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Flokkurinn lagði tillöguna aftur fyrir ráðið lítillega breytta í nóvember í fyrra og aftur var hún felld. „Þessi útfærsla var hönnuð með það í huga að auka umferðaröryggi allra vegfarenda, ekki síst óvarðra vegfarenda. Þeim vegfarendum hefur fjölgað til muna með tilkomu Vogabyggðar og ljóst er að þeim mun halda áfram að fjölga á næstu árum. Meðal þeirra eru mörg börn á leið sinni í skóla og frístundir. Gatnamótin hafa síðustu ár verið á lista Samgöngustofu yfir þau gatnamót þar sem flest meiðslaslys verða og voru þau þar í fimmta til sjöunda sæti. Það er skilningur fyrir neikvæðum áhrifum á aðila sem standa að atvinnustarfsemi á svæðinu en það er óverjandi að bregðast ekki við þeim slysum sem þarna sem hafa orðið. Ljóst er að börnum og unglingum á svæðinu mun fjölga talsvert vegna mikillar íbúðauppbyggingar,“ sagði í bókun fulltrúa meirihlutans í ráðinu. Brýnt að leiðrétta þrengingu og fækkun akreina fyrir bíla Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun vegna þessa: „Ófremdarástand ríkir á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar og anna þau nú engan veginn mikilli umferð frá atvinnuhverfinu sunnan Sæbrautar né ört vaxandi íbúabyggð þar. Er því ljóst að mistök voru gerð þegar ákveðið var að þrengja gatnamótin og fækka vinstribeygjuakreinum af Kleppsmýrarvegi inn á Sæbraut til suðurs. Brýnt er að þessi mistök verði leiðrétt sem fyrst og umræddum vinstribeygjuakreinum fjölgað á ný. Jafnframt er brýnt að tryggja öryggi skólabarna og annarra gangandi vegfarenda á leið yfir Sæbraut, t.d. með hnappastýrðu og/eða snjallstýrðum gangbrautarljósum.“ Til stendur að reisa tímabundna göngubrú yfir Sæbrautina. Brúna átti að reisa í sumar en tafir hafa orðið á framkvæmdunum. Kjartan segir göngubrúna mjög góða lausn að mörgu leyti þó engin trygging sé fyrir því að fólk á leið yfir götuna noti hana. Hann ítrekar að snjallstýrð gangbrautarljós séu rétta leiðin sem tryggi gangandi vegfarendum algjöran forang. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla að leggja til tafarlausar neyðaraðgerðir við gatnamótin sem feli í sér sérstaka snjallgangbraut. Sjálfstæðisflokkurinn sé hluti af vandanum Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir eðlilegt að margar spurningar vakni eftir að ung kona í blóma lífsins látist í hörmulegu umferðarslysi. Hún minnir á að rannsókn standi enn yfir um tildrögin. „Þó ég telji enga ástæðu fyrir stjórnmálafólk að trana sér fram á svona stundu þá get ég ekki orða bundist þegar ég sé fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á þessum gatnamótum slá sér á brjóst í málinu,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Í fyrra hafi verið samþykkt að bæta umferðaröryggi fyrir gangandi við gatnamótin þar sem slysið varð með nokkrum aðgerðum. Aðgerðirnar má sjá á myndinni að neðan. Tillögur um breytingar á gatnamótunum sem hafa verið gerðar. „Þetta hefur nú verið framkvæmt. Fækkun beygjuakreina var sérstaklega umdeild en mikilvæg aðgerð og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að sveigja af þeirri leið og fjölga aftur beygjuakreinum, sumsé að draga úr umferðaröryggi fyrir gangandi. Sú tillaga var felld. Nú er sú tillaga puntuð upp í Morgunblaði dagsins sem einhver úrbótatillaga fyrir gangandi. Ég get ekki kallað þetta neitt annað en tvískinnung. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar kemur að umferðaröryggi við þessi gatnamót ekki verið hluti af lausninni heldur vandanum,“ segir Dóra Björt. Fundur borgarstjórnar hófst klukkan tólf í hádeginu þar sem skýrsla OECD um innflytjendur er á meðal mála á dagskrá. Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Banaslys við Sæbraut Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, rifjar í viðtali við Morgunblaðið í dag upp tillögu flokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í október í fyrra. Flokkurinn taldi mistök hafa verið gerð við þrengingu gatnamótanna og að fækka vinstribeygjuakreinum af Kleppsmýrarvegi inn á Sæbraut til suðurs. Brýnt væri að mistökin væru leiðrétt sem fyrst vegna mikillar umferðar sökum atvinnustarfsemi í Vogabyggð. Þá mætti auka öryggi gangandi vegfarenda á leið yfir Sæbraut með hnappastýrðu eða snjallstýrðu gangbrautarljósi. Fjallað var um gatnamótin og áhyggjur foreldra í Vogahverfi í kjölfar banaslyssins í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Gatnamótin anni ekki mikilli umferð frá atvinnuhverfinu „Slæmt ástand ríkir nú á gatnamótunum þar sem þau anna engan veginn mikilli umferð frá atvinnuhverfinu sunnan Sæbrautar né ört vaxandi íbúabyggð þar,“ segir í tillögu Sjálfstæðisflokksins. Hún var felld með atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Flokkurinn lagði tillöguna aftur fyrir ráðið lítillega breytta í nóvember í fyrra og aftur var hún felld. „Þessi útfærsla var hönnuð með það í huga að auka umferðaröryggi allra vegfarenda, ekki síst óvarðra vegfarenda. Þeim vegfarendum hefur fjölgað til muna með tilkomu Vogabyggðar og ljóst er að þeim mun halda áfram að fjölga á næstu árum. Meðal þeirra eru mörg börn á leið sinni í skóla og frístundir. Gatnamótin hafa síðustu ár verið á lista Samgöngustofu yfir þau gatnamót þar sem flest meiðslaslys verða og voru þau þar í fimmta til sjöunda sæti. Það er skilningur fyrir neikvæðum áhrifum á aðila sem standa að atvinnustarfsemi á svæðinu en það er óverjandi að bregðast ekki við þeim slysum sem þarna sem hafa orðið. Ljóst er að börnum og unglingum á svæðinu mun fjölga talsvert vegna mikillar íbúðauppbyggingar,“ sagði í bókun fulltrúa meirihlutans í ráðinu. Brýnt að leiðrétta þrengingu og fækkun akreina fyrir bíla Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun vegna þessa: „Ófremdarástand ríkir á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar og anna þau nú engan veginn mikilli umferð frá atvinnuhverfinu sunnan Sæbrautar né ört vaxandi íbúabyggð þar. Er því ljóst að mistök voru gerð þegar ákveðið var að þrengja gatnamótin og fækka vinstribeygjuakreinum af Kleppsmýrarvegi inn á Sæbraut til suðurs. Brýnt er að þessi mistök verði leiðrétt sem fyrst og umræddum vinstribeygjuakreinum fjölgað á ný. Jafnframt er brýnt að tryggja öryggi skólabarna og annarra gangandi vegfarenda á leið yfir Sæbraut, t.d. með hnappastýrðu og/eða snjallstýrðum gangbrautarljósum.“ Til stendur að reisa tímabundna göngubrú yfir Sæbrautina. Brúna átti að reisa í sumar en tafir hafa orðið á framkvæmdunum. Kjartan segir göngubrúna mjög góða lausn að mörgu leyti þó engin trygging sé fyrir því að fólk á leið yfir götuna noti hana. Hann ítrekar að snjallstýrð gangbrautarljós séu rétta leiðin sem tryggi gangandi vegfarendum algjöran forang. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla að leggja til tafarlausar neyðaraðgerðir við gatnamótin sem feli í sér sérstaka snjallgangbraut. Sjálfstæðisflokkurinn sé hluti af vandanum Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir eðlilegt að margar spurningar vakni eftir að ung kona í blóma lífsins látist í hörmulegu umferðarslysi. Hún minnir á að rannsókn standi enn yfir um tildrögin. „Þó ég telji enga ástæðu fyrir stjórnmálafólk að trana sér fram á svona stundu þá get ég ekki orða bundist þegar ég sé fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á þessum gatnamótum slá sér á brjóst í málinu,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Í fyrra hafi verið samþykkt að bæta umferðaröryggi fyrir gangandi við gatnamótin þar sem slysið varð með nokkrum aðgerðum. Aðgerðirnar má sjá á myndinni að neðan. Tillögur um breytingar á gatnamótunum sem hafa verið gerðar. „Þetta hefur nú verið framkvæmt. Fækkun beygjuakreina var sérstaklega umdeild en mikilvæg aðgerð og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að sveigja af þeirri leið og fjölga aftur beygjuakreinum, sumsé að draga úr umferðaröryggi fyrir gangandi. Sú tillaga var felld. Nú er sú tillaga puntuð upp í Morgunblaði dagsins sem einhver úrbótatillaga fyrir gangandi. Ég get ekki kallað þetta neitt annað en tvískinnung. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar kemur að umferðaröryggi við þessi gatnamót ekki verið hluti af lausninni heldur vandanum,“ segir Dóra Björt. Fundur borgarstjórnar hófst klukkan tólf í hádeginu þar sem skýrsla OECD um innflytjendur er á meðal mála á dagskrá.
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Banaslys við Sæbraut Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira